NFL: Wilson hafði betur í baráttu nýliðanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2013 09:41 RGIII óskar Wilson til hamingju eftir leikinn í gær. Mynd/AP Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar fór fram um helgina en þá fóru svokallaðir Wild Card-leikir fram. Alls komast tólf lið í úrslitakeppnina ár hvert en þau fjögur bestu sitja hjá í fyrstu umferðinni. Hin átta bítast þá um fjögur laus sæti í 8-liða úrslitum. Houston, Green Bay, Baltimore og Seattle höfðu öll betur í sínum viðureignum um helgina en hér neðst í fréttinni má sjá hvernig fjórðungsúrslitin raðast upp um næstu helgi. Á laugardaginn komust fyrstu tvö liðin áfram eins og lesa má um hér og í gær kláraðist Wild Card-helgin með tveimur spennandi viðureignum. Baltimore Ravens hafði betur gegn Indianapolis Colts, 24-9, þar sem athyglin beindist að varnarmanninum Ray Lewis. Hann tilkynnti fyrir leikinn að hann myndi hætta eftir tímabilið og var þetta hans síðasti leikur á heimavelli Baltimore, þar sem hann hefur spilað öll sín sautján ár í NFL-deildinni. Lewis hefur reyndar spilað með Baltimore Ravens frá stofnun félagsins og er hann eini leikmaðurinn sem enn er að spila í NFL-deildinni af þeim sem voru með fyrsta ár félagsins í deildinni. Þetta var líka fyrsti leikur Lewis síðan hann meiddist um miðjan október og var varnarleikur Baltimore frábær allan leikinn. Leikstjórnandi Colts, Andrew Luck, náði sér aldrei á strik og komu einu stig liðsins eftir þrjú vallarmörk. Joe Flacco, leikstjórnandi Baltimore, átti hins vegar fínan leik og dældi boltanum grimmt á útherjann Anquan Boldin sem skoraði til að mynda snertimarkið sem tryggði Baltimore sigur í leiknum. Leikur Washington Redskins og Seattle Seahawks í gærkvöldi var svo barátta tveggja nýliða - leikstjórnandanna Robert Griffin þriðja og Russel Wilson. Griffin er orðin ein stærsta stjarna NFL-deildarinnar en Wilson sýndi á lokaspretti deildarinnar að hann er ekki mikið lakari leikmaður. Svo fór að Seattle vann, 24-14, þrátt fyrir að hafa lent 14-0 undir strax í fyrsta leikhluta. Griffin, sem var tæpur vegna hnémeiðsla fyrir leikinn, virtist hins vegar meiðast undir lok fyrsta leikhluta. Griffin hélt þó áfram að spila en náði sér aldrei á strik aftur - né heldur sóknarleikur Washington. Seattle gekk á lagið og Wilson, ásamt hlauparanum Marshawn Lynch, sá fyrir sigri sinna manna. Hnéð gaf sig svo endanlega í fjórða leikhluta hjá Griffin sem gat ekki klárað leikinn. Varamaðurinn Kirk Cousins kom inn á í hans stöðu en náði ekki að koma Washington aftur á réttan kjöl. Ekki er enn vitað hversu alvarleg meiðsli Griffin eru.Átta liða úrslitin:Ameríkudeildin: Laugardagur: Denver - Baltimore Sunnudagur: New England - HoustonÞjóðardeildin: Laugardagur: San Francisco - Green Bay Sunnudagur: Atlanta - Seattle NFL Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira
Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar fór fram um helgina en þá fóru svokallaðir Wild Card-leikir fram. Alls komast tólf lið í úrslitakeppnina ár hvert en þau fjögur bestu sitja hjá í fyrstu umferðinni. Hin átta bítast þá um fjögur laus sæti í 8-liða úrslitum. Houston, Green Bay, Baltimore og Seattle höfðu öll betur í sínum viðureignum um helgina en hér neðst í fréttinni má sjá hvernig fjórðungsúrslitin raðast upp um næstu helgi. Á laugardaginn komust fyrstu tvö liðin áfram eins og lesa má um hér og í gær kláraðist Wild Card-helgin með tveimur spennandi viðureignum. Baltimore Ravens hafði betur gegn Indianapolis Colts, 24-9, þar sem athyglin beindist að varnarmanninum Ray Lewis. Hann tilkynnti fyrir leikinn að hann myndi hætta eftir tímabilið og var þetta hans síðasti leikur á heimavelli Baltimore, þar sem hann hefur spilað öll sín sautján ár í NFL-deildinni. Lewis hefur reyndar spilað með Baltimore Ravens frá stofnun félagsins og er hann eini leikmaðurinn sem enn er að spila í NFL-deildinni af þeim sem voru með fyrsta ár félagsins í deildinni. Þetta var líka fyrsti leikur Lewis síðan hann meiddist um miðjan október og var varnarleikur Baltimore frábær allan leikinn. Leikstjórnandi Colts, Andrew Luck, náði sér aldrei á strik og komu einu stig liðsins eftir þrjú vallarmörk. Joe Flacco, leikstjórnandi Baltimore, átti hins vegar fínan leik og dældi boltanum grimmt á útherjann Anquan Boldin sem skoraði til að mynda snertimarkið sem tryggði Baltimore sigur í leiknum. Leikur Washington Redskins og Seattle Seahawks í gærkvöldi var svo barátta tveggja nýliða - leikstjórnandanna Robert Griffin þriðja og Russel Wilson. Griffin er orðin ein stærsta stjarna NFL-deildarinnar en Wilson sýndi á lokaspretti deildarinnar að hann er ekki mikið lakari leikmaður. Svo fór að Seattle vann, 24-14, þrátt fyrir að hafa lent 14-0 undir strax í fyrsta leikhluta. Griffin, sem var tæpur vegna hnémeiðsla fyrir leikinn, virtist hins vegar meiðast undir lok fyrsta leikhluta. Griffin hélt þó áfram að spila en náði sér aldrei á strik aftur - né heldur sóknarleikur Washington. Seattle gekk á lagið og Wilson, ásamt hlauparanum Marshawn Lynch, sá fyrir sigri sinna manna. Hnéð gaf sig svo endanlega í fjórða leikhluta hjá Griffin sem gat ekki klárað leikinn. Varamaðurinn Kirk Cousins kom inn á í hans stöðu en náði ekki að koma Washington aftur á réttan kjöl. Ekki er enn vitað hversu alvarleg meiðsli Griffin eru.Átta liða úrslitin:Ameríkudeildin: Laugardagur: Denver - Baltimore Sunnudagur: New England - HoustonÞjóðardeildin: Laugardagur: San Francisco - Green Bay Sunnudagur: Atlanta - Seattle
NFL Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira