Ný íslensk tækni gæti sagt til um fyrirburafæðingar: "Eykur öryggi og sparar í heilbrigðiskerfinu" Hrund Þórsdóttir skrifar 18. nóvember 2013 20:00 Ásgeir Alexandersson, læknir og meistaranemi í heilbrigðisverkfræði í Háskólanum í Reykjavík, er hluti teymis sem stendur að verkefni sem snýst um að nota rafskaut til að fylgjast með rafvirkni í legi óléttra kvenna og greina þannig samdrætti. „Draumurinn er að reyna að finna leið til að greina konur sem eru í fyrirburafæðingum eða í hættu á þeim og ná að veita þeim meðferð fyrr til að koma í veg fyrir eða seinka fyrirburafæðingum,“ segir Ásgeir. Teymið hefur verið hluti af evrópskum rannsóknarhópi í fimm ár og er stórt alþjóðlegt fyrirtæki á sviði heilbrigðistækni komið inn í ferlið. Markmiðið er að tæknin verði hluti af búnaði sem framleiddur er fyrir fæðingardeildir og jafnvel einnig heilsugæslustöðvar. „Þetta myndi auka öryggi. Hjá fyrirburum er skaði eins og heilaskaði algengari og sum börnin lifa ekki af. Fyrirburafæðingar og umönnun fyrirbura er lík mjög dýr þannig að þessi tækni gæti vonandi fækkað þessum tilfellum og um leið sparað í heilbrigðiskerfinu.“ Tveggja daga gamall drengur, sem sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt, lét umræður um tækninýjungar ekkert trufla sig í dag, en ef verkefnið gengur vel hjá Ásgeiri og félögum gæti það stuðlað að fleiri heilbrigðum meðgöngum og fæðingum þegar fram í sækir. Og verður þetta á öllum fæðingardeildum í framtíðinni? „Ekki spurning,“ segir Ásgeir og brosir. „Vonandi alla vega. Það er draumurinn og það gæti gerst,“ segir hann. Í síðustu viku var undirritað samkomulag milli Háskólans í Reykjavík og Landspítalans um stofnun nýs rannsóknarseturs í heilbrigðisverkfræði. Þetta segir Ásgeir mjög mikilvægt, enda snúist greinin um að nýta aðferðir verkfræðinnar til að leysa hin ýmsu heilbrigðisvandamál. „Þetta er framtíðin og þetta verður bara meira og meira spennandi svið.“ Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Ásgeir Alexandersson, læknir og meistaranemi í heilbrigðisverkfræði í Háskólanum í Reykjavík, er hluti teymis sem stendur að verkefni sem snýst um að nota rafskaut til að fylgjast með rafvirkni í legi óléttra kvenna og greina þannig samdrætti. „Draumurinn er að reyna að finna leið til að greina konur sem eru í fyrirburafæðingum eða í hættu á þeim og ná að veita þeim meðferð fyrr til að koma í veg fyrir eða seinka fyrirburafæðingum,“ segir Ásgeir. Teymið hefur verið hluti af evrópskum rannsóknarhópi í fimm ár og er stórt alþjóðlegt fyrirtæki á sviði heilbrigðistækni komið inn í ferlið. Markmiðið er að tæknin verði hluti af búnaði sem framleiddur er fyrir fæðingardeildir og jafnvel einnig heilsugæslustöðvar. „Þetta myndi auka öryggi. Hjá fyrirburum er skaði eins og heilaskaði algengari og sum börnin lifa ekki af. Fyrirburafæðingar og umönnun fyrirbura er lík mjög dýr þannig að þessi tækni gæti vonandi fækkað þessum tilfellum og um leið sparað í heilbrigðiskerfinu.“ Tveggja daga gamall drengur, sem sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt, lét umræður um tækninýjungar ekkert trufla sig í dag, en ef verkefnið gengur vel hjá Ásgeiri og félögum gæti það stuðlað að fleiri heilbrigðum meðgöngum og fæðingum þegar fram í sækir. Og verður þetta á öllum fæðingardeildum í framtíðinni? „Ekki spurning,“ segir Ásgeir og brosir. „Vonandi alla vega. Það er draumurinn og það gæti gerst,“ segir hann. Í síðustu viku var undirritað samkomulag milli Háskólans í Reykjavík og Landspítalans um stofnun nýs rannsóknarseturs í heilbrigðisverkfræði. Þetta segir Ásgeir mjög mikilvægt, enda snúist greinin um að nýta aðferðir verkfræðinnar til að leysa hin ýmsu heilbrigðisvandamál. „Þetta er framtíðin og þetta verður bara meira og meira spennandi svið.“
Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira