Craig, sem hefur túlkað spæjarann í síðustu þremur myndum og á tvær eftir samkvæmt samningi, er 45 ára og eru framleiðendurnir sagðir vera þegar farnir að líta í kringum sig eftir arftaka hans.
Hardy, sem varð 36 ára á sunnudaginn, hefur að sögn Daily Star áhuga á hlutverkinu og rennur viðtal sem tekið var við hann í fyrra stoðum undir það. Þar sagðist hann til dæmis vera meira en til í að leika spæjarann og nefndi þar félaga sinn, leikstjórann Christopher Nolan, sem óskaleikstjóra ef til þess kæmi.
