Kennarar geti tekist á við sérþarfirnar Hanna Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2013 07:00 Mikilvægt er að kennarar fái meiri þekkingu til að takast á við alvarlegar hegðunarraskanir. Skóli án aðgreiningar er yfirlýst menntastefna hérlendis en grunnskólakennarar lýsa yfir áhyggjum af því hvernig eigi að takast á við hegðunarvanda í almenna skólaumhverfinu. Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara stóðu sameiginlega að könnun meðal íslenskra grunnskólakennara á síðastliðnu ári en þar kom í ljós að aðeins 42 prósent kennara voru jákvæð eða mjög jákvæð gegnvart stefnunni og 26 prósent kennara, eða rúmlega fjórðungur, voru neikvæð eða mjög neikvæð. 32,6 prósent töldu það hafa gengið vel að fylgja stefnunni en tæplega 30 prósent töldu það hafa gengið illa eða mjög illa. Aðspurðir um hvað í kennarastarfinu væri erfiðast nefndu flestir agavandamál og „erfiða nemendur" en í þann flokk voru settir bæði „óþægir nemendur" og nemendur með sérþarfir. Anna Lind Pétursdóttir, dósent á menntavísindasviði HÍ, segir nauðsynlegt að kennarar fái meiri þekkingu til að takast á við alvarlegar hegðunarraskanir. Rannsóknir sýni að þegar notast er við úrræði á á borð við einstaklingsmiðaða stuðningsáætlun sem byggð er á virknimati megi fá nemendur sem áður sýndu mjög truflandi hegðun til að bæta hegðun sína til muna. „Að þriðjungur kennara segi í könnuninni að þessi stefna gangi illa hlýtur að endurspegla raunveruleg vandamál. Kennarar þurfa að fá viðeigandi stuðning, handleiðslu og ráðgjöf til þess að láta þetta ganga betur. Það er ekki bara hægt að auka ábyrgð og starfsumfang almennra kennara án þessa að til komi meiri þekking. Þú mætir ekki bara þörfum barna með einhverfu með hyggjuvitinu." Anna Lind segir mikilvægt að auka þennan þátt í menntun kennara og sérkennara svo að þeir hafi betri þekkingu á margvíslegum þörfum nemenda og gagnreyndum aðferðum til að mæta þessum sérþörfum. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Skóli án aðgreiningar er yfirlýst menntastefna hérlendis en grunnskólakennarar lýsa yfir áhyggjum af því hvernig eigi að takast á við hegðunarvanda í almenna skólaumhverfinu. Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara stóðu sameiginlega að könnun meðal íslenskra grunnskólakennara á síðastliðnu ári en þar kom í ljós að aðeins 42 prósent kennara voru jákvæð eða mjög jákvæð gegnvart stefnunni og 26 prósent kennara, eða rúmlega fjórðungur, voru neikvæð eða mjög neikvæð. 32,6 prósent töldu það hafa gengið vel að fylgja stefnunni en tæplega 30 prósent töldu það hafa gengið illa eða mjög illa. Aðspurðir um hvað í kennarastarfinu væri erfiðast nefndu flestir agavandamál og „erfiða nemendur" en í þann flokk voru settir bæði „óþægir nemendur" og nemendur með sérþarfir. Anna Lind Pétursdóttir, dósent á menntavísindasviði HÍ, segir nauðsynlegt að kennarar fái meiri þekkingu til að takast á við alvarlegar hegðunarraskanir. Rannsóknir sýni að þegar notast er við úrræði á á borð við einstaklingsmiðaða stuðningsáætlun sem byggð er á virknimati megi fá nemendur sem áður sýndu mjög truflandi hegðun til að bæta hegðun sína til muna. „Að þriðjungur kennara segi í könnuninni að þessi stefna gangi illa hlýtur að endurspegla raunveruleg vandamál. Kennarar þurfa að fá viðeigandi stuðning, handleiðslu og ráðgjöf til þess að láta þetta ganga betur. Það er ekki bara hægt að auka ábyrgð og starfsumfang almennra kennara án þessa að til komi meiri þekking. Þú mætir ekki bara þörfum barna með einhverfu með hyggjuvitinu." Anna Lind segir mikilvægt að auka þennan þátt í menntun kennara og sérkennara svo að þeir hafi betri þekkingu á margvíslegum þörfum nemenda og gagnreyndum aðferðum til að mæta þessum sérþörfum.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira