Tölfræðingurinn hefur talað - Argo sigrar í kvöld 24. febrúar 2013 20:14 Stórmynd bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Ben Affleck, Argo, verður valin besta kvikmyndin á 85. Óskarsverðlaunahátíðinni í kvöld. Þetta eru niðurstöður tölfræðingsins Nate Silver. Silver hefur getið sér gott orð fyrir spár sínar um niðurstöður forseta- og þingkosninga í Bandaríkjunum og hafa pistlar hans á vefsvæði fréttablaðsins The New York Times vakið mikla athygli. Silver hefur nú tekið að sér að rýna í Óskarsverðlaunin en niðurstöðurnar hátíðarinnar í ár þykja afar óútreiknanlegar. Tölfræðingurinn bendir á að það ferli sem býr að baki vali á kvikmyndum og kvikmyndagerðarmönnum ársins sé að mörgu leyti svipað því sem gengur og gerist í bandarískri pólitík. Meðlimir Óskarsverðlaunaakademíunnar er rúmlega sex þúsund talsins.MYND/APSamkvæmt útreikningum Silvers er ljóst að kvikmyndin Argo mun hreppa eftirsóttustu verðlaun kvikmyndaiðnaðarins í ár. Silver rökstyður þessar niðurstöður með vísan í gott gengi myndarinnar á kvikmynda- og verðlaunahátíðum víða um heim. Þegar kemur að vali á leikstjóra ársins eru niðurstöðurnar nokkuð óljósar. Svo virðist sem að baráttan sé á milli Steve Spielbergs, fyrir kvikmyndina Lincoln, og Ang Lee fyrir Life of Pi. Þá hreppir breski stórleikarinn Daniel Day-Lewis verðlaun fyrir hlutverk sitt í Lincoln og leikkonan Jennifer Lawrence gerir slíkt hið sama fyrir leik í kvikmyndinni Silver Linings Playbook. Aukaleikarar ársins, samkvæmt formúlu Silvers, eru þau Tommy Lee Jones fyrir Lincoln og Anne Hathaway fyrir Les Misérables. Menning Tengdar fréttir Daniel Day Lewis getur brotið blað í kvikmyndasögunni Verðlaunaafhendingatímabilið í kvikmyndageiranum nær hámarki í kvöld þegar Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Hollywood. 24. febrúar 2013 19:52 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Stórmynd bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Ben Affleck, Argo, verður valin besta kvikmyndin á 85. Óskarsverðlaunahátíðinni í kvöld. Þetta eru niðurstöður tölfræðingsins Nate Silver. Silver hefur getið sér gott orð fyrir spár sínar um niðurstöður forseta- og þingkosninga í Bandaríkjunum og hafa pistlar hans á vefsvæði fréttablaðsins The New York Times vakið mikla athygli. Silver hefur nú tekið að sér að rýna í Óskarsverðlaunin en niðurstöðurnar hátíðarinnar í ár þykja afar óútreiknanlegar. Tölfræðingurinn bendir á að það ferli sem býr að baki vali á kvikmyndum og kvikmyndagerðarmönnum ársins sé að mörgu leyti svipað því sem gengur og gerist í bandarískri pólitík. Meðlimir Óskarsverðlaunaakademíunnar er rúmlega sex þúsund talsins.MYND/APSamkvæmt útreikningum Silvers er ljóst að kvikmyndin Argo mun hreppa eftirsóttustu verðlaun kvikmyndaiðnaðarins í ár. Silver rökstyður þessar niðurstöður með vísan í gott gengi myndarinnar á kvikmynda- og verðlaunahátíðum víða um heim. Þegar kemur að vali á leikstjóra ársins eru niðurstöðurnar nokkuð óljósar. Svo virðist sem að baráttan sé á milli Steve Spielbergs, fyrir kvikmyndina Lincoln, og Ang Lee fyrir Life of Pi. Þá hreppir breski stórleikarinn Daniel Day-Lewis verðlaun fyrir hlutverk sitt í Lincoln og leikkonan Jennifer Lawrence gerir slíkt hið sama fyrir leik í kvikmyndinni Silver Linings Playbook. Aukaleikarar ársins, samkvæmt formúlu Silvers, eru þau Tommy Lee Jones fyrir Lincoln og Anne Hathaway fyrir Les Misérables.
Menning Tengdar fréttir Daniel Day Lewis getur brotið blað í kvikmyndasögunni Verðlaunaafhendingatímabilið í kvikmyndageiranum nær hámarki í kvöld þegar Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Hollywood. 24. febrúar 2013 19:52 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Daniel Day Lewis getur brotið blað í kvikmyndasögunni Verðlaunaafhendingatímabilið í kvikmyndageiranum nær hámarki í kvöld þegar Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Hollywood. 24. febrúar 2013 19:52