Segir gagnrýni forsetans koma of seint Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. janúar 2013 18:40 Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði og fulltrúi í stjórnlagaráði. Gagnrýni forsetans á frumvarp um nýja stjórnarskrá kemur of seint fram að mati Þorvalds Gylfason sem sat í stjórnlagaráði. Hann segir rangt að nýja stjórnarskráin auki völd forsetans. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa lagt mikla áherslu á að afgreiðslu frumvarps um nýja stjórnarskrá ljúki á kjörtímabilinu. Síðast í gær sagði forsætisráðherra þetta mikilvægasta málið sem þyrfti að klára. Ekki náðist í hana í dag vegna málsins. Þorvaldur Gylfason sem sat í stjórnlagaráði segir gagnrýni forsetans á frumvarpið koma of seint fram. „Því hún hefði þurft að koma fram þegar þegar að stjórnalagaráð sat að störfum eða þegar að Alþingi var að fara yfir frumvarpið og Alþingi tók sér 9 mánuði til þess áður áður en það beindi spurningum til stjórnlagaráðs," segir Þorvaldur. Hann segir vilja þjóðarinnar skýran enda hafi málið fengið eins lýðræðislega meðferð eins og hugsast gat frá árinu 2009. Hann er ekki sammála þeirri túlkun forsetans að ný stjórnarskrá auki völd hans. Í frumvarpinu séu gerðar tvær höfuðbreytingar á hlutverki forseta Íslands. Annars vegar þurfi hann að deila málskotsréttinum með þjóðinni sem dragi úr áhrifavaldi hans og hins vegar fái hann eftirlitshlutverk með skipan embættismanna sem auki áhrif hans innan stjórnkerfisins. „Ég lít svo á að á heildina litið þá sé staða forsetans svipuð því sem hún hefur verið allan lýðveldistímann," segir hann. Þorvaldur segir Alþingi nú hafa ákveðið að efnislegri umræðu sé lokið og aðeins eftir breytingar á orðalagi. „Þá er bara orðið of seint að ætla að rífa lestina af teinunum. Lestin er komin á teinana og endir málsins er í augsýn og þá byrja menn ekki að þrefa um efnisatriði sem þeir hefðu átt að vera löngu búnir að vekja máls á ef þeim væri einhver alvara með því," segir hann. Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Gagnrýni forsetans á frumvarp um nýja stjórnarskrá kemur of seint fram að mati Þorvalds Gylfason sem sat í stjórnlagaráði. Hann segir rangt að nýja stjórnarskráin auki völd forsetans. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa lagt mikla áherslu á að afgreiðslu frumvarps um nýja stjórnarskrá ljúki á kjörtímabilinu. Síðast í gær sagði forsætisráðherra þetta mikilvægasta málið sem þyrfti að klára. Ekki náðist í hana í dag vegna málsins. Þorvaldur Gylfason sem sat í stjórnlagaráði segir gagnrýni forsetans á frumvarpið koma of seint fram. „Því hún hefði þurft að koma fram þegar þegar að stjórnalagaráð sat að störfum eða þegar að Alþingi var að fara yfir frumvarpið og Alþingi tók sér 9 mánuði til þess áður áður en það beindi spurningum til stjórnlagaráðs," segir Þorvaldur. Hann segir vilja þjóðarinnar skýran enda hafi málið fengið eins lýðræðislega meðferð eins og hugsast gat frá árinu 2009. Hann er ekki sammála þeirri túlkun forsetans að ný stjórnarskrá auki völd hans. Í frumvarpinu séu gerðar tvær höfuðbreytingar á hlutverki forseta Íslands. Annars vegar þurfi hann að deila málskotsréttinum með þjóðinni sem dragi úr áhrifavaldi hans og hins vegar fái hann eftirlitshlutverk með skipan embættismanna sem auki áhrif hans innan stjórnkerfisins. „Ég lít svo á að á heildina litið þá sé staða forsetans svipuð því sem hún hefur verið allan lýðveldistímann," segir hann. Þorvaldur segir Alþingi nú hafa ákveðið að efnislegri umræðu sé lokið og aðeins eftir breytingar á orðalagi. „Þá er bara orðið of seint að ætla að rífa lestina af teinunum. Lestin er komin á teinana og endir málsins er í augsýn og þá byrja menn ekki að þrefa um efnisatriði sem þeir hefðu átt að vera löngu búnir að vekja máls á ef þeim væri einhver alvara með því," segir hann.
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira