Innlent

Fengu afsláttinn í Toys R' Us og fögnuðu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Viðskiptavinir Toys R'Us voru þungir á brún þegar þeir mættu í morgun en glöddust þegar leystist úr málinu.
Viðskiptavinir Toys R'Us voru þungir á brún þegar þeir mættu í morgun en glöddust þegar leystist úr málinu.
Verslunarstjóri Toys R‘Us á Korputorgi Örvar Birkir Eiríksson segir enga viðskiptavini hafa verið svikna um afslátt, auglýsing á svokallaðri tax free helgi hafi byggst á misskilingi. Vísir fjallaði um málið í morgun en þá leit út fyrir að ekki væri hægt að veita viðskiptavinum þann afslátt sem auglýstur hafði verið. 

„Við auglýstum mjög skýrt að afslátturinn væri bara á laugardaginn en að Korputorg auglýsti að hann væri alla helgina.“ Þetta var því klúður sem var leiðrétt um leið og hann náði í finnskan sölustjóra Toys R‘Us á Íslandi.

„Hér eru því allir glaðir og kátir núna. Við viljum náttúrulega bara að fólk geti keypt jólagjafirnar sínar,“ segir Örvar en að hans sögn fögnuðu viðskiptavinir búðarinnar með lófataki þegar í ljós kom að einnig yrði gefinn afsláttur af vörum búðarinnar í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×