Óskarsverðlaunin voru veitt í 85. sinn á sunnudag. Flest verðlaun féllu í skaut kvikmyndarinnar Life of Pi, alls fern verðlaun. Argo og Les Misérables hlutu þrenn verðlaun hvor og Django Unchained, Lincoln og Skyfall fengu tvenn verðlaun hver.
Leiklistarverðlaunin hrepptu Daniel Day-Lewis fyrir hlutverk sitt sem Lincoln, Jennifer Lawrence fyrir hlutverk sitt í Silver Linings Playbook, Anne Hathaway fyrir leik sinn í Les Misérables og loks Christoph Waltz fyrir túlkun sína á Dr. King Schultz í Django Unchained.
