Ný íslensk tækni gæti sagt til um fyrirburafæðingar: "Eykur öryggi og sparar í heilbrigðiskerfinu" Hrund Þórsdóttir skrifar 18. nóvember 2013 20:00 Ásgeir Alexandersson, læknir og meistaranemi í heilbrigðisverkfræði í Háskólanum í Reykjavík, er hluti teymis sem stendur að verkefni sem snýst um að nota rafskaut til að fylgjast með rafvirkni í legi óléttra kvenna og greina þannig samdrætti. „Draumurinn er að reyna að finna leið til að greina konur sem eru í fyrirburafæðingum eða í hættu á þeim og ná að veita þeim meðferð fyrr til að koma í veg fyrir eða seinka fyrirburafæðingum,“ segir Ásgeir. Teymið hefur verið hluti af evrópskum rannsóknarhópi í fimm ár og er stórt alþjóðlegt fyrirtæki á sviði heilbrigðistækni komið inn í ferlið. Markmiðið er að tæknin verði hluti af búnaði sem framleiddur er fyrir fæðingardeildir og jafnvel einnig heilsugæslustöðvar. „Þetta myndi auka öryggi. Hjá fyrirburum er skaði eins og heilaskaði algengari og sum börnin lifa ekki af. Fyrirburafæðingar og umönnun fyrirbura er lík mjög dýr þannig að þessi tækni gæti vonandi fækkað þessum tilfellum og um leið sparað í heilbrigðiskerfinu.“ Tveggja daga gamall drengur, sem sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt, lét umræður um tækninýjungar ekkert trufla sig í dag, en ef verkefnið gengur vel hjá Ásgeiri og félögum gæti það stuðlað að fleiri heilbrigðum meðgöngum og fæðingum þegar fram í sækir. Og verður þetta á öllum fæðingardeildum í framtíðinni? „Ekki spurning,“ segir Ásgeir og brosir. „Vonandi alla vega. Það er draumurinn og það gæti gerst,“ segir hann. Í síðustu viku var undirritað samkomulag milli Háskólans í Reykjavík og Landspítalans um stofnun nýs rannsóknarseturs í heilbrigðisverkfræði. Þetta segir Ásgeir mjög mikilvægt, enda snúist greinin um að nýta aðferðir verkfræðinnar til að leysa hin ýmsu heilbrigðisvandamál. „Þetta er framtíðin og þetta verður bara meira og meira spennandi svið.“ Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Fleiri fréttir Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Sjá meira
Ásgeir Alexandersson, læknir og meistaranemi í heilbrigðisverkfræði í Háskólanum í Reykjavík, er hluti teymis sem stendur að verkefni sem snýst um að nota rafskaut til að fylgjast með rafvirkni í legi óléttra kvenna og greina þannig samdrætti. „Draumurinn er að reyna að finna leið til að greina konur sem eru í fyrirburafæðingum eða í hættu á þeim og ná að veita þeim meðferð fyrr til að koma í veg fyrir eða seinka fyrirburafæðingum,“ segir Ásgeir. Teymið hefur verið hluti af evrópskum rannsóknarhópi í fimm ár og er stórt alþjóðlegt fyrirtæki á sviði heilbrigðistækni komið inn í ferlið. Markmiðið er að tæknin verði hluti af búnaði sem framleiddur er fyrir fæðingardeildir og jafnvel einnig heilsugæslustöðvar. „Þetta myndi auka öryggi. Hjá fyrirburum er skaði eins og heilaskaði algengari og sum börnin lifa ekki af. Fyrirburafæðingar og umönnun fyrirbura er lík mjög dýr þannig að þessi tækni gæti vonandi fækkað þessum tilfellum og um leið sparað í heilbrigðiskerfinu.“ Tveggja daga gamall drengur, sem sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt, lét umræður um tækninýjungar ekkert trufla sig í dag, en ef verkefnið gengur vel hjá Ásgeiri og félögum gæti það stuðlað að fleiri heilbrigðum meðgöngum og fæðingum þegar fram í sækir. Og verður þetta á öllum fæðingardeildum í framtíðinni? „Ekki spurning,“ segir Ásgeir og brosir. „Vonandi alla vega. Það er draumurinn og það gæti gerst,“ segir hann. Í síðustu viku var undirritað samkomulag milli Háskólans í Reykjavík og Landspítalans um stofnun nýs rannsóknarseturs í heilbrigðisverkfræði. Þetta segir Ásgeir mjög mikilvægt, enda snúist greinin um að nýta aðferðir verkfræðinnar til að leysa hin ýmsu heilbrigðisvandamál. „Þetta er framtíðin og þetta verður bara meira og meira spennandi svið.“
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Fleiri fréttir Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Sjá meira