Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júní 2013 18:30 Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Þessi olíurisi varð í dag formlegur aðili að umsókn Eykons Energy um þriðja leitar- og vinnsluleyfið, sem íslensk stjórnvöld hyggjast úthluta. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. Þegar fyrstu leyfunum á Drekasvæðið var úthlutað í byrjun ársins fengu aðeins tveir af þremur umsækjendum leyfi. Þriðja umsóknin, frá Eykon Energy, fór í bið þar til fyrirtækið hefði fengið samstarfsaðila sem hefði bolmagn til að ráðast í olíuleit. Sá aðili er nú fundinn; China National Offshore Oil Corporation, þekkt sem CNOOC („sínúkk") í vestrænum olíugeira. Orkustofnun var formlega tilkynnt í dag um að CNOOC yrði leiðandi aðili í umsókn Eykons. Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons Energy, segir þetta gjörbreyta Drekaverkefninu. „Þetta félag hefur mjög mikla burði til að gera hvað sem er á sviði olíuleitar og vinnslu, hefur mikla reynslu og er mjög virt í geiranum. Þannig að þetta í raun gjörbreytir stöðunni," segir Gunnlaugur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. CNOOC er þriðja stærsta olíufélag Kínverja, talið 34. stærsta olíufélag heims, og með um eitthundrað þúsund starfsmenn. Gunnlaugur segir markaðsverðmæti félagsins um 80 milljarðar bandaríkjadollara, sem samsvarar um 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Athygli vekur að umsókn kínverska félagsins er kynnt aðeins sex vikum eftir að forsætis- og utanríkisráðherra Íslands voru í opinberri heimsókn í Kína þar sem fríverslunarsamningur milli ríkjanna var undirritaður. En er þetta pólitísk ákvörðun hjá Kínverjum að vilja í olíuleit á Drekasvæðinu? „Það held ég ekki. Við leituðum til þessa félags um samstarf. Þannig að það eru Íslendingar sem leita til kínversks félags, sem er að meirihluta í eigu kínverska ríkisins," svarar Gunnlaugur. Hann kveðst þó ekki útiloka að heimsóknir íslenskra ráðamanna til Kína hafi haft áhrif, en segir þá Eykons-menn ekki hafa haft samband við félagið í gegnum stjórnmálamenn. „En það er aldrei að vita nema tengsl landanna hafi haft einhver áhrif á þær móttökur sem við fengum." Þá kveðst hann ekki óttast hugsanlega umræðu á alþjóðvettvangi um að Kínverjar séu með þessu að seilast til áhrifa á Norðurslóðum. „Það fer gjarnan slík umræða í gang. Það er ekki alslæmt ef svo er vegna þess að það vekur kannski bara meiri áhuga á svæðinu. Það sem við þurfum Íslendingar til þess að sanna að olía sé til staðar er meiri áhugi á þessu svæði. Þannig að ég held að það geti verið gott," segir framkvæmdastjóri Eykons Energy. Frá heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til Kína í apríl. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Þessi olíurisi varð í dag formlegur aðili að umsókn Eykons Energy um þriðja leitar- og vinnsluleyfið, sem íslensk stjórnvöld hyggjast úthluta. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. Þegar fyrstu leyfunum á Drekasvæðið var úthlutað í byrjun ársins fengu aðeins tveir af þremur umsækjendum leyfi. Þriðja umsóknin, frá Eykon Energy, fór í bið þar til fyrirtækið hefði fengið samstarfsaðila sem hefði bolmagn til að ráðast í olíuleit. Sá aðili er nú fundinn; China National Offshore Oil Corporation, þekkt sem CNOOC („sínúkk") í vestrænum olíugeira. Orkustofnun var formlega tilkynnt í dag um að CNOOC yrði leiðandi aðili í umsókn Eykons. Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons Energy, segir þetta gjörbreyta Drekaverkefninu. „Þetta félag hefur mjög mikla burði til að gera hvað sem er á sviði olíuleitar og vinnslu, hefur mikla reynslu og er mjög virt í geiranum. Þannig að þetta í raun gjörbreytir stöðunni," segir Gunnlaugur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. CNOOC er þriðja stærsta olíufélag Kínverja, talið 34. stærsta olíufélag heims, og með um eitthundrað þúsund starfsmenn. Gunnlaugur segir markaðsverðmæti félagsins um 80 milljarðar bandaríkjadollara, sem samsvarar um 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Athygli vekur að umsókn kínverska félagsins er kynnt aðeins sex vikum eftir að forsætis- og utanríkisráðherra Íslands voru í opinberri heimsókn í Kína þar sem fríverslunarsamningur milli ríkjanna var undirritaður. En er þetta pólitísk ákvörðun hjá Kínverjum að vilja í olíuleit á Drekasvæðinu? „Það held ég ekki. Við leituðum til þessa félags um samstarf. Þannig að það eru Íslendingar sem leita til kínversks félags, sem er að meirihluta í eigu kínverska ríkisins," svarar Gunnlaugur. Hann kveðst þó ekki útiloka að heimsóknir íslenskra ráðamanna til Kína hafi haft áhrif, en segir þá Eykons-menn ekki hafa haft samband við félagið í gegnum stjórnmálamenn. „En það er aldrei að vita nema tengsl landanna hafi haft einhver áhrif á þær móttökur sem við fengum." Þá kveðst hann ekki óttast hugsanlega umræðu á alþjóðvettvangi um að Kínverjar séu með þessu að seilast til áhrifa á Norðurslóðum. „Það fer gjarnan slík umræða í gang. Það er ekki alslæmt ef svo er vegna þess að það vekur kannski bara meiri áhuga á svæðinu. Það sem við þurfum Íslendingar til þess að sanna að olía sé til staðar er meiri áhugi á þessu svæði. Þannig að ég held að það geti verið gott," segir framkvæmdastjóri Eykons Energy. Frá heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til Kína í apríl.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira