Fyrir ári síðan var ég stödd í hjólastól en í dag get ég gengið Ellý Ármanns skrifar 12. mars 2013 14:30 "Sjónin ruglaðist í fyrri blæðingunni hjá mér þess vegna er ég með annað glerið matt fyrir auganu," segir María Ósk Kjartansdóttir sem er hér ásamt 4 ára dóttur sinni. María Ósk Kjartansdóttir 26 ára Keflvíkingur er með séríslenskan erfðasjúkdóm sem hún lætur ekki buga sig. Móðir hennar og systir létust báðar úr þessum hræðilega sjúkdómi. Hún fer þetta á þrjóskunni eins og hún segir sjálf. María deildi sögu sinni með okkur og leggur sérstaka áherslu á að fram komi að nemendur Verslunarskólans hafa ákveðið að leggja sitt af mörkum við að styrkja rannsóknir á sjúkdómnum með ágóðanum af miðasölu söngleiksins V.Í. Will Rock You sem sýndur er í Austurbæ á fimmtudaginn. Vissi af sjúkdómnum aðeins 15 ára gömul „Ég vissi þegar ég var 15 ára að ég væri með þennan séríslenska sjúkdóm sem nefnist arfgeng heilablæðing. Síðasta heilablæðing sem ég fékk var tvöföld og gerðist fyrir ári síðan í janúar. Ég fékk fyrri blæðinguna um daginn. Þá fékk ég svima og skrifaði á Facebook: „Vitið þið hvað ég geri við svima?" því ég skildi ekkert af hverju ég var með svima. Frænka mín var með mér. Þennan dag fórum við heim í tölvuna að fíflast eitthvað og svo kom seinni blæðingin síðar um kvöldið. Þá byrjaði ég að gráta. Ég fann ekki þegar blæðingin kom en augun á mér byrjuðu að snúast í hringi og ég gat varla labbað. Frænka mín hringdi þá í 112 og þeir báðu hana að halda mér vakandi þar til þeir komu. Ég man að ég fór að pissa," þannig lýsir María upplifun sinni fyrir rúmu ári þegar hún fékk heilablóðfall þennan örlagaríka dag í janúar árið 2012.Byrjaði að æla og æla „Dóttir mín, 4 ára, var heima en hún var sofandi þegar þetta átti sér stað. Pabbi minn kom svo á staðinn en ég bý í Keflavík og læknirinn sendir okkur beint í bæinn. Ég byrjaði að æla og æla og skildi ekkert hvað var að gerast eða hvað ég var að reyna að segja. Ég var allt annarsstaðar."Haldið sofandi á gjörgæslu „Ég var meðvitundarlaus á spítalanum og haldið sofandi á mjög sterkum lyfjum. Ég var sofandi í 2 vikur á gjörgæslu og vaknaði síðan og gat mig ekki hreyft. Ég mundi ekki neitt. Ég var með svo ótrúlega mikið af slöngum og dóti í kringum mig. Fólk hélt að ég myndi fara. Læknarnir vissu þegar ég vaknaði hve alvarlegt þetta var. Ég vaknaði og gat ekki talað. Ég þurfti að læra að labba upp á nýtt og tala," segir María.Ættgengur sjúkdómur „Mamma mín var með þennan sjúkdóm. Hún dó þegar hún var 32 ára og systir mín þegar hún var 27 ára en það var árið 2005. Systir mín átti tvö börn fyrir, stelpan var 8 ára og strákurinn 6 ára.Nemendur Verslunarskóla Íslands hjálpa til „Ég er í samstarfi við Verslunarskóla Íslands. Þau ætla að sýna leiksýninguna V.Í. Will Rock You í Austurbæ á fimmtudaginn og allur ágóði af sýningunni styrkir rannsóknir á arfgengri heilablæðingu. Ég fór á þessa sýningu með vinkonum mínum og sendi í kjölfarið leikstjóranum, Björk Jakobsdóttur, skilaboð og hún tók mjög vel í að styrkja málstaðinn. Ég vil opna umræðuna um þennan sjúkdóm."Engin uppgöf „Fyrir ári síðan var ég stödd í hjólastól en í dag get ég gengið. Eftir að ég kom frá Grensás í endaðan mars, þá ákvaðu ég og maðurinn minn að gifta okkur. Við gerðum það mánuði seinna eða 5. maí. Ég fer þetta á þrjóskunni þrátt fyrir að mér var ekki hugað líf eftir þetta. Varðandi dóttur mína þá ætla ég ekki að fá að vita hvort hún er með sjúkdóminn fyrr en hún er orðin eldri."Söngleikur Verslunarskólans er á fimmtudaginn - kaupa miða hér (Midi.is).Hér má styrkja málefnið: 0542-14-403403, kt: 201186-3829.Facebooksíðan (arfgeng heilablæðing - rannsóknasjóður). Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
María Ósk Kjartansdóttir 26 ára Keflvíkingur er með séríslenskan erfðasjúkdóm sem hún lætur ekki buga sig. Móðir hennar og systir létust báðar úr þessum hræðilega sjúkdómi. Hún fer þetta á þrjóskunni eins og hún segir sjálf. María deildi sögu sinni með okkur og leggur sérstaka áherslu á að fram komi að nemendur Verslunarskólans hafa ákveðið að leggja sitt af mörkum við að styrkja rannsóknir á sjúkdómnum með ágóðanum af miðasölu söngleiksins V.Í. Will Rock You sem sýndur er í Austurbæ á fimmtudaginn. Vissi af sjúkdómnum aðeins 15 ára gömul „Ég vissi þegar ég var 15 ára að ég væri með þennan séríslenska sjúkdóm sem nefnist arfgeng heilablæðing. Síðasta heilablæðing sem ég fékk var tvöföld og gerðist fyrir ári síðan í janúar. Ég fékk fyrri blæðinguna um daginn. Þá fékk ég svima og skrifaði á Facebook: „Vitið þið hvað ég geri við svima?" því ég skildi ekkert af hverju ég var með svima. Frænka mín var með mér. Þennan dag fórum við heim í tölvuna að fíflast eitthvað og svo kom seinni blæðingin síðar um kvöldið. Þá byrjaði ég að gráta. Ég fann ekki þegar blæðingin kom en augun á mér byrjuðu að snúast í hringi og ég gat varla labbað. Frænka mín hringdi þá í 112 og þeir báðu hana að halda mér vakandi þar til þeir komu. Ég man að ég fór að pissa," þannig lýsir María upplifun sinni fyrir rúmu ári þegar hún fékk heilablóðfall þennan örlagaríka dag í janúar árið 2012.Byrjaði að æla og æla „Dóttir mín, 4 ára, var heima en hún var sofandi þegar þetta átti sér stað. Pabbi minn kom svo á staðinn en ég bý í Keflavík og læknirinn sendir okkur beint í bæinn. Ég byrjaði að æla og æla og skildi ekkert hvað var að gerast eða hvað ég var að reyna að segja. Ég var allt annarsstaðar."Haldið sofandi á gjörgæslu „Ég var meðvitundarlaus á spítalanum og haldið sofandi á mjög sterkum lyfjum. Ég var sofandi í 2 vikur á gjörgæslu og vaknaði síðan og gat mig ekki hreyft. Ég mundi ekki neitt. Ég var með svo ótrúlega mikið af slöngum og dóti í kringum mig. Fólk hélt að ég myndi fara. Læknarnir vissu þegar ég vaknaði hve alvarlegt þetta var. Ég vaknaði og gat ekki talað. Ég þurfti að læra að labba upp á nýtt og tala," segir María.Ættgengur sjúkdómur „Mamma mín var með þennan sjúkdóm. Hún dó þegar hún var 32 ára og systir mín þegar hún var 27 ára en það var árið 2005. Systir mín átti tvö börn fyrir, stelpan var 8 ára og strákurinn 6 ára.Nemendur Verslunarskóla Íslands hjálpa til „Ég er í samstarfi við Verslunarskóla Íslands. Þau ætla að sýna leiksýninguna V.Í. Will Rock You í Austurbæ á fimmtudaginn og allur ágóði af sýningunni styrkir rannsóknir á arfgengri heilablæðingu. Ég fór á þessa sýningu með vinkonum mínum og sendi í kjölfarið leikstjóranum, Björk Jakobsdóttur, skilaboð og hún tók mjög vel í að styrkja málstaðinn. Ég vil opna umræðuna um þennan sjúkdóm."Engin uppgöf „Fyrir ári síðan var ég stödd í hjólastól en í dag get ég gengið. Eftir að ég kom frá Grensás í endaðan mars, þá ákvaðu ég og maðurinn minn að gifta okkur. Við gerðum það mánuði seinna eða 5. maí. Ég fer þetta á þrjóskunni þrátt fyrir að mér var ekki hugað líf eftir þetta. Varðandi dóttur mína þá ætla ég ekki að fá að vita hvort hún er með sjúkdóminn fyrr en hún er orðin eldri."Söngleikur Verslunarskólans er á fimmtudaginn - kaupa miða hér (Midi.is).Hér má styrkja málefnið: 0542-14-403403, kt: 201186-3829.Facebooksíðan (arfgeng heilablæðing - rannsóknasjóður).
Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira