Sonurinn fær ekki grænmetisfæði í leikskólanum Valur Grettisson skrifar 28. september 2013 07:30 Sigrún Jóelsdóttir, móðir drengsins sem fær ekki grænmetisfæði á leikskólanum. „Þetta er skrítið viðhorf,“ segir Sigrún Jóelsdóttir, en þriggja ára sonur hennar fær ekki grænmetisfæði á leikskóla sínum í Kópavogi. Deildarstjóri leikskólasviðs Kópavogsbæjar staðfestir að ekki sé komið til móts við foreldra sem óska eftir því að börnin sín fái grænmetisfæði að öðru leyti en að foreldrum er boðið að senda börnin með nesti í skólann. „Ég er í fyrsta lagi hissa, enda þykir þetta ekki tiltökumál víðast annars staðar. Og er náttúrulega hluti af því að samþykkja ólíkan lífsstíl fólks,“ segir Sigrún um stefnu Kópavogsbæjar í þessum málum. Sigrún brást við með því að senda bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar bréf um þetta efni. Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins, lagði því fram fyrirspurn á síðasta bæjarráðsfundi þar sem hann spurði hvort það væri rétt að leikskólastjórum væri ekki heimilt að bjóða grænmetisfæði ef foreldrar óskuðu eftir því sérstaklega, en það eru meðal annars svörin sem Sigrún hefur fengið. Í samtali við deildarstjóra leikskólasviðs Kópavogsbæjar, Sesselju Hauksdóttur, kemur fram að samkvæmt handbók skólastjórnenda sé þetta frekar regla heldur en undantekning. „Ef sérþarfir valda miklum tilkostnaði eða mikilli vinnu matráðs, þá skulu foreldar koma með mat að hluta til eða öllu leyti í skólann fyrir barnið,“ segir Sesselja. Hún segir að matargjald sé síðan endurskoðað í svona tilvikum. Sesselja segir þó afar fátítt að foreldrar óski eftir því að börnin fái eingöngu grænmetisfæði: „þetta er allavega í fyrsta skiptið í 22 ár sem ég heyri af slíku,“ segir hún. Sesselja útilokar þó ekki að foreldrar hafi komist að samkomulagi við einhverja leikskóla vegna fæðismála, það sé leikskólastjóra að meta slíkt í hvert skipti. Í handbók fyrir skólastjórnendur séu reglurnar þó nokkuð skýrar; foreldrar þurfa að koma með matinn að heiman. „Þetta er furðuleg stefna sveitarfélags,“ segir Sigvaldi Ástríðarson, formaður Samtaka grænmetisæta, en hann segir stjórn samtakanna munu koma mótmælum á framfæri við Kópavogsbæ á næstunni vegna málsins. „Þetta sýnir auðvitað ákveðið skilningsleysi á aðstæðum grænmetisæta og það sem verra er þá fer sá skilningur þverrandi að auki,“ segir Sigvaldi. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Þetta er skrítið viðhorf,“ segir Sigrún Jóelsdóttir, en þriggja ára sonur hennar fær ekki grænmetisfæði á leikskóla sínum í Kópavogi. Deildarstjóri leikskólasviðs Kópavogsbæjar staðfestir að ekki sé komið til móts við foreldra sem óska eftir því að börnin sín fái grænmetisfæði að öðru leyti en að foreldrum er boðið að senda börnin með nesti í skólann. „Ég er í fyrsta lagi hissa, enda þykir þetta ekki tiltökumál víðast annars staðar. Og er náttúrulega hluti af því að samþykkja ólíkan lífsstíl fólks,“ segir Sigrún um stefnu Kópavogsbæjar í þessum málum. Sigrún brást við með því að senda bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar bréf um þetta efni. Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins, lagði því fram fyrirspurn á síðasta bæjarráðsfundi þar sem hann spurði hvort það væri rétt að leikskólastjórum væri ekki heimilt að bjóða grænmetisfæði ef foreldrar óskuðu eftir því sérstaklega, en það eru meðal annars svörin sem Sigrún hefur fengið. Í samtali við deildarstjóra leikskólasviðs Kópavogsbæjar, Sesselju Hauksdóttur, kemur fram að samkvæmt handbók skólastjórnenda sé þetta frekar regla heldur en undantekning. „Ef sérþarfir valda miklum tilkostnaði eða mikilli vinnu matráðs, þá skulu foreldar koma með mat að hluta til eða öllu leyti í skólann fyrir barnið,“ segir Sesselja. Hún segir að matargjald sé síðan endurskoðað í svona tilvikum. Sesselja segir þó afar fátítt að foreldrar óski eftir því að börnin fái eingöngu grænmetisfæði: „þetta er allavega í fyrsta skiptið í 22 ár sem ég heyri af slíku,“ segir hún. Sesselja útilokar þó ekki að foreldrar hafi komist að samkomulagi við einhverja leikskóla vegna fæðismála, það sé leikskólastjóra að meta slíkt í hvert skipti. Í handbók fyrir skólastjórnendur séu reglurnar þó nokkuð skýrar; foreldrar þurfa að koma með matinn að heiman. „Þetta er furðuleg stefna sveitarfélags,“ segir Sigvaldi Ástríðarson, formaður Samtaka grænmetisæta, en hann segir stjórn samtakanna munu koma mótmælum á framfæri við Kópavogsbæ á næstunni vegna málsins. „Þetta sýnir auðvitað ákveðið skilningsleysi á aðstæðum grænmetisæta og það sem verra er þá fer sá skilningur þverrandi að auki,“ segir Sigvaldi.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent