Walter Mitty ómetanleg landkynning fyrir Ísland Stefán Árni Pálsson skrifar 17. desember 2013 14:44 Frá blaðamannaferðinni á Íslandi. Myndir: Daði Guðjónsson Kvikmyndin The secret life of Walter Mitty var á dögunum forsýnd hér á landi en bandaríski leikarinn Ben Stiller, fer með aðalhlutverk í myndinni og leikstýrir henni einnig. Myndin verður frumsýnd á jóladag í Bandaríkjunum og 3. janúar hér á Íslandi. Tökur á gamanmynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, fóru að stórum hluta fram á Íslandi þar á meðal í Grundafirði, á Seyðisfirði og í Stykkishólmi. Meðal leikara sem fara með hlutverk í myndinni eru Ben Stiller, Ólafur Darri, Gunnar Helgason, Sean Penn, Shirley MacLaine og Kristen Wiig. The Secret Life of Walter Mitty er byggð á samnefndri gamanmynd frá árinu 1947 og fjallar um draumóramanninn Mitty sem framkallar ljósmyndir fyrir tímaritið Life. Í fréttatilkynningu frá Íslandsstofu kemur fram að myndin sé ómetanleg landkynning fyrir Ísland. The secret life of Walter Mitty er jólamynd kvikmyndaversins 20 th Century Fox í ár og er því mikið lagt í markaðssetningu hennar og því gríðarlegt tækifæri í landkynningu fyrir Íslendinga. Fram kemur í fréttatilkynningu Íslandsstofu: „Íslandsstofa hefur, undir formerkjum Inspired by Iceland, unnið að því í náinni samvinnu við 20 th Century Fox og erlenda fjömiðla að kynna land og þjóð í tengslum við frumsýningu myndarinnar. Íslandsstofa átti í samstarfi við Fox Studios á forsýningu kvikmyndarinnar í París 9. desember s.l. að viðstöddum fulltrúum frá um 50 frönskum fjölmiðlum. Samhliða var efnt til spurningaleikja um Ísland í Frakklandi í samstarfi við m.a. National Géographic (vefsíða og sjónvarp), Canal+ (sjónvarp) og RTL (útvarp) þar sem ferðir til Íslands voru veittar í vinning." Íslandsstofa mun hafa skipulagt blaðamannaferð til landsliðsins þar sem áhrifamiklir fjölmiðlar frá Bandaríkjunum heimsóttu tökustaði myndarinnar og kynntu sér Ísland. Hópurinn hafi farið í liðinni viku á á Suð-Austurland en þar á meðal voru sjónvarpsstöðvarnar Fox, CBS, NBC og VH1 en Sue Warde, markaðsstjóri 20th Century Fox, var með í för og var hún yfir sig ánægð með heimsóknina. Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
Kvikmyndin The secret life of Walter Mitty var á dögunum forsýnd hér á landi en bandaríski leikarinn Ben Stiller, fer með aðalhlutverk í myndinni og leikstýrir henni einnig. Myndin verður frumsýnd á jóladag í Bandaríkjunum og 3. janúar hér á Íslandi. Tökur á gamanmynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, fóru að stórum hluta fram á Íslandi þar á meðal í Grundafirði, á Seyðisfirði og í Stykkishólmi. Meðal leikara sem fara með hlutverk í myndinni eru Ben Stiller, Ólafur Darri, Gunnar Helgason, Sean Penn, Shirley MacLaine og Kristen Wiig. The Secret Life of Walter Mitty er byggð á samnefndri gamanmynd frá árinu 1947 og fjallar um draumóramanninn Mitty sem framkallar ljósmyndir fyrir tímaritið Life. Í fréttatilkynningu frá Íslandsstofu kemur fram að myndin sé ómetanleg landkynning fyrir Ísland. The secret life of Walter Mitty er jólamynd kvikmyndaversins 20 th Century Fox í ár og er því mikið lagt í markaðssetningu hennar og því gríðarlegt tækifæri í landkynningu fyrir Íslendinga. Fram kemur í fréttatilkynningu Íslandsstofu: „Íslandsstofa hefur, undir formerkjum Inspired by Iceland, unnið að því í náinni samvinnu við 20 th Century Fox og erlenda fjömiðla að kynna land og þjóð í tengslum við frumsýningu myndarinnar. Íslandsstofa átti í samstarfi við Fox Studios á forsýningu kvikmyndarinnar í París 9. desember s.l. að viðstöddum fulltrúum frá um 50 frönskum fjölmiðlum. Samhliða var efnt til spurningaleikja um Ísland í Frakklandi í samstarfi við m.a. National Géographic (vefsíða og sjónvarp), Canal+ (sjónvarp) og RTL (útvarp) þar sem ferðir til Íslands voru veittar í vinning." Íslandsstofa mun hafa skipulagt blaðamannaferð til landsliðsins þar sem áhrifamiklir fjölmiðlar frá Bandaríkjunum heimsóttu tökustaði myndarinnar og kynntu sér Ísland. Hópurinn hafi farið í liðinni viku á á Suð-Austurland en þar á meðal voru sjónvarpsstöðvarnar Fox, CBS, NBC og VH1 en Sue Warde, markaðsstjóri 20th Century Fox, var með í för og var hún yfir sig ánægð með heimsóknina.
Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira