Vera FBI-manna sögð grafalvarlegt mál Karen Kjartansdóttir skrifar 7. febrúar 2013 18:49 Svo virðist sem að bandarískir alríkislögreglumenn hafi verið hér að störfum í fimm daga vegna Wikileaks án eftirlits íslenskra stjórnvalda. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir það blasa við að málið þarfnist frekari skoðunar. Áhyggjuefni sé að erlendir lögreglumenn starfi í öðru landi án eftirlits enda felist kjarninn í fullveldi ríkja í því að geta sett lög og reglur á eigin landssvæði. Samstarf íslenskra lögreglumanna við bandarísku alríkislögregluna FBI, vegna gruns um tölvuárásar Wikileaks á íslenska stjórnarráðið, virðist hafa staðið yfir í um tvo mánuði. Allt þar til innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, synjaði alríkisfulltrúunum um réttarbeiðni til þess að athafna sig hér á landi. Engu að síður virðast mennirnir hafa starfað hér í fimm daga eftir að þeim var synjað um heimildina og íslenskir lögreglumenn höfðu dregið sig úr málinu. Og voru þeir því að störfum hér á landi án eftirlits íslenskra yfirvalda. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands, sem útkskrifaðist frá Oxford-háskóla með áherslu á réttar- og stjórnskipunarrétt, segir slíkt athæfi alvarlegt og því þarfnist málið athugunar. „Kjarninn í fullveldi ríkja er sá að réttur að setja lög og reglur á eigin landssvæði og svo framfylgja þessum lögum. Almennt er það þá þannig að á Íslandi starfa þá íslenskir lögreglumenn en ekki erlendir að rannsókn mála," segir Hafsteinn Þór Hauksson. Hafsteinn segir að vissulega séu til undantekningar, til dæmis geti ríki óskað eftir samstarfi við önnur ríki á grundvelli réttarbeiðna. Þannig gætu íslensk stjórnvöld til dæmis óskað eftir samstarfi við erlent ríki ef þau grunuðu íslending sem þar væri staddur um að tengjast lögbrotum á grundvelli réttarbeiðna. En jafnvel þótt slíkt samstarf eigi sér stað þá ber heimaríkið mjög ríka ábyrgð á því að að lögum sé réttilega framfylgt og staðið sé vörð um réttindi sakborninga eða annarra sem koma að málum. Miðað við að svo virðist sem alríkislögregumennirnir hafi starfað hér án eftirlits virðist því umsjón íslenskra yfirvalda hafa verið ábótavant. „Ef það hefur gerst þannig að að erlendir lögreglumenn hafi verið að framkvæma lögreglurannsóknir án fullnægjandi heimilda og jafnvel í óþökk og trássi við skýr skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum þá væri það mjög alvarlegt mál," segir Hafsteinn. En einnig þurfi að kanna hvort íslensk stjórnvöld hafi gert mistök í þessu máli. „Ef ráðherra hefur hugsanlega tekið íslenska lögreglumenn út úr rannsókn málsins en ekki gætt að því að hafa eftirlit með erlendum lögregumönnum sem hér voru enn að störfum hér að landi þá þá væri það líka áhyggjuefni því hér eiga erlendir lögreglumenn vitanlega ekki að vera að starfa og rannsaka Íslendinga án aðkomu íslenskra yfirvalda." Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Sjá meira
Svo virðist sem að bandarískir alríkislögreglumenn hafi verið hér að störfum í fimm daga vegna Wikileaks án eftirlits íslenskra stjórnvalda. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir það blasa við að málið þarfnist frekari skoðunar. Áhyggjuefni sé að erlendir lögreglumenn starfi í öðru landi án eftirlits enda felist kjarninn í fullveldi ríkja í því að geta sett lög og reglur á eigin landssvæði. Samstarf íslenskra lögreglumanna við bandarísku alríkislögregluna FBI, vegna gruns um tölvuárásar Wikileaks á íslenska stjórnarráðið, virðist hafa staðið yfir í um tvo mánuði. Allt þar til innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, synjaði alríkisfulltrúunum um réttarbeiðni til þess að athafna sig hér á landi. Engu að síður virðast mennirnir hafa starfað hér í fimm daga eftir að þeim var synjað um heimildina og íslenskir lögreglumenn höfðu dregið sig úr málinu. Og voru þeir því að störfum hér á landi án eftirlits íslenskra yfirvalda. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands, sem útkskrifaðist frá Oxford-háskóla með áherslu á réttar- og stjórnskipunarrétt, segir slíkt athæfi alvarlegt og því þarfnist málið athugunar. „Kjarninn í fullveldi ríkja er sá að réttur að setja lög og reglur á eigin landssvæði og svo framfylgja þessum lögum. Almennt er það þá þannig að á Íslandi starfa þá íslenskir lögreglumenn en ekki erlendir að rannsókn mála," segir Hafsteinn Þór Hauksson. Hafsteinn segir að vissulega séu til undantekningar, til dæmis geti ríki óskað eftir samstarfi við önnur ríki á grundvelli réttarbeiðna. Þannig gætu íslensk stjórnvöld til dæmis óskað eftir samstarfi við erlent ríki ef þau grunuðu íslending sem þar væri staddur um að tengjast lögbrotum á grundvelli réttarbeiðna. En jafnvel þótt slíkt samstarf eigi sér stað þá ber heimaríkið mjög ríka ábyrgð á því að að lögum sé réttilega framfylgt og staðið sé vörð um réttindi sakborninga eða annarra sem koma að málum. Miðað við að svo virðist sem alríkislögregumennirnir hafi starfað hér án eftirlits virðist því umsjón íslenskra yfirvalda hafa verið ábótavant. „Ef það hefur gerst þannig að að erlendir lögreglumenn hafi verið að framkvæma lögreglurannsóknir án fullnægjandi heimilda og jafnvel í óþökk og trássi við skýr skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum þá væri það mjög alvarlegt mál," segir Hafsteinn. En einnig þurfi að kanna hvort íslensk stjórnvöld hafi gert mistök í þessu máli. „Ef ráðherra hefur hugsanlega tekið íslenska lögreglumenn út úr rannsókn málsins en ekki gætt að því að hafa eftirlit með erlendum lögregumönnum sem hér voru enn að störfum hér að landi þá þá væri það líka áhyggjuefni því hér eiga erlendir lögreglumenn vitanlega ekki að vera að starfa og rannsaka Íslendinga án aðkomu íslenskra yfirvalda."
Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?