Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júní 2013 18:30 Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Þessi olíurisi varð í dag formlegur aðili að umsókn Eykons Energy um þriðja leitar- og vinnsluleyfið, sem íslensk stjórnvöld hyggjast úthluta. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. Þegar fyrstu leyfunum á Drekasvæðið var úthlutað í byrjun ársins fengu aðeins tveir af þremur umsækjendum leyfi. Þriðja umsóknin, frá Eykon Energy, fór í bið þar til fyrirtækið hefði fengið samstarfsaðila sem hefði bolmagn til að ráðast í olíuleit. Sá aðili er nú fundinn; China National Offshore Oil Corporation, þekkt sem CNOOC („sínúkk") í vestrænum olíugeira. Orkustofnun var formlega tilkynnt í dag um að CNOOC yrði leiðandi aðili í umsókn Eykons. Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons Energy, segir þetta gjörbreyta Drekaverkefninu. „Þetta félag hefur mjög mikla burði til að gera hvað sem er á sviði olíuleitar og vinnslu, hefur mikla reynslu og er mjög virt í geiranum. Þannig að þetta í raun gjörbreytir stöðunni," segir Gunnlaugur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. CNOOC er þriðja stærsta olíufélag Kínverja, talið 34. stærsta olíufélag heims, og með um eitthundrað þúsund starfsmenn. Gunnlaugur segir markaðsverðmæti félagsins um 80 milljarðar bandaríkjadollara, sem samsvarar um 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Athygli vekur að umsókn kínverska félagsins er kynnt aðeins sex vikum eftir að forsætis- og utanríkisráðherra Íslands voru í opinberri heimsókn í Kína þar sem fríverslunarsamningur milli ríkjanna var undirritaður. En er þetta pólitísk ákvörðun hjá Kínverjum að vilja í olíuleit á Drekasvæðinu? „Það held ég ekki. Við leituðum til þessa félags um samstarf. Þannig að það eru Íslendingar sem leita til kínversks félags, sem er að meirihluta í eigu kínverska ríkisins," svarar Gunnlaugur. Hann kveðst þó ekki útiloka að heimsóknir íslenskra ráðamanna til Kína hafi haft áhrif, en segir þá Eykons-menn ekki hafa haft samband við félagið í gegnum stjórnmálamenn. „En það er aldrei að vita nema tengsl landanna hafi haft einhver áhrif á þær móttökur sem við fengum." Þá kveðst hann ekki óttast hugsanlega umræðu á alþjóðvettvangi um að Kínverjar séu með þessu að seilast til áhrifa á Norðurslóðum. „Það fer gjarnan slík umræða í gang. Það er ekki alslæmt ef svo er vegna þess að það vekur kannski bara meiri áhuga á svæðinu. Það sem við þurfum Íslendingar til þess að sanna að olía sé til staðar er meiri áhugi á þessu svæði. Þannig að ég held að það geti verið gott," segir framkvæmdastjóri Eykons Energy. Frá heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til Kína í apríl. Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lögregla leitar manns Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira
Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Þessi olíurisi varð í dag formlegur aðili að umsókn Eykons Energy um þriðja leitar- og vinnsluleyfið, sem íslensk stjórnvöld hyggjast úthluta. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. Þegar fyrstu leyfunum á Drekasvæðið var úthlutað í byrjun ársins fengu aðeins tveir af þremur umsækjendum leyfi. Þriðja umsóknin, frá Eykon Energy, fór í bið þar til fyrirtækið hefði fengið samstarfsaðila sem hefði bolmagn til að ráðast í olíuleit. Sá aðili er nú fundinn; China National Offshore Oil Corporation, þekkt sem CNOOC („sínúkk") í vestrænum olíugeira. Orkustofnun var formlega tilkynnt í dag um að CNOOC yrði leiðandi aðili í umsókn Eykons. Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons Energy, segir þetta gjörbreyta Drekaverkefninu. „Þetta félag hefur mjög mikla burði til að gera hvað sem er á sviði olíuleitar og vinnslu, hefur mikla reynslu og er mjög virt í geiranum. Þannig að þetta í raun gjörbreytir stöðunni," segir Gunnlaugur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. CNOOC er þriðja stærsta olíufélag Kínverja, talið 34. stærsta olíufélag heims, og með um eitthundrað þúsund starfsmenn. Gunnlaugur segir markaðsverðmæti félagsins um 80 milljarðar bandaríkjadollara, sem samsvarar um 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Athygli vekur að umsókn kínverska félagsins er kynnt aðeins sex vikum eftir að forsætis- og utanríkisráðherra Íslands voru í opinberri heimsókn í Kína þar sem fríverslunarsamningur milli ríkjanna var undirritaður. En er þetta pólitísk ákvörðun hjá Kínverjum að vilja í olíuleit á Drekasvæðinu? „Það held ég ekki. Við leituðum til þessa félags um samstarf. Þannig að það eru Íslendingar sem leita til kínversks félags, sem er að meirihluta í eigu kínverska ríkisins," svarar Gunnlaugur. Hann kveðst þó ekki útiloka að heimsóknir íslenskra ráðamanna til Kína hafi haft áhrif, en segir þá Eykons-menn ekki hafa haft samband við félagið í gegnum stjórnmálamenn. „En það er aldrei að vita nema tengsl landanna hafi haft einhver áhrif á þær móttökur sem við fengum." Þá kveðst hann ekki óttast hugsanlega umræðu á alþjóðvettvangi um að Kínverjar séu með þessu að seilast til áhrifa á Norðurslóðum. „Það fer gjarnan slík umræða í gang. Það er ekki alslæmt ef svo er vegna þess að það vekur kannski bara meiri áhuga á svæðinu. Það sem við þurfum Íslendingar til þess að sanna að olía sé til staðar er meiri áhugi á þessu svæði. Þannig að ég held að það geti verið gott," segir framkvæmdastjóri Eykons Energy. Frá heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til Kína í apríl.
Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lögregla leitar manns Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira