Hugleikur fagnar Facebookákvörðun um hrottafengin myndbönd Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 22. október 2013 16:41 Hugleikur Dagsson og Grýlumyndirnar fyrir og eftir ritskoðun Facebook. „Það er mjög gott að þetta sé leyft,“ segir Hugleikur Dagsson, listamaður, um ákvörðun samskiptasíðunnar Facebook að aflétta banni sem sett var á myndbönd sem sýna þegar fólk er myrt á hrottafenginn hátt, til að mynda hálshöggvið. Hugleikur telur að ástæður bannsins hafi verið barnaverndarsjónarmið. „Ég hef það fyrir reglu þegar fólk spyr „hvað með börnin?“ að segja þeim að foreldrar eigi mun frekar að spyrja sjálfa sig en aðra um börnin. Foreldrar eiga sjálfir að passa börnin sín,“ segir Hugleikur í samtali við Vísi. Hann segir að ef börn sjái eitthvað hrottafengið á tölvunni þá sé það foreldra þeirra að stöðva það frekar en einhvers samskiptamiðils. Hugleikur missti aðganginn að síðunni sinni í apríl, ásamt því sem myndir eftir hann hafa verið fjarlægðar af Facebook, þegar fólk kvartar yfir því sem það telur vera gróft efni frá honum. „Skapahárin á Grýlu móðguðu einhvern í fyrra. Mér finnst það nú ekkert sérstaklega gróft, það verður náttúrulega allt dúllulegt en ekki gróft þegar spýtukallar eru að gera eitthvað,“ segir Hugleikur. Ekki eru allir jafn ánægðir með þessa ákvörðun Facebook og Hugleikur. Þórlaug Ágústsdóttir, stjórnmálafræðingur og netsérfræðingur, segir Facebook opið fyrir notendur allt niður í 13 ára gamla og ljóst sé að notendur eru oft og tíðum yngri en það. „Nú á að fara að leyfa þarna efni sem til að mynda framleiðendur kvikmynda og tölvuleikja setja sérstök aldurstakmörk á,“ segir Þórlaug. Hún tekur fram að hún sé alls ekki hlynnt ritskoðun en hún telji að þarna sé verið að ganga gegn samfélagssáttmála sem sé til staðar um að við verndum börnin okkar fyrir grófu efni. Það séu til margar rannsóknir sem sýni minnkað tilfinninganæmi hjá börnum sem horfa á mjög gróft efni. „Ef það á að leyfa þetta verður Facebook að koma með tæknilega lausn á því hvernig eigi að skilgreina hvaða efni sé fyrir fullorðna og hvað fyrir börn,“ segir Þórlaug. Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira
„Það er mjög gott að þetta sé leyft,“ segir Hugleikur Dagsson, listamaður, um ákvörðun samskiptasíðunnar Facebook að aflétta banni sem sett var á myndbönd sem sýna þegar fólk er myrt á hrottafenginn hátt, til að mynda hálshöggvið. Hugleikur telur að ástæður bannsins hafi verið barnaverndarsjónarmið. „Ég hef það fyrir reglu þegar fólk spyr „hvað með börnin?“ að segja þeim að foreldrar eigi mun frekar að spyrja sjálfa sig en aðra um börnin. Foreldrar eiga sjálfir að passa börnin sín,“ segir Hugleikur í samtali við Vísi. Hann segir að ef börn sjái eitthvað hrottafengið á tölvunni þá sé það foreldra þeirra að stöðva það frekar en einhvers samskiptamiðils. Hugleikur missti aðganginn að síðunni sinni í apríl, ásamt því sem myndir eftir hann hafa verið fjarlægðar af Facebook, þegar fólk kvartar yfir því sem það telur vera gróft efni frá honum. „Skapahárin á Grýlu móðguðu einhvern í fyrra. Mér finnst það nú ekkert sérstaklega gróft, það verður náttúrulega allt dúllulegt en ekki gróft þegar spýtukallar eru að gera eitthvað,“ segir Hugleikur. Ekki eru allir jafn ánægðir með þessa ákvörðun Facebook og Hugleikur. Þórlaug Ágústsdóttir, stjórnmálafræðingur og netsérfræðingur, segir Facebook opið fyrir notendur allt niður í 13 ára gamla og ljóst sé að notendur eru oft og tíðum yngri en það. „Nú á að fara að leyfa þarna efni sem til að mynda framleiðendur kvikmynda og tölvuleikja setja sérstök aldurstakmörk á,“ segir Þórlaug. Hún tekur fram að hún sé alls ekki hlynnt ritskoðun en hún telji að þarna sé verið að ganga gegn samfélagssáttmála sem sé til staðar um að við verndum börnin okkar fyrir grófu efni. Það séu til margar rannsóknir sem sýni minnkað tilfinninganæmi hjá börnum sem horfa á mjög gróft efni. „Ef það á að leyfa þetta verður Facebook að koma með tæknilega lausn á því hvernig eigi að skilgreina hvaða efni sé fyrir fullorðna og hvað fyrir börn,“ segir Þórlaug.
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira