Telur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks líklegustu niðurstöðuna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. apríl 2013 18:40 Formaður Sjálfstæðisflokksins vill sjá tveggja flokka ríkisstjórn eftir kosningar. Miðað við skoðanakannanir yrði það ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þegar sex dagar eru til kosninga benda allar kannanir til að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fái ríflega helming atkvæða í þingkosningunum. Samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins fengi Framsóknarflokkurinn tuttugu og tvo þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn nítján ef kosið yrði nú. Samtals fengju flokkarnir því 41 þingmann og gætu saman myndað tveggja flokka ríkisstjórn. Þá einu tveggja flokka sem hægt væri að mynda. Aðrar ríkisstjórnir yrðu að vera að minnsta kosti þriggja flokka stjórnir. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann klárt hverskonar stjórnarsamstarf hugnaðist honum best eftir kosningar. „Tveggja flokka stjórn með góðan meirihluta er án vafa besta stjórnarformið við þessar aðstæður að mínu áliti,“ segir Bjarni Benediktsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins hefur lýst því yfir að hann vilji halda öllum möguleikum opnum fram yfir kosningar. Sigurður Ingi varaformaður flokksins hefur hins vegar sagt að vinstriflokkarnir hafi sjálfir útilokað sig frá stjórnarsamstarfi. „Allt bendir til þess að sá kostur sem að verði ofaná verði stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Kannski aðalspennan í því er kannski þá meira frekar hvor verði stærri og þá líklegri til að fá forsætisráðherra frekar heldur en þá hvort einhverjir aðrir kostir verði í boði. Að vísu þá má segja að hérna Sigmundur Davíð, sérstaklega ef hann verður í stærri flokknum, hann er í betri stöðu í stjórnarmyndunarviðræðum þannig að hann á kannski möguleika á að mynda þriggja flokka stjórn með vinstriflokkunum sérstaklega Bjartri framtíð og Samfylkingunni. En það er bara svo miklu auðveldara að stjórna tveggja flokka stjórn en þriggja flokka stjórn, eins og dæmin sanna, að það eru allar líkur á að stjórnmálaforingi velji það,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson. Kosningar 2013 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins vill sjá tveggja flokka ríkisstjórn eftir kosningar. Miðað við skoðanakannanir yrði það ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þegar sex dagar eru til kosninga benda allar kannanir til að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fái ríflega helming atkvæða í þingkosningunum. Samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins fengi Framsóknarflokkurinn tuttugu og tvo þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn nítján ef kosið yrði nú. Samtals fengju flokkarnir því 41 þingmann og gætu saman myndað tveggja flokka ríkisstjórn. Þá einu tveggja flokka sem hægt væri að mynda. Aðrar ríkisstjórnir yrðu að vera að minnsta kosti þriggja flokka stjórnir. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann klárt hverskonar stjórnarsamstarf hugnaðist honum best eftir kosningar. „Tveggja flokka stjórn með góðan meirihluta er án vafa besta stjórnarformið við þessar aðstæður að mínu áliti,“ segir Bjarni Benediktsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins hefur lýst því yfir að hann vilji halda öllum möguleikum opnum fram yfir kosningar. Sigurður Ingi varaformaður flokksins hefur hins vegar sagt að vinstriflokkarnir hafi sjálfir útilokað sig frá stjórnarsamstarfi. „Allt bendir til þess að sá kostur sem að verði ofaná verði stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Kannski aðalspennan í því er kannski þá meira frekar hvor verði stærri og þá líklegri til að fá forsætisráðherra frekar heldur en þá hvort einhverjir aðrir kostir verði í boði. Að vísu þá má segja að hérna Sigmundur Davíð, sérstaklega ef hann verður í stærri flokknum, hann er í betri stöðu í stjórnarmyndunarviðræðum þannig að hann á kannski möguleika á að mynda þriggja flokka stjórn með vinstriflokkunum sérstaklega Bjartri framtíð og Samfylkingunni. En það er bara svo miklu auðveldara að stjórna tveggja flokka stjórn en þriggja flokka stjórn, eins og dæmin sanna, að það eru allar líkur á að stjórnmálaforingi velji það,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson.
Kosningar 2013 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira