Segir enga spennu á milli hátíðanna Kristjana Arnarsdóttir skrifar 28. september 2013 21:45 „Það var einhver aktívismi í gangi fyrir framan Laugardalshöllina en það var ekkert á okkar vegum. Við héldum bara okkar eigin hátíð á okkar vegum í Þróttaraheimilinu," segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna '78, en mannréttindahátíð samtakanna, Glæstar vonir, fór fram í dag á sama degi og hin umdeilda Hátíð vonar. Fregnir bárust af því að spenna hefði myndast á milli hátíðargestanna en Anna Pála segir ekkert til í því. Mikil umræða hefur verið um Hátíð Vonar síðan ljóst var að predikarinn Franklin Graham yrði viðstaddur hátíðina, en Graham er umdeildur vegna skoðana sinna á samkynhneigð. Að sögn hátíðargesta og var fullt út úr dyrum í Laugardalshöllinni í kvöld. Regnbogabrautin aftur fjarlægðNú hefur gangbrautin við Laugardalshöll verið fjarlægð á nýjan leik.Mynd/Þorbjörn ÞórðarsonRegnbogabrautin sem lögð var í Laugardalnum í gær hefur einnig verið fjarlægð á nýjan leik. „Þetta finnst mér afskaplega dularfullt. Nú er tvisvar búið að setja hana upp og hún svo fjarlægð í tvígang. Eftir alla þessa fjölmiðlaumfjöllun hefur öllum verið ljóst að þetta var á vegum Reykjavíkurborgar svo það verður afar athyglisvert að sjá hver var þarna að verki," segir Anna Pála jafnframt.Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir dapurlegt að regnbogabrautin fái ekki að vera í friði.„Þegar við settum þetta upp í seinna skiptið þá settum við filmur sem sérstaklega eru ætlaðar til þess að festa þetta á malbik, svo ég held að það hafi þurft að hafa ansi mikið fyrir því að fjarlægja þetta. Spurður að því hvort til standi að setja brautina upp í þriðja skiptið segir Dagur að sé ekki farið að ræða þau mál enn sem komið er.„Það er sem þó öruggt er að við munum halda áfram að stuðla að litríkri og fallegri borg, þar sem allir eiga sitt rúm og sitt pláss, og þar sem borin er virðing fyrir náunganum." Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
„Það var einhver aktívismi í gangi fyrir framan Laugardalshöllina en það var ekkert á okkar vegum. Við héldum bara okkar eigin hátíð á okkar vegum í Þróttaraheimilinu," segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna '78, en mannréttindahátíð samtakanna, Glæstar vonir, fór fram í dag á sama degi og hin umdeilda Hátíð vonar. Fregnir bárust af því að spenna hefði myndast á milli hátíðargestanna en Anna Pála segir ekkert til í því. Mikil umræða hefur verið um Hátíð Vonar síðan ljóst var að predikarinn Franklin Graham yrði viðstaddur hátíðina, en Graham er umdeildur vegna skoðana sinna á samkynhneigð. Að sögn hátíðargesta og var fullt út úr dyrum í Laugardalshöllinni í kvöld. Regnbogabrautin aftur fjarlægðNú hefur gangbrautin við Laugardalshöll verið fjarlægð á nýjan leik.Mynd/Þorbjörn ÞórðarsonRegnbogabrautin sem lögð var í Laugardalnum í gær hefur einnig verið fjarlægð á nýjan leik. „Þetta finnst mér afskaplega dularfullt. Nú er tvisvar búið að setja hana upp og hún svo fjarlægð í tvígang. Eftir alla þessa fjölmiðlaumfjöllun hefur öllum verið ljóst að þetta var á vegum Reykjavíkurborgar svo það verður afar athyglisvert að sjá hver var þarna að verki," segir Anna Pála jafnframt.Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir dapurlegt að regnbogabrautin fái ekki að vera í friði.„Þegar við settum þetta upp í seinna skiptið þá settum við filmur sem sérstaklega eru ætlaðar til þess að festa þetta á malbik, svo ég held að það hafi þurft að hafa ansi mikið fyrir því að fjarlægja þetta. Spurður að því hvort til standi að setja brautina upp í þriðja skiptið segir Dagur að sé ekki farið að ræða þau mál enn sem komið er.„Það er sem þó öruggt er að við munum halda áfram að stuðla að litríkri og fallegri borg, þar sem allir eiga sitt rúm og sitt pláss, og þar sem borin er virðing fyrir náunganum."
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira