Óánægja meðal stéttafélaga með nýjan kjarasamning Jón Júlíus Karlsson skrifar 21. desember 2013 20:29 Allt stefnir í að skrifað verði undir kjarasamning á milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins í kvöld. Forseti ASÍ segir að augljóst að verkalýðshreyfingin nái ekki öllum sínum markmiðum en óánægjan snúist fyrst og fremst að stjórnvöldum. Verkalýðsleiðtogi á Akranesi er hundóánægður með samninginn. Meiri líkur en minni eru að nýr kjarasamningur verði undirritaður í kvöld. Hann felur meðal annars í sér 5% launahækkun til þeirra sem lægstu laun hafa og 2,8% almenna launahækkun. Meðaltalshækkun launa verða um 10 þúsund krónur. Samningurinn sem skrifa á undir verður líklega til 12 mánaða með endurskoðun á langtíma samningi. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er óánægður með þátt stjórnvalda í samningnum. „Ég tel að sú óánægja sem er innan verkalýðshreyfingarinnar í garð þessa samnings sé eitthvað sem snýr að stjórnvöldum. Það eru mikil vonbrigði með það að takist ekki að hækka skattleysismörkin, gagnvart lægstu tíund í launakerfunum sem ekki fá að njóta skattalækkanna,“ segir Gylfi.Sorgmæddur yfir samningnum Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness er vægast sagt óánægður með fyrirhugaðan samning. „Ég er eiginlega hálf sorgmæddur yfir þessum samningi sem er verið að fara að undirrita. Við getum gert miklu, miklu betur en þetta,“ segir Vilhjálmur. „Við verðum að átta okkur á því að innan okkar vébanda, sem tilheyra starfsgreinasambandi Íslands, eru sjávarútvegsfyrirtæki sem hafa verið að skila hagnaði líkt og enginn sé morgundagurinn. Það liggur fyrir að heildarhagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja eru í kringum 80 milljarða í ár. Í mínum huga er það skammarlegt að laun verkafólks séu ekki lagfærð meira en raun ber vitni.“Vill berjast Vilhjálmur segir að 4-5 stéttarfélög innan starfsgreinasambandsins muni ekki skrifa undir samningin í núverandi mynd. Samningurinn ýti enn frekar undir launamun á milli þjóðfélagshópa og það komi ekki til greina í hans huga að skrifa undir slíkan samning. „Málið er einfalt. Ég vil berjast. Ég segi bara eins og Óli Þórðar í fótboltanum: Það þarf að taka á hlutunum, reima á sig takkaskónna og tækla þetta verkefni. Það hafa menn ekki verið að gera.“ Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Allt stefnir í að skrifað verði undir kjarasamning á milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins í kvöld. Forseti ASÍ segir að augljóst að verkalýðshreyfingin nái ekki öllum sínum markmiðum en óánægjan snúist fyrst og fremst að stjórnvöldum. Verkalýðsleiðtogi á Akranesi er hundóánægður með samninginn. Meiri líkur en minni eru að nýr kjarasamningur verði undirritaður í kvöld. Hann felur meðal annars í sér 5% launahækkun til þeirra sem lægstu laun hafa og 2,8% almenna launahækkun. Meðaltalshækkun launa verða um 10 þúsund krónur. Samningurinn sem skrifa á undir verður líklega til 12 mánaða með endurskoðun á langtíma samningi. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er óánægður með þátt stjórnvalda í samningnum. „Ég tel að sú óánægja sem er innan verkalýðshreyfingarinnar í garð þessa samnings sé eitthvað sem snýr að stjórnvöldum. Það eru mikil vonbrigði með það að takist ekki að hækka skattleysismörkin, gagnvart lægstu tíund í launakerfunum sem ekki fá að njóta skattalækkanna,“ segir Gylfi.Sorgmæddur yfir samningnum Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness er vægast sagt óánægður með fyrirhugaðan samning. „Ég er eiginlega hálf sorgmæddur yfir þessum samningi sem er verið að fara að undirrita. Við getum gert miklu, miklu betur en þetta,“ segir Vilhjálmur. „Við verðum að átta okkur á því að innan okkar vébanda, sem tilheyra starfsgreinasambandi Íslands, eru sjávarútvegsfyrirtæki sem hafa verið að skila hagnaði líkt og enginn sé morgundagurinn. Það liggur fyrir að heildarhagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja eru í kringum 80 milljarða í ár. Í mínum huga er það skammarlegt að laun verkafólks séu ekki lagfærð meira en raun ber vitni.“Vill berjast Vilhjálmur segir að 4-5 stéttarfélög innan starfsgreinasambandsins muni ekki skrifa undir samningin í núverandi mynd. Samningurinn ýti enn frekar undir launamun á milli þjóðfélagshópa og það komi ekki til greina í hans huga að skrifa undir slíkan samning. „Málið er einfalt. Ég vil berjast. Ég segi bara eins og Óli Þórðar í fótboltanum: Það þarf að taka á hlutunum, reima á sig takkaskónna og tækla þetta verkefni. Það hafa menn ekki verið að gera.“
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels