Hugleikur fagnar Facebookákvörðun um hrottafengin myndbönd Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 22. október 2013 16:41 Hugleikur Dagsson og Grýlumyndirnar fyrir og eftir ritskoðun Facebook. „Það er mjög gott að þetta sé leyft,“ segir Hugleikur Dagsson, listamaður, um ákvörðun samskiptasíðunnar Facebook að aflétta banni sem sett var á myndbönd sem sýna þegar fólk er myrt á hrottafenginn hátt, til að mynda hálshöggvið. Hugleikur telur að ástæður bannsins hafi verið barnaverndarsjónarmið. „Ég hef það fyrir reglu þegar fólk spyr „hvað með börnin?“ að segja þeim að foreldrar eigi mun frekar að spyrja sjálfa sig en aðra um börnin. Foreldrar eiga sjálfir að passa börnin sín,“ segir Hugleikur í samtali við Vísi. Hann segir að ef börn sjái eitthvað hrottafengið á tölvunni þá sé það foreldra þeirra að stöðva það frekar en einhvers samskiptamiðils. Hugleikur missti aðganginn að síðunni sinni í apríl, ásamt því sem myndir eftir hann hafa verið fjarlægðar af Facebook, þegar fólk kvartar yfir því sem það telur vera gróft efni frá honum. „Skapahárin á Grýlu móðguðu einhvern í fyrra. Mér finnst það nú ekkert sérstaklega gróft, það verður náttúrulega allt dúllulegt en ekki gróft þegar spýtukallar eru að gera eitthvað,“ segir Hugleikur. Ekki eru allir jafn ánægðir með þessa ákvörðun Facebook og Hugleikur. Þórlaug Ágústsdóttir, stjórnmálafræðingur og netsérfræðingur, segir Facebook opið fyrir notendur allt niður í 13 ára gamla og ljóst sé að notendur eru oft og tíðum yngri en það. „Nú á að fara að leyfa þarna efni sem til að mynda framleiðendur kvikmynda og tölvuleikja setja sérstök aldurstakmörk á,“ segir Þórlaug. Hún tekur fram að hún sé alls ekki hlynnt ritskoðun en hún telji að þarna sé verið að ganga gegn samfélagssáttmála sem sé til staðar um að við verndum börnin okkar fyrir grófu efni. Það séu til margar rannsóknir sem sýni minnkað tilfinninganæmi hjá börnum sem horfa á mjög gróft efni. „Ef það á að leyfa þetta verður Facebook að koma með tæknilega lausn á því hvernig eigi að skilgreina hvaða efni sé fyrir fullorðna og hvað fyrir börn,“ segir Þórlaug. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
„Það er mjög gott að þetta sé leyft,“ segir Hugleikur Dagsson, listamaður, um ákvörðun samskiptasíðunnar Facebook að aflétta banni sem sett var á myndbönd sem sýna þegar fólk er myrt á hrottafenginn hátt, til að mynda hálshöggvið. Hugleikur telur að ástæður bannsins hafi verið barnaverndarsjónarmið. „Ég hef það fyrir reglu þegar fólk spyr „hvað með börnin?“ að segja þeim að foreldrar eigi mun frekar að spyrja sjálfa sig en aðra um börnin. Foreldrar eiga sjálfir að passa börnin sín,“ segir Hugleikur í samtali við Vísi. Hann segir að ef börn sjái eitthvað hrottafengið á tölvunni þá sé það foreldra þeirra að stöðva það frekar en einhvers samskiptamiðils. Hugleikur missti aðganginn að síðunni sinni í apríl, ásamt því sem myndir eftir hann hafa verið fjarlægðar af Facebook, þegar fólk kvartar yfir því sem það telur vera gróft efni frá honum. „Skapahárin á Grýlu móðguðu einhvern í fyrra. Mér finnst það nú ekkert sérstaklega gróft, það verður náttúrulega allt dúllulegt en ekki gróft þegar spýtukallar eru að gera eitthvað,“ segir Hugleikur. Ekki eru allir jafn ánægðir með þessa ákvörðun Facebook og Hugleikur. Þórlaug Ágústsdóttir, stjórnmálafræðingur og netsérfræðingur, segir Facebook opið fyrir notendur allt niður í 13 ára gamla og ljóst sé að notendur eru oft og tíðum yngri en það. „Nú á að fara að leyfa þarna efni sem til að mynda framleiðendur kvikmynda og tölvuleikja setja sérstök aldurstakmörk á,“ segir Þórlaug. Hún tekur fram að hún sé alls ekki hlynnt ritskoðun en hún telji að þarna sé verið að ganga gegn samfélagssáttmála sem sé til staðar um að við verndum börnin okkar fyrir grófu efni. Það séu til margar rannsóknir sem sýni minnkað tilfinninganæmi hjá börnum sem horfa á mjög gróft efni. „Ef það á að leyfa þetta verður Facebook að koma með tæknilega lausn á því hvernig eigi að skilgreina hvaða efni sé fyrir fullorðna og hvað fyrir börn,“ segir Þórlaug.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira