Innlent

Djúpið hlaut ekki tilnefningu til Óskarsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Darri Ólafsson í hlutverki sínu í Djúpinu.
Ólafur Darri Ólafsson í hlutverki sínu í Djúpinu.
Íslenska myndin Djúpið er ekki á meðal þeirra fimm mynda sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna í flokknum besta erlenda myndin. Djúpið komst í hóp níu mynda sem komu til greina í tilnefningunum. Fimm myndir voru tilnefndar. Það vekur nokkra athygli að franska myndin The Intouchables, sem naut meðal annars mikilla vinsælda hér á Íslandi, var ekki tilnefnd.

Þær myndir sem hlutu tilnefningar í flokknum besta erlenda myndin voru austurríska myndin Amour, norska myndin Kon-Tiki, chileska myndin No, danska myndin A Royal Affair og kanadíska myndin War Witch.

Allar tilnefningar til Óskarsins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×