Leikkonan Kristen Stewart var svo sannarlega kynþokkafull í gær þegar hún leit við á tískusýningu Zuhair Murad á tískuvikunni í París.
Kristen klæddist gegnsæjum samfestingi úr smiðju Zuhair Murad og greiddi hárið allt til annarrar hliðar.
Þetta er samfestingur í lagi.Það er ekki skrýtið að Kristen hafi dressað sig upp fyrir tískusýninguna því hún er mikill aðdáandi Zuhair Murad. Hún klæddist kjólum eftir hönnuðinn á frumsýningu The Twilight Saga: Breaking Dawn Part 2 bæði í London og Hollywood.