Umsóknarfrestur Útón vegna safnplötunnar Made in Iceland, þar sem kynnt verður íslensk tónlist á erlendri grundu, rennur út í dag.
Síðustu fimm ár hafa Útón og Iceland Naturally staðið fyrir þessu verkefni. Markmiðið er að kynna nýja frumsamda tónlist frá Íslandi í Bandaríkjunum og vekja athygli háskólaútvarpsstöðva og þeirra sem kaupa tónlist fyrir myndefni á íslenskri tónlist.
Verkefnið felur í sér gerð safnplötu sem er dreift til yfir sex hundruð útvarpsstöðva og bloggara. Nánari upplýsingar fást hjá Tómasi Young á netfanginu tomas@icelandmusic.is.
Íslensk tónlist vestanhafs
