"Dulbúin en þó greinileg hótun" Hjörtur Hjartarson skrifar 7. júlí 2013 18:37 Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á það við íslensk stjórnvöld að uppljóstrarinn, Edward Snowden verði umsvifalaust handtekinn og framseldur komi hann til Íslands. Bréf þess efnis liggur nú hjá utanríkisráðuneytinu. Dulbúin en þó greinileg hótun, segir þingmaður Pírata. Fréttastofa hefur ekki fengið afrit af bréfinu en hefur þó heimildir fyrir tilvist þess og að það hafi verið sent Utanríkisráðisráðherra. Ætla má að orðalagið þar sé svipað og því sem bandaríska sendiráðið í Venúsúela sendi þarlendum yfirvöldum fyrir nokkrum dögum. Þar er þess krafist að Snowden verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna um leið og hann kemur til Venúsúela. Hann hafi verið kærður fyrir að hafa lekið leyniskjölum til fjölmiðla og verði hann sakfelldur eigi hann yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsi.Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata."Mér finnst þetta bara vera dæmi um að bandarísk yfirvöld eru búin að missa það. Það má eiginlega segja að með þessu bréfi, þessari beiðni um að handtaka hann og framselja hann, fyrirfram. Það er alveg ljóst að það hefur haft áhrif á þá sem sátu í þingsal og neituðu okkur um það að fá að setja málið á dagskrá. Það var nú ekki eins og við værum að biðja þingmenn, með eða á móti ríkisborgararétti heldur einfaldlega að fá að taka málið fyrir í nefnd þannig að við gætum hafið vinnuna að því að rannsaka og fá gesti áður en þing kemur saman 10.september,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Birgitta segir að viðbrögð íslenskra stjórnvalda við bréfum sem þessum eigi að vera skýr. "Í fyrsta lagi þegar við fáum svona beiðnir eigum við að upplýsa um það til almennings, því þetta á erindi við almenning. Svo eigum við að hreinlega að senda þessar kröfur heim til föðurhúsanna útaf því að þetta er samkvæmt, til dæmis, Amnesty International, ekkert annað en dulbúin hótun." Birgitta telur að smáþjóð eins og Ísland geti og eigi að hafa áhrif á mál sem þessi. "Við eigum ekki að lúffa og vera einhverjar gungur. Heldur eigum eigum við að standa uppi í hárinu á stórveldum. Það er hreinlega til þess ætlast af okkur í alþjóða samfélaginu", segir Birgitta. Hvorki Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins né Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra vildu veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag. Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á það við íslensk stjórnvöld að uppljóstrarinn, Edward Snowden verði umsvifalaust handtekinn og framseldur komi hann til Íslands. Bréf þess efnis liggur nú hjá utanríkisráðuneytinu. Dulbúin en þó greinileg hótun, segir þingmaður Pírata. Fréttastofa hefur ekki fengið afrit af bréfinu en hefur þó heimildir fyrir tilvist þess og að það hafi verið sent Utanríkisráðisráðherra. Ætla má að orðalagið þar sé svipað og því sem bandaríska sendiráðið í Venúsúela sendi þarlendum yfirvöldum fyrir nokkrum dögum. Þar er þess krafist að Snowden verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna um leið og hann kemur til Venúsúela. Hann hafi verið kærður fyrir að hafa lekið leyniskjölum til fjölmiðla og verði hann sakfelldur eigi hann yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsi.Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata."Mér finnst þetta bara vera dæmi um að bandarísk yfirvöld eru búin að missa það. Það má eiginlega segja að með þessu bréfi, þessari beiðni um að handtaka hann og framselja hann, fyrirfram. Það er alveg ljóst að það hefur haft áhrif á þá sem sátu í þingsal og neituðu okkur um það að fá að setja málið á dagskrá. Það var nú ekki eins og við værum að biðja þingmenn, með eða á móti ríkisborgararétti heldur einfaldlega að fá að taka málið fyrir í nefnd þannig að við gætum hafið vinnuna að því að rannsaka og fá gesti áður en þing kemur saman 10.september,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Birgitta segir að viðbrögð íslenskra stjórnvalda við bréfum sem þessum eigi að vera skýr. "Í fyrsta lagi þegar við fáum svona beiðnir eigum við að upplýsa um það til almennings, því þetta á erindi við almenning. Svo eigum við að hreinlega að senda þessar kröfur heim til föðurhúsanna útaf því að þetta er samkvæmt, til dæmis, Amnesty International, ekkert annað en dulbúin hótun." Birgitta telur að smáþjóð eins og Ísland geti og eigi að hafa áhrif á mál sem þessi. "Við eigum ekki að lúffa og vera einhverjar gungur. Heldur eigum eigum við að standa uppi í hárinu á stórveldum. Það er hreinlega til þess ætlast af okkur í alþjóða samfélaginu", segir Birgitta. Hvorki Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins né Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra vildu veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag.
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira