Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júní 2013 18:30 Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Þessi olíurisi varð í dag formlegur aðili að umsókn Eykons Energy um þriðja leitar- og vinnsluleyfið, sem íslensk stjórnvöld hyggjast úthluta. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. Þegar fyrstu leyfunum á Drekasvæðið var úthlutað í byrjun ársins fengu aðeins tveir af þremur umsækjendum leyfi. Þriðja umsóknin, frá Eykon Energy, fór í bið þar til fyrirtækið hefði fengið samstarfsaðila sem hefði bolmagn til að ráðast í olíuleit. Sá aðili er nú fundinn; China National Offshore Oil Corporation, þekkt sem CNOOC („sínúkk") í vestrænum olíugeira. Orkustofnun var formlega tilkynnt í dag um að CNOOC yrði leiðandi aðili í umsókn Eykons. Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons Energy, segir þetta gjörbreyta Drekaverkefninu. „Þetta félag hefur mjög mikla burði til að gera hvað sem er á sviði olíuleitar og vinnslu, hefur mikla reynslu og er mjög virt í geiranum. Þannig að þetta í raun gjörbreytir stöðunni," segir Gunnlaugur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. CNOOC er þriðja stærsta olíufélag Kínverja, talið 34. stærsta olíufélag heims, og með um eitthundrað þúsund starfsmenn. Gunnlaugur segir markaðsverðmæti félagsins um 80 milljarðar bandaríkjadollara, sem samsvarar um 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Athygli vekur að umsókn kínverska félagsins er kynnt aðeins sex vikum eftir að forsætis- og utanríkisráðherra Íslands voru í opinberri heimsókn í Kína þar sem fríverslunarsamningur milli ríkjanna var undirritaður. En er þetta pólitísk ákvörðun hjá Kínverjum að vilja í olíuleit á Drekasvæðinu? „Það held ég ekki. Við leituðum til þessa félags um samstarf. Þannig að það eru Íslendingar sem leita til kínversks félags, sem er að meirihluta í eigu kínverska ríkisins," svarar Gunnlaugur. Hann kveðst þó ekki útiloka að heimsóknir íslenskra ráðamanna til Kína hafi haft áhrif, en segir þá Eykons-menn ekki hafa haft samband við félagið í gegnum stjórnmálamenn. „En það er aldrei að vita nema tengsl landanna hafi haft einhver áhrif á þær móttökur sem við fengum." Þá kveðst hann ekki óttast hugsanlega umræðu á alþjóðvettvangi um að Kínverjar séu með þessu að seilast til áhrifa á Norðurslóðum. „Það fer gjarnan slík umræða í gang. Það er ekki alslæmt ef svo er vegna þess að það vekur kannski bara meiri áhuga á svæðinu. Það sem við þurfum Íslendingar til þess að sanna að olía sé til staðar er meiri áhugi á þessu svæði. Þannig að ég held að það geti verið gott," segir framkvæmdastjóri Eykons Energy. Frá heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til Kína í apríl. Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Þessi olíurisi varð í dag formlegur aðili að umsókn Eykons Energy um þriðja leitar- og vinnsluleyfið, sem íslensk stjórnvöld hyggjast úthluta. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. Þegar fyrstu leyfunum á Drekasvæðið var úthlutað í byrjun ársins fengu aðeins tveir af þremur umsækjendum leyfi. Þriðja umsóknin, frá Eykon Energy, fór í bið þar til fyrirtækið hefði fengið samstarfsaðila sem hefði bolmagn til að ráðast í olíuleit. Sá aðili er nú fundinn; China National Offshore Oil Corporation, þekkt sem CNOOC („sínúkk") í vestrænum olíugeira. Orkustofnun var formlega tilkynnt í dag um að CNOOC yrði leiðandi aðili í umsókn Eykons. Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons Energy, segir þetta gjörbreyta Drekaverkefninu. „Þetta félag hefur mjög mikla burði til að gera hvað sem er á sviði olíuleitar og vinnslu, hefur mikla reynslu og er mjög virt í geiranum. Þannig að þetta í raun gjörbreytir stöðunni," segir Gunnlaugur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. CNOOC er þriðja stærsta olíufélag Kínverja, talið 34. stærsta olíufélag heims, og með um eitthundrað þúsund starfsmenn. Gunnlaugur segir markaðsverðmæti félagsins um 80 milljarðar bandaríkjadollara, sem samsvarar um 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Athygli vekur að umsókn kínverska félagsins er kynnt aðeins sex vikum eftir að forsætis- og utanríkisráðherra Íslands voru í opinberri heimsókn í Kína þar sem fríverslunarsamningur milli ríkjanna var undirritaður. En er þetta pólitísk ákvörðun hjá Kínverjum að vilja í olíuleit á Drekasvæðinu? „Það held ég ekki. Við leituðum til þessa félags um samstarf. Þannig að það eru Íslendingar sem leita til kínversks félags, sem er að meirihluta í eigu kínverska ríkisins," svarar Gunnlaugur. Hann kveðst þó ekki útiloka að heimsóknir íslenskra ráðamanna til Kína hafi haft áhrif, en segir þá Eykons-menn ekki hafa haft samband við félagið í gegnum stjórnmálamenn. „En það er aldrei að vita nema tengsl landanna hafi haft einhver áhrif á þær móttökur sem við fengum." Þá kveðst hann ekki óttast hugsanlega umræðu á alþjóðvettvangi um að Kínverjar séu með þessu að seilast til áhrifa á Norðurslóðum. „Það fer gjarnan slík umræða í gang. Það er ekki alslæmt ef svo er vegna þess að það vekur kannski bara meiri áhuga á svæðinu. Það sem við þurfum Íslendingar til þess að sanna að olía sé til staðar er meiri áhugi á þessu svæði. Þannig að ég held að það geti verið gott," segir framkvæmdastjóri Eykons Energy. Frá heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til Kína í apríl.
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira