Enski boltinn

Nasri óánægður með ummæli Mancini

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Samir Nasri hefur lýst vonbrigðum sínum með ummæli Roberto Mancinni, knattspyrnustjóra Manchester City, sem sagðist stundum vilja kýla Nasri.

Nasri átti góðan leik þegar að City hafði betur gegn Newcastle, 4-0, í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann hefur þótt vera misjafn þetta tímabilið.

„Ég væri stundum til í að kýla hann. Leikmaður eins og hann ætti alltaf að spila svona vel," sagði Mancini eftir leikinn. Hann sagði líka að City-liðið væri að spila af 50 prósenta getu.

Nasri segði í viðtali við franska fjölmiðla að Mancini ætti stundum í vandræðum með að tjá sig á viðeigandi hátt á ensku.

„Ég held að þjálfarinn sé ekki sá besti í ensku og segi stundum hluti sem eru í raun ekki viðeigandi," sagði Nasri. „Ég veit vel að ég hef ekki átt gott tímabil enda er ég sjálfgagnrýninn. En það er ekki rétt að ég er að spila af 50 prósenta getu."

Nasri kom til City frá Arsenal á sínum tíma og lofaði sinn gamla knattspyrnustjóra. „Arsene Wenger er besti stjóri sem ég hef unnið með. Ef Wenger hefði verið hjá City hefðum við ef til vill getað forðast ýmis vandamál."


Tengdar fréttir

Mancini: Stundum langar mig að kýla Nasri

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, viðurkenndi í enskum fjölmiðlum að óstöðuleiki Samir Nasri, leikmanns Manchester City, gæti gert hann brjálaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×