Illa brenndur eftir viðskipti við Sól 101 Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. júní 2013 15:00 Steinar Thorberg skaðbrenndist í sólarbekk á sólbaðsstofu í miðbænum Fréttablaðið/Valli Steinar Thorberg sólgleraugnasölumaður skaðbrenndist í sólarbekk á sólbaðstofunni Sól 101, við Aðalstræti í Reykjavík, í gær. Steinar lýsti atburðarrásinni þannig að hann hefði ákveðið að fara í ljós í fyrsta sinn í 22 ár, og gekk inn á umrædda sólbaðsstofu þar sem honum var gert að ganga inn í einn bekkinn. „Mér var sagt að bekknum yrði stjórnað úr afgreiðslunni,“ sagði Steinar sem lá í bekknum í 20 mínútur og kenndi sér ekki meins. „En mér fannst athugavert að ég hefði ekki fengið nein hlífðargleraugu,“ sagði Steinar jafnframt. Þegar Steinar var kominn heim fór hann að finna fyrir óþægindum. „Ég bar á mig græðandi smyrsl og fór í kalda sturtu, en allt kom fyrir ekki og óþægindin ágerðust,“ sagði Steinar. Fyrr en varði var Steinar orðinn nánast blindur fyrir bólgu í augum hans og sársaukinn var orðinn gríðarlegur að eigin sögn. Steinar ákvað þá að leita á spítala vegna verkjanna sem brunanum fylgdu. „Ég er búin að vera að fá morfín í æð. Þetta er búið að vera alveg hrikalega sársaukafullt,“ hélt Steinar áfram. „Ég ætla í mál við þessa sólbaðsstofu. Þetta er ekki í lagi. Ég bjó í Las Vegas í mörg ár og er vanur sólinni. Þetta eru einhver mistök af þeirra hálfu,“ bætti Steinar við. Bruninn sem Steinar hlaut er talinn vera á milli fyrsta og annars stigs bruna. Sólbaðsstofan Sól 101 harmar þetta atvik og hafði ekki heyrt frá Steinari þegar fréttastofa 365 ræddi við forsvarsmenn hennar. „Við vissum ekki af þessu. Ég man eftir þessum manni. Hann sagði við okkur að hann hefði ekki farið í ljós í langan tíma, en hann var dökkur á að líta og fór í venjulegan bekk í 20 mínútur eins og venjan er. Ég er alveg miður mín yfir þessu,“ sagði Rakel Ás Halldórsdóttir, rekstrarstjóri Sól 101. Illa brunninn. Fréttablaðið/Valli Með morfín í æð. Steinar þurfti að fá morfín í æð til að lina kvalirnar.Fréttablaðið/Valli Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Steinar Thorberg sólgleraugnasölumaður skaðbrenndist í sólarbekk á sólbaðstofunni Sól 101, við Aðalstræti í Reykjavík, í gær. Steinar lýsti atburðarrásinni þannig að hann hefði ákveðið að fara í ljós í fyrsta sinn í 22 ár, og gekk inn á umrædda sólbaðsstofu þar sem honum var gert að ganga inn í einn bekkinn. „Mér var sagt að bekknum yrði stjórnað úr afgreiðslunni,“ sagði Steinar sem lá í bekknum í 20 mínútur og kenndi sér ekki meins. „En mér fannst athugavert að ég hefði ekki fengið nein hlífðargleraugu,“ sagði Steinar jafnframt. Þegar Steinar var kominn heim fór hann að finna fyrir óþægindum. „Ég bar á mig græðandi smyrsl og fór í kalda sturtu, en allt kom fyrir ekki og óþægindin ágerðust,“ sagði Steinar. Fyrr en varði var Steinar orðinn nánast blindur fyrir bólgu í augum hans og sársaukinn var orðinn gríðarlegur að eigin sögn. Steinar ákvað þá að leita á spítala vegna verkjanna sem brunanum fylgdu. „Ég er búin að vera að fá morfín í æð. Þetta er búið að vera alveg hrikalega sársaukafullt,“ hélt Steinar áfram. „Ég ætla í mál við þessa sólbaðsstofu. Þetta er ekki í lagi. Ég bjó í Las Vegas í mörg ár og er vanur sólinni. Þetta eru einhver mistök af þeirra hálfu,“ bætti Steinar við. Bruninn sem Steinar hlaut er talinn vera á milli fyrsta og annars stigs bruna. Sólbaðsstofan Sól 101 harmar þetta atvik og hafði ekki heyrt frá Steinari þegar fréttastofa 365 ræddi við forsvarsmenn hennar. „Við vissum ekki af þessu. Ég man eftir þessum manni. Hann sagði við okkur að hann hefði ekki farið í ljós í langan tíma, en hann var dökkur á að líta og fór í venjulegan bekk í 20 mínútur eins og venjan er. Ég er alveg miður mín yfir þessu,“ sagði Rakel Ás Halldórsdóttir, rekstrarstjóri Sól 101. Illa brunninn. Fréttablaðið/Valli Með morfín í æð. Steinar þurfti að fá morfín í æð til að lina kvalirnar.Fréttablaðið/Valli
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira