Áratuga löng barátta um Vatnsenda: Hvað tekur nú við? Helga Arnardóttir skrifar 4. maí 2013 13:23 Vatnsendi. Myndin er úr safni. Réttarstaða afkomenda Sigurðar Hjaltested heitins, eiganda Vatnsenda jarðarinnar í Kópavogsbæ, hefur skýrst verulega eftir niðurstöðu Hæstaréttar í gær. Þetta er álit lögmanns afkomenda Sigurðar sem vill engu spá um framhald málsins. Deilur um jörðina Vatnsenda í Kópavogi hafa staðið yfir í fjörutíu og fimm ár og miklir fjárhagslegir hagsmunir verið undir. Auk þess hefur jörðin verið eitt aðal byggingarland Kópavogsbæjar síðustu ár og Þorsteinn Hjaltested haft miklar tekjur af. Í gær komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að jörðin væri ekki réttmæt eign Þorsteins Hjaltested, systkina hans og móður, heldur dánarbús afa hans, Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested, sem lést árið 1966. Hæstiréttur staðfesti með þessu niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum hennar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús, elsti sonur Sigurðar, fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést 1966 samkvæmt skilmálum erfðaskrárinnar. Önnur börn Sigurðar fengu ekki afnot af jörðinni og afkomendur Magnúsar, sem er Þorsteinn Hjaltested meðal annarra, fengu svo jörðina í sínar hendur. Sigmundur Hannesson er lögmaður afkomenda Sigurðar Hjaltested sem sóttu málið upphaflega . Hann segir þetta flókna mál hafa staðið lengi yfir. „Það má kannski orða það svo að réttarstaða afkomenda Sigurðar hefur skýrst verulega en ég tel hana vera mjög sterka eftir niðurstöðu Hæstaréttar," segir Sigmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir Þorstein Hjaltested, elsta son Magnúsar Sigurðssonar, hafa stöðu eins erfingja í þessu dánarbúi en Hæstiréttur hafi staðfest að Magnús, faðir Þorsteins, hafi eingöngu haft búseturétt á jörðinni en ekki beinan eignarétt. „Það er búið að taka eignarnámi og greiða gífurlega fjármuni vegna Vatnsendans frá Kópavogsbæ til Þorsteins Hjaltested ábúandans og umráðamanns jarðarinnar og áður föður hans Magnúsar, þannig að þetta þarf að skoða allt saman." En hvað tekur við eftir dóminn að mati Sigmundar? „Núna er komin staðfesting á því að raunverulegur eignaréttur liggur hjá þessu gamla dánarbúi. Síðan á eflaust eftir að velta því fyrir sér hvernig hægt verður að greiða úr því. Í ljósi þess að dómsniðurstaða er fengin þá mun væntanlega skiptastjóri kalla til skiptafundar og meta stöðuna með erfingjunum í framhaldinu.“ Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Réttarstaða afkomenda Sigurðar Hjaltested heitins, eiganda Vatnsenda jarðarinnar í Kópavogsbæ, hefur skýrst verulega eftir niðurstöðu Hæstaréttar í gær. Þetta er álit lögmanns afkomenda Sigurðar sem vill engu spá um framhald málsins. Deilur um jörðina Vatnsenda í Kópavogi hafa staðið yfir í fjörutíu og fimm ár og miklir fjárhagslegir hagsmunir verið undir. Auk þess hefur jörðin verið eitt aðal byggingarland Kópavogsbæjar síðustu ár og Þorsteinn Hjaltested haft miklar tekjur af. Í gær komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að jörðin væri ekki réttmæt eign Þorsteins Hjaltested, systkina hans og móður, heldur dánarbús afa hans, Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested, sem lést árið 1966. Hæstiréttur staðfesti með þessu niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum hennar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús, elsti sonur Sigurðar, fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést 1966 samkvæmt skilmálum erfðaskrárinnar. Önnur börn Sigurðar fengu ekki afnot af jörðinni og afkomendur Magnúsar, sem er Þorsteinn Hjaltested meðal annarra, fengu svo jörðina í sínar hendur. Sigmundur Hannesson er lögmaður afkomenda Sigurðar Hjaltested sem sóttu málið upphaflega . Hann segir þetta flókna mál hafa staðið lengi yfir. „Það má kannski orða það svo að réttarstaða afkomenda Sigurðar hefur skýrst verulega en ég tel hana vera mjög sterka eftir niðurstöðu Hæstaréttar," segir Sigmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir Þorstein Hjaltested, elsta son Magnúsar Sigurðssonar, hafa stöðu eins erfingja í þessu dánarbúi en Hæstiréttur hafi staðfest að Magnús, faðir Þorsteins, hafi eingöngu haft búseturétt á jörðinni en ekki beinan eignarétt. „Það er búið að taka eignarnámi og greiða gífurlega fjármuni vegna Vatnsendans frá Kópavogsbæ til Þorsteins Hjaltested ábúandans og umráðamanns jarðarinnar og áður föður hans Magnúsar, þannig að þetta þarf að skoða allt saman." En hvað tekur við eftir dóminn að mati Sigmundar? „Núna er komin staðfesting á því að raunverulegur eignaréttur liggur hjá þessu gamla dánarbúi. Síðan á eflaust eftir að velta því fyrir sér hvernig hægt verður að greiða úr því. Í ljósi þess að dómsniðurstaða er fengin þá mun væntanlega skiptastjóri kalla til skiptafundar og meta stöðuna með erfingjunum í framhaldinu.“
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira