Enski boltinn

Ótrúleg markvarsla Cech | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Petr Cech, markvörður Chelsea, var stoltur og ánægður með markvörslu sína gegn Manchester United í bikarleik liðanna um helgina.

Chelsea vann leikinn, 1-0, og komst þar með áfram í undanúrslit keppninnar. Cech á stóran þátt í sigrinum, ekki síst þar sem að Chicharito náði góðum skalla að marki í seinni hálfleik sem Cech náði að verja.

„Þetta var frábær bolti frá kantinum og Javier gerði vel með því að stýra boltanum að marki," sagði Cech við enska fjölmiðla.

„Ég reyndi að bregðast við eins fljótt og ég gat og lét vinstri höndina um að vinna verkið. Ég reyndi að verjast á eins stóru svæði og ég gat og sem betur fer náði ég að teygja mig í boltann."

„Ég vissi að Javier yrði á þessum stað áður en sendingin kom. Ég vissi því að ég yrði að koma mér fljótt á réttan stað. Þetta var mikilvægt augnablik í leiknum og ég er viss um að margir voru búnir að sjá boltann í netinu."

„Ég hef fengið nokkur skilaboð frá öðrum leikmönnum og þjálfurum og frábært að fólk kunni að meta þessa markvörslu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×