Hugleikur fagnar Facebookákvörðun um hrottafengin myndbönd Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 22. október 2013 16:41 Hugleikur Dagsson og Grýlumyndirnar fyrir og eftir ritskoðun Facebook. „Það er mjög gott að þetta sé leyft,“ segir Hugleikur Dagsson, listamaður, um ákvörðun samskiptasíðunnar Facebook að aflétta banni sem sett var á myndbönd sem sýna þegar fólk er myrt á hrottafenginn hátt, til að mynda hálshöggvið. Hugleikur telur að ástæður bannsins hafi verið barnaverndarsjónarmið. „Ég hef það fyrir reglu þegar fólk spyr „hvað með börnin?“ að segja þeim að foreldrar eigi mun frekar að spyrja sjálfa sig en aðra um börnin. Foreldrar eiga sjálfir að passa börnin sín,“ segir Hugleikur í samtali við Vísi. Hann segir að ef börn sjái eitthvað hrottafengið á tölvunni þá sé það foreldra þeirra að stöðva það frekar en einhvers samskiptamiðils. Hugleikur missti aðganginn að síðunni sinni í apríl, ásamt því sem myndir eftir hann hafa verið fjarlægðar af Facebook, þegar fólk kvartar yfir því sem það telur vera gróft efni frá honum. „Skapahárin á Grýlu móðguðu einhvern í fyrra. Mér finnst það nú ekkert sérstaklega gróft, það verður náttúrulega allt dúllulegt en ekki gróft þegar spýtukallar eru að gera eitthvað,“ segir Hugleikur. Ekki eru allir jafn ánægðir með þessa ákvörðun Facebook og Hugleikur. Þórlaug Ágústsdóttir, stjórnmálafræðingur og netsérfræðingur, segir Facebook opið fyrir notendur allt niður í 13 ára gamla og ljóst sé að notendur eru oft og tíðum yngri en það. „Nú á að fara að leyfa þarna efni sem til að mynda framleiðendur kvikmynda og tölvuleikja setja sérstök aldurstakmörk á,“ segir Þórlaug. Hún tekur fram að hún sé alls ekki hlynnt ritskoðun en hún telji að þarna sé verið að ganga gegn samfélagssáttmála sem sé til staðar um að við verndum börnin okkar fyrir grófu efni. Það séu til margar rannsóknir sem sýni minnkað tilfinninganæmi hjá börnum sem horfa á mjög gróft efni. „Ef það á að leyfa þetta verður Facebook að koma með tæknilega lausn á því hvernig eigi að skilgreina hvaða efni sé fyrir fullorðna og hvað fyrir börn,“ segir Þórlaug. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
„Það er mjög gott að þetta sé leyft,“ segir Hugleikur Dagsson, listamaður, um ákvörðun samskiptasíðunnar Facebook að aflétta banni sem sett var á myndbönd sem sýna þegar fólk er myrt á hrottafenginn hátt, til að mynda hálshöggvið. Hugleikur telur að ástæður bannsins hafi verið barnaverndarsjónarmið. „Ég hef það fyrir reglu þegar fólk spyr „hvað með börnin?“ að segja þeim að foreldrar eigi mun frekar að spyrja sjálfa sig en aðra um börnin. Foreldrar eiga sjálfir að passa börnin sín,“ segir Hugleikur í samtali við Vísi. Hann segir að ef börn sjái eitthvað hrottafengið á tölvunni þá sé það foreldra þeirra að stöðva það frekar en einhvers samskiptamiðils. Hugleikur missti aðganginn að síðunni sinni í apríl, ásamt því sem myndir eftir hann hafa verið fjarlægðar af Facebook, þegar fólk kvartar yfir því sem það telur vera gróft efni frá honum. „Skapahárin á Grýlu móðguðu einhvern í fyrra. Mér finnst það nú ekkert sérstaklega gróft, það verður náttúrulega allt dúllulegt en ekki gróft þegar spýtukallar eru að gera eitthvað,“ segir Hugleikur. Ekki eru allir jafn ánægðir með þessa ákvörðun Facebook og Hugleikur. Þórlaug Ágústsdóttir, stjórnmálafræðingur og netsérfræðingur, segir Facebook opið fyrir notendur allt niður í 13 ára gamla og ljóst sé að notendur eru oft og tíðum yngri en það. „Nú á að fara að leyfa þarna efni sem til að mynda framleiðendur kvikmynda og tölvuleikja setja sérstök aldurstakmörk á,“ segir Þórlaug. Hún tekur fram að hún sé alls ekki hlynnt ritskoðun en hún telji að þarna sé verið að ganga gegn samfélagssáttmála sem sé til staðar um að við verndum börnin okkar fyrir grófu efni. Það séu til margar rannsóknir sem sýni minnkað tilfinninganæmi hjá börnum sem horfa á mjög gróft efni. „Ef það á að leyfa þetta verður Facebook að koma með tæknilega lausn á því hvernig eigi að skilgreina hvaða efni sé fyrir fullorðna og hvað fyrir börn,“ segir Þórlaug.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira