Ókurteisi við kassastarfsmenn matvöruverslana Elísabet Hall skrifar 27. október 2013 19:30 DV birti umfjöllun í vikunni þar sem viðskiptavinur Bónus í Holtagörðum segir frá búðarferð sinni í verslunina þar sem hann beið eftir afgreiðslu. Hún hafi þar orðið vitni að samtali tveggja annarra viðskiptavina við afgreiðslustúlku sem afgreiddi þau við kassann en hún hafi ekki verið meira en sextán eða sautján ára gömul. Viðskiptavinirnir voru hortugir og dónalegir við stúlkuna sem fól andlitið í höndum sér og grét eftir að viðskiptunum lauk. Starfsmenn búðarinnar voru slegnir yfir framkomu parsins enda höfðu flestir heyrt hvað fram fór þeirra á milli. En er algengt að starfsmenn verslana verði fyrir barðinu á ókurteisum viðskiptavinum? „Fólk er á móti því af því að það eru útlendingar að vinna. Eins og til dæmis kom maður til mín og spurði mig hvort ég væri útlendingur. Ég sagði honum að ég væri frá Bosníu og hann sagði að ég talaði mjög góða íslensku. Svo spurði hann mig hvort ég vildi ekki skipta yfir í íslenskt nafn. Þetta eyðileggur rosalega daginn fyrir manni. Þetta lætur manni líða illa.“ „Það kom inn einn maður sem bullaði eitthvað við mig af því að hann vissi að ég talaði ekki svo mikla íslensku.“ „Ég hef oft lent í því að fólk kemur til mín og segir mér að útlendingahyski sé að taka störfin frá okkur. Það kom maður til mín um daginn og sagði að hann væri ánægður að það væri loksins kominn Íslendingur á kassann. Þessir útlendingar ættu bara að drulla sér úr landinu okkar. Fólk er ekki að fatta að við erum manneskjur. Við erum bara á kassanum og fólk gleymir okkur stundum.“ Ólafía Björk Rafnsdóttir, formaður VR, sagði í samtali við Fréttastofu að svona mál væru litin alvarlegum augum og að farið hafi verið af stað með herferðina þeirra vegna svona mál. Jólin séu alltaf álagstími á starfsfólki verslana og mikilvægt sé að fólk passi framkomu sína. VR hefur nú aftur auglýsingaherferð sína í sjónvarpi til að endurvekja athygli fólks á þessum neikvæðu hliðum á störfum verslunarfólks. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
DV birti umfjöllun í vikunni þar sem viðskiptavinur Bónus í Holtagörðum segir frá búðarferð sinni í verslunina þar sem hann beið eftir afgreiðslu. Hún hafi þar orðið vitni að samtali tveggja annarra viðskiptavina við afgreiðslustúlku sem afgreiddi þau við kassann en hún hafi ekki verið meira en sextán eða sautján ára gömul. Viðskiptavinirnir voru hortugir og dónalegir við stúlkuna sem fól andlitið í höndum sér og grét eftir að viðskiptunum lauk. Starfsmenn búðarinnar voru slegnir yfir framkomu parsins enda höfðu flestir heyrt hvað fram fór þeirra á milli. En er algengt að starfsmenn verslana verði fyrir barðinu á ókurteisum viðskiptavinum? „Fólk er á móti því af því að það eru útlendingar að vinna. Eins og til dæmis kom maður til mín og spurði mig hvort ég væri útlendingur. Ég sagði honum að ég væri frá Bosníu og hann sagði að ég talaði mjög góða íslensku. Svo spurði hann mig hvort ég vildi ekki skipta yfir í íslenskt nafn. Þetta eyðileggur rosalega daginn fyrir manni. Þetta lætur manni líða illa.“ „Það kom inn einn maður sem bullaði eitthvað við mig af því að hann vissi að ég talaði ekki svo mikla íslensku.“ „Ég hef oft lent í því að fólk kemur til mín og segir mér að útlendingahyski sé að taka störfin frá okkur. Það kom maður til mín um daginn og sagði að hann væri ánægður að það væri loksins kominn Íslendingur á kassann. Þessir útlendingar ættu bara að drulla sér úr landinu okkar. Fólk er ekki að fatta að við erum manneskjur. Við erum bara á kassanum og fólk gleymir okkur stundum.“ Ólafía Björk Rafnsdóttir, formaður VR, sagði í samtali við Fréttastofu að svona mál væru litin alvarlegum augum og að farið hafi verið af stað með herferðina þeirra vegna svona mál. Jólin séu alltaf álagstími á starfsfólki verslana og mikilvægt sé að fólk passi framkomu sína. VR hefur nú aftur auglýsingaherferð sína í sjónvarpi til að endurvekja athygli fólks á þessum neikvæðu hliðum á störfum verslunarfólks.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira