Píratar vilja Hönnu Birnu fyrir þingnefnd vegna leka Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2013 13:20 Jón Þór vill kalla Hönnu Birnu, og ráðuneytisstjóra hennar, fyrir þingnefnd vegna þess sem þingmaður kallar alvarlegan leka. Jón Þór Ólafsson þingmaður Píratar óskar eftir því að að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og ráðuneytisstjóri verði kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Þetta er vegna þess sem Jón Þór kallar alvarlegan leka á persónuupplýsingum úr ráðuneytinu nýverið. „Leki innanríkisráðuneytisins á persónuupplýsingum um hælisleitendurna Evelyn Glory Joseph og Tony Omos, grafalvarlegt mál sem nauðsynlegt er að fá svör við,“ segir Jón Þór Ólafsson í tilkynningu. Jón Þór vitnar í DV og það sem fram kemur í máli Harðar Helga Helgasonar, setts forstjóra Persónuverndar þess efnis að stjórnvöldum beri að gæta trúnaðar: „Það er að sjálfsögðu stjórnvalda hverju sinni að gæta þess að trúnaðar sé gætt í málum er varða persónuleg málefni. Menn verða að fara með upplýsingar í samræmi við eðli þeirra gagna sem þeir hafa undir höndum.“ Hann bendir á að ef uppi sé ágreiningur á meðferð stjórnvalda á viðkvæmum persónuupplýsingum sé hægt að beina slíkum málum til Persónuverndar. Ef grunur sé um brot gegn ákvæðum hegningarlaga sé það eitthvað sem þurfi að láta sæta opinberri ákæru af hálfu saksóknara. Þórunn Þórarinsdóttir hjá Kristínarhúsi, athvarfi sem er fyrst og fremst ætlað konum sem eru á leið út úr vændi eða mansali segir trúnaðarbrot alltaf alvarlegt mál: „Ef rétt reynist að þetta sé trúnaðarbrestur frá ráðuneytinu þá er það mjög alvarlegt mál.“" Vísir falaðist eftir viðtali við Hönnu Birnu í morgun vegna málsins en hún hafnaði því og vísaði til yfirlýsingar frá ráðuneytinu þar sem ráðuneytið vill taka fram að ekkert „bendir til þess að slík gögn hafi verið afhent frá embættismönnum innanríkisráðuneytisins.“ Þá er bent á að mál flestra hælisleitanda hafa verið til meðferðar hjá mörgum stofnunum, embættum og einstaklingum til margra ára. „Ráðuneytið leggur mikla áherslu á að öll formleg gögn allra slíkra mála séu trúnaðarmál og með þau farið sem slík. Ráðuneytið eða starfsmenn þess geta samkvæmt lögum ekki tjáð sig um einstaka mál, en harma ef það hefur í einhverju tilviki gerst að trúnaðarupplýsingar berist öðrum en þeim sem um þau fjalla formlega.“ Við þetta bætir upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, Jóhannes því að þar sem stendur; „embættismönnum ríkisráðuneytisins – þá á það í raun við um alla starfsmenn ráðuneytisins.“ Lekamálið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Sjá meira
Jón Þór Ólafsson þingmaður Píratar óskar eftir því að að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og ráðuneytisstjóri verði kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Þetta er vegna þess sem Jón Þór kallar alvarlegan leka á persónuupplýsingum úr ráðuneytinu nýverið. „Leki innanríkisráðuneytisins á persónuupplýsingum um hælisleitendurna Evelyn Glory Joseph og Tony Omos, grafalvarlegt mál sem nauðsynlegt er að fá svör við,“ segir Jón Þór Ólafsson í tilkynningu. Jón Þór vitnar í DV og það sem fram kemur í máli Harðar Helga Helgasonar, setts forstjóra Persónuverndar þess efnis að stjórnvöldum beri að gæta trúnaðar: „Það er að sjálfsögðu stjórnvalda hverju sinni að gæta þess að trúnaðar sé gætt í málum er varða persónuleg málefni. Menn verða að fara með upplýsingar í samræmi við eðli þeirra gagna sem þeir hafa undir höndum.“ Hann bendir á að ef uppi sé ágreiningur á meðferð stjórnvalda á viðkvæmum persónuupplýsingum sé hægt að beina slíkum málum til Persónuverndar. Ef grunur sé um brot gegn ákvæðum hegningarlaga sé það eitthvað sem þurfi að láta sæta opinberri ákæru af hálfu saksóknara. Þórunn Þórarinsdóttir hjá Kristínarhúsi, athvarfi sem er fyrst og fremst ætlað konum sem eru á leið út úr vændi eða mansali segir trúnaðarbrot alltaf alvarlegt mál: „Ef rétt reynist að þetta sé trúnaðarbrestur frá ráðuneytinu þá er það mjög alvarlegt mál.“" Vísir falaðist eftir viðtali við Hönnu Birnu í morgun vegna málsins en hún hafnaði því og vísaði til yfirlýsingar frá ráðuneytinu þar sem ráðuneytið vill taka fram að ekkert „bendir til þess að slík gögn hafi verið afhent frá embættismönnum innanríkisráðuneytisins.“ Þá er bent á að mál flestra hælisleitanda hafa verið til meðferðar hjá mörgum stofnunum, embættum og einstaklingum til margra ára. „Ráðuneytið leggur mikla áherslu á að öll formleg gögn allra slíkra mála séu trúnaðarmál og með þau farið sem slík. Ráðuneytið eða starfsmenn þess geta samkvæmt lögum ekki tjáð sig um einstaka mál, en harma ef það hefur í einhverju tilviki gerst að trúnaðarupplýsingar berist öðrum en þeim sem um þau fjalla formlega.“ Við þetta bætir upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, Jóhannes því að þar sem stendur; „embættismönnum ríkisráðuneytisins – þá á það í raun við um alla starfsmenn ráðuneytisins.“
Lekamálið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Sjá meira