Viðskiptavinir sviknir um afslátt Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 27. október 2013 13:19 Fjölmargir lögðu leið sína í Korputorg til þess að nýta sér tax free afslátt. Mynd/Elín „Fólk er öskureitt,“ segir Elín Guðrúnardóttir, en hún hugðist í hádeginu nýta sér auglýstan afslátt Toys R‘ Us. Korputorg hafði auglýst svokallaða tax free helgi í öllum verslunum sínum yfir helgina. Þá gefa búðir afslátt sem nemur um tuttugu prósenta verðlækkun. „En nú er miði á hurðinni sem á stendur: Tax free afsláttur gildir ekki í dag hjá okkur í Toys R‘Us,“ segir Elín. Að hennar sögn komu fjölmargir í búðina, sem opnaði klukkan 12, í því skyni að versla jólagjafir og margir utan af landi. „Starfsmennirnir hér yppa bara öxlum og segja að Korputorg hafi auglýst fyrir þeirra hönd og að þau ætli ekki að taka ábyrgð á þessu,“ segir Elín. Sá sem ræður yfir afslættinum er í útlöndum og bíða nú starfsmenn eftir símtali frá þeim aðila. „Verslunarstjóri segist ekki getað tekið ábyrgð á þessu, hann hafi ekki leyfi til þess.“ Hún spyr hvort ekki þurfi að bregðast eitthvað við þessu, það stoði ekki að yppa bara öxlum. „Það er verið að vinna í þessu,“ sagði verslunarstjórinn þegar Vísir náði af honum tali. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið. Í auglýsingu sem birtist á vefsíðu Korputorgs segir: „Helgina 26. - 27.október eru Tax Free dagar á Korputorgi. Tax Free gildir hvorki í Bónus né af gæludýrafóðri hjá Gæludýr.is. Toys'R'us býður Tax Free 26. og 27. október. Tax Free gildir aðeins af smávöru hjá Útilegumanninum. Tax Free jafngildir 20,32% afslætti nema annað sé tekið fram. Allar verslanir greiða sinn virðisaukaskatt, en bjóða afslátt sem honum nemur.“ Uppfært: Verslunarstjóri búðarinnar segist hafa náð í sölustjóra og að málið sé leyst. Nánar hér. Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Fólk er öskureitt,“ segir Elín Guðrúnardóttir, en hún hugðist í hádeginu nýta sér auglýstan afslátt Toys R‘ Us. Korputorg hafði auglýst svokallaða tax free helgi í öllum verslunum sínum yfir helgina. Þá gefa búðir afslátt sem nemur um tuttugu prósenta verðlækkun. „En nú er miði á hurðinni sem á stendur: Tax free afsláttur gildir ekki í dag hjá okkur í Toys R‘Us,“ segir Elín. Að hennar sögn komu fjölmargir í búðina, sem opnaði klukkan 12, í því skyni að versla jólagjafir og margir utan af landi. „Starfsmennirnir hér yppa bara öxlum og segja að Korputorg hafi auglýst fyrir þeirra hönd og að þau ætli ekki að taka ábyrgð á þessu,“ segir Elín. Sá sem ræður yfir afslættinum er í útlöndum og bíða nú starfsmenn eftir símtali frá þeim aðila. „Verslunarstjóri segist ekki getað tekið ábyrgð á þessu, hann hafi ekki leyfi til þess.“ Hún spyr hvort ekki þurfi að bregðast eitthvað við þessu, það stoði ekki að yppa bara öxlum. „Það er verið að vinna í þessu,“ sagði verslunarstjórinn þegar Vísir náði af honum tali. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið. Í auglýsingu sem birtist á vefsíðu Korputorgs segir: „Helgina 26. - 27.október eru Tax Free dagar á Korputorgi. Tax Free gildir hvorki í Bónus né af gæludýrafóðri hjá Gæludýr.is. Toys'R'us býður Tax Free 26. og 27. október. Tax Free gildir aðeins af smávöru hjá Útilegumanninum. Tax Free jafngildir 20,32% afslætti nema annað sé tekið fram. Allar verslanir greiða sinn virðisaukaskatt, en bjóða afslátt sem honum nemur.“ Uppfært: Verslunarstjóri búðarinnar segist hafa náð í sölustjóra og að málið sé leyst. Nánar hér.
Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira