Björt framtíð ekki útibú frá Samfylkingunni Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 3. janúar 2013 23:23 Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segir gott gengi í skoðannakönnununum áægjulegt en að flokkurinn stefni þó hærra. Hann segir alrangt að Björt framtíð sé einhverskonar útibú frá Samfylkingunni. Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Capacent mælist Björt framtíð með 12,3% fylgi og næði níu þingmönnum inn miðað við þá sem taka afstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur með ríflega 36% og Samfylkingin fengi rétt rúm 19%. Næst kemur Framsóknarflokkurinn með 13% og Vinstri grænir mælast með 9%. Aðrir flokkar sem lýst hafa yfir framboði, Dögun, Píratar, Hægri grænir og Samstaða ná ekki manni inn. Fylgi Bjartrar framtíðar hefur verið vaxandi frá því flokkurinn var fyrst kynntur til sögunnar. „Nú erum við að auka fylgið af því að við vorum að kynna efstu sætin á listum okkar og þau eru væntanlega að falla vel í kramið," segir Guðmundur Steingrímsson. Guðmundur segir að Björt framtíð stefni áfram og upp, í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafi verið eftirspurn eftir nýrri nálgun í pólitík. „Besti flokkurinn er að gera mjög góða hluti í borginni og hversvegna skyldum við ekki gera svipað á landsvísu?" spyr hann. Gagnrýnendur Bjartrar framtíðar hafa sumir kallað flokkinn útibú frá Samfylkingunni, hvað segir Guðmundur við því? „Þetta er bara ekki rétt. Stefnumál skarast á margan hátt. Við deilum evrópumálum með Samfylkingunni. Umhverfismálunum deilum við að miklu leyti með Vinstri Grænum. Svo höfum við ríkan áhuga á opnu markaðshagkerfi, svigrúmi og frelsi einstaklinga til að láta gott af sér leiða í atvinnumálum. Við deilum því með Sjálfstæðisflokknum," segir hann. Guðmundur segir að liðsmenn flokksins séu ekkert farnir að ræða mögulega samstarfsfélaga að loknum kosningum. Ef flokkurinn fer í ríkisstjórnarsamstarf þá verði það á málefnalegum grunni.Ætlið þið að taka gamla tvistið og ganga óbundin til kosninga? „Ég myndi aldrei orða það þannig. Við erum opin fyrir skynsamlegu stjórnarsamstarfi á grunni málefna að sjálfsögðu," segir Guðmundur. Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segir gott gengi í skoðannakönnununum áægjulegt en að flokkurinn stefni þó hærra. Hann segir alrangt að Björt framtíð sé einhverskonar útibú frá Samfylkingunni. Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Capacent mælist Björt framtíð með 12,3% fylgi og næði níu þingmönnum inn miðað við þá sem taka afstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur með ríflega 36% og Samfylkingin fengi rétt rúm 19%. Næst kemur Framsóknarflokkurinn með 13% og Vinstri grænir mælast með 9%. Aðrir flokkar sem lýst hafa yfir framboði, Dögun, Píratar, Hægri grænir og Samstaða ná ekki manni inn. Fylgi Bjartrar framtíðar hefur verið vaxandi frá því flokkurinn var fyrst kynntur til sögunnar. „Nú erum við að auka fylgið af því að við vorum að kynna efstu sætin á listum okkar og þau eru væntanlega að falla vel í kramið," segir Guðmundur Steingrímsson. Guðmundur segir að Björt framtíð stefni áfram og upp, í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafi verið eftirspurn eftir nýrri nálgun í pólitík. „Besti flokkurinn er að gera mjög góða hluti í borginni og hversvegna skyldum við ekki gera svipað á landsvísu?" spyr hann. Gagnrýnendur Bjartrar framtíðar hafa sumir kallað flokkinn útibú frá Samfylkingunni, hvað segir Guðmundur við því? „Þetta er bara ekki rétt. Stefnumál skarast á margan hátt. Við deilum evrópumálum með Samfylkingunni. Umhverfismálunum deilum við að miklu leyti með Vinstri Grænum. Svo höfum við ríkan áhuga á opnu markaðshagkerfi, svigrúmi og frelsi einstaklinga til að láta gott af sér leiða í atvinnumálum. Við deilum því með Sjálfstæðisflokknum," segir hann. Guðmundur segir að liðsmenn flokksins séu ekkert farnir að ræða mögulega samstarfsfélaga að loknum kosningum. Ef flokkurinn fer í ríkisstjórnarsamstarf þá verði það á málefnalegum grunni.Ætlið þið að taka gamla tvistið og ganga óbundin til kosninga? „Ég myndi aldrei orða það þannig. Við erum opin fyrir skynsamlegu stjórnarsamstarfi á grunni málefna að sjálfsögðu," segir Guðmundur.
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira