Skiptastjóri Milestone í mál við saksóknara Stígur Helgason skrifar 21. febrúar 2013 07:00 Grímur Sigurðsson og Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari Skiptastjóri þrotabús Milestone hefur höfðað mál á hendur embætti Sérstaks saksóknara í því skyni að fá afhent gögn úr rannsóknum tengdum félaginu. Saksóknari hefur neitað að afhenda gögnin, sem skiptastjórinn telur að geti nýst honum við eigin málarekstur. Skiptastjórinn, Grímur Sigurðsson, hefur staðið í margvíslegum málaferlum gegn fyrrverandi stjórnendum Milestone og félögum þeim tengdum. Hann hefur höfðað um tug mála, meðal annars gegn Wernersbörnunum Karli, Steingrími og Ingunni, til að freista þess að fá hinum og þessum gerningum og greiðslum rift. Í þeim málum eru milljarðar króna undir. Til að liðka fyrir sér í rekstri málanna og undirbyggja þau betur fór Grímur fram á það við sérstakan saksóknara að hann fengi afhent öll gögn úr sakamálarannsóknum sem tengdust Milestone – ekki bara þau sem lagt var hald á í húsleitum hjá Milestone og þegar hafa verið afhent, heldur einnig afrit af skýrslutökum, tölvupóst, samantektir rannsakenda og hvaðeina annað sem aflað hefur verið við rannsóknirnar. Hann vísaði í 82. grein gjaldþrotalaga, sem kveður meðal annars á um að opinberum stofnunum sé „skylt að veita skiptastjóra þær upplýsingar og láta honum í té þau gögn um málefni búsins sem hann krefst". Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að ágreiningurinn standi um það hversu vítt beri að túlka þetta ákvæði. „Við höfum litið svo á að þetta ákvæði í gjaldþrotalögunum eigi ekki við um gögn sakamála," segir hann. „Ég held að það sé ágætt að menn fái hreinar línur í þetta og að réttaróvissunni verði eytt, sérstaklega eftir málið sem kom upp varðandi mennina sem voru kærðir hér," bætir Ólafur við, með vísan til máls Jóns Óttars Ólafssonar og Guðmundar Hauks Gunnarssonar, sem voru kærðir fyrir að selja til þrotabús Milestone upplýsingar sem þeir öfluðu sér í störfum sínum hjá Sérstökum saksóknara. Málið var látið niður falla. Að sögn Ólafs snýr beiðni Gríms að gögnum úr svokölluðu Vafningsmáli, gegn Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni, en einnig öðrum málum sem kunna að tengjast Milestone. „Þetta er býsna víðtæk beiðni," segir hann. Grímur vill ekki tjá sig um málið. „Það verður bara afgreitt fyrir dómstólum," segir hann. Dómsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Skiptastjóri þrotabús Milestone hefur höfðað mál á hendur embætti Sérstaks saksóknara í því skyni að fá afhent gögn úr rannsóknum tengdum félaginu. Saksóknari hefur neitað að afhenda gögnin, sem skiptastjórinn telur að geti nýst honum við eigin málarekstur. Skiptastjórinn, Grímur Sigurðsson, hefur staðið í margvíslegum málaferlum gegn fyrrverandi stjórnendum Milestone og félögum þeim tengdum. Hann hefur höfðað um tug mála, meðal annars gegn Wernersbörnunum Karli, Steingrími og Ingunni, til að freista þess að fá hinum og þessum gerningum og greiðslum rift. Í þeim málum eru milljarðar króna undir. Til að liðka fyrir sér í rekstri málanna og undirbyggja þau betur fór Grímur fram á það við sérstakan saksóknara að hann fengi afhent öll gögn úr sakamálarannsóknum sem tengdust Milestone – ekki bara þau sem lagt var hald á í húsleitum hjá Milestone og þegar hafa verið afhent, heldur einnig afrit af skýrslutökum, tölvupóst, samantektir rannsakenda og hvaðeina annað sem aflað hefur verið við rannsóknirnar. Hann vísaði í 82. grein gjaldþrotalaga, sem kveður meðal annars á um að opinberum stofnunum sé „skylt að veita skiptastjóra þær upplýsingar og láta honum í té þau gögn um málefni búsins sem hann krefst". Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að ágreiningurinn standi um það hversu vítt beri að túlka þetta ákvæði. „Við höfum litið svo á að þetta ákvæði í gjaldþrotalögunum eigi ekki við um gögn sakamála," segir hann. „Ég held að það sé ágætt að menn fái hreinar línur í þetta og að réttaróvissunni verði eytt, sérstaklega eftir málið sem kom upp varðandi mennina sem voru kærðir hér," bætir Ólafur við, með vísan til máls Jóns Óttars Ólafssonar og Guðmundar Hauks Gunnarssonar, sem voru kærðir fyrir að selja til þrotabús Milestone upplýsingar sem þeir öfluðu sér í störfum sínum hjá Sérstökum saksóknara. Málið var látið niður falla. Að sögn Ólafs snýr beiðni Gríms að gögnum úr svokölluðu Vafningsmáli, gegn Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni, en einnig öðrum málum sem kunna að tengjast Milestone. „Þetta er býsna víðtæk beiðni," segir hann. Grímur vill ekki tjá sig um málið. „Það verður bara afgreitt fyrir dómstólum," segir hann.
Dómsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira