Harkaleg handtaka í miðborginni vekur athygli 7. júlí 2013 00:00 Skjáskot úr myndbandinu. Hér sést atburðarásin við handtöku konunnar. Myndband af íslenskum lögreglumönnum í miðborginni um helgina hefur vakið mikla athygli á Facebook í kvöld. Á myndbandinu, sem íbúar á Laugarvegi á tóku upp og settu á Facebook-síðu sína, sést þegar lögreglumennirnir handtaka konu á harkalegan hátt. Í byrjun myndbandsins sést hvernig konan stendur fyrir framan lögreglubíl á miðjum Laugavegi. Því næst labbar hún í átt að bílnum og er greinilegt að lögreglumanninum, sem er undir stýri, hugnast það illa. Eftir að lögreglumaðurinn stuggar við konunni með bílhurðinni má meðal annars heyra þann sem tók upp myndbandið segja: „Hann hrækti á hana, hann hrækti á hana.“ Stuttu síðar þýtur lögreglumaðurinn út úr bílnum og dregur konuna eftir götunni, áður en hann þrýstir hnénu í bakið á henni og handtekur hana. Tveir lögreglumenn til viðbótar aðstoða síðan við að koma konunni í lögreglubílinn sem ekur á brott. Myndbandinu hefur verið deilt mörg hundruð sinnum á samskiptasíðunni í kvöld.UPPFÆRT 00.05 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skrifaði á Facebook-síðu sína nú fyrir stundu að málið yrði tekið til skoðunar:„Okkur hafa borist fjöldamargir hlekkir á myndskeið sem sýnir valdbeitingu lögreglumanna á Laugavegi. Margir lýsa undrun og hneykslan vegna aðfara lögreglumannanna. Við sem höldum utan um þessa síðu getum ekki svarað fyrir þetta mál. Hins vegar mun það verða tekið til skoðunar innan embættisins. Að auki er fólki alltaf frjálst að leita réttar síns ef það telur lögregluna hafa brotið gegn sér. Ríkissaksóknari fer með mál þar sem lögreglumenn eru grunaðir um brot í starfi. Af þessu myndskeiði er ekki hægt að segja til um hvaða samskipti áttu sér stað milli lögreglumannanna og þessa einstaklings sem varð til þess að hún var handtekin.Þetta mál verður skoðað, það getur þessi færsluritari fullyrt. Við getum ekki svarað öllum þeim skilaboðum eða fyrirspurnum sem okkur berast vegna þessa.“Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Myndband af íslenskum lögreglumönnum í miðborginni um helgina hefur vakið mikla athygli á Facebook í kvöld. Á myndbandinu, sem íbúar á Laugarvegi á tóku upp og settu á Facebook-síðu sína, sést þegar lögreglumennirnir handtaka konu á harkalegan hátt. Í byrjun myndbandsins sést hvernig konan stendur fyrir framan lögreglubíl á miðjum Laugavegi. Því næst labbar hún í átt að bílnum og er greinilegt að lögreglumanninum, sem er undir stýri, hugnast það illa. Eftir að lögreglumaðurinn stuggar við konunni með bílhurðinni má meðal annars heyra þann sem tók upp myndbandið segja: „Hann hrækti á hana, hann hrækti á hana.“ Stuttu síðar þýtur lögreglumaðurinn út úr bílnum og dregur konuna eftir götunni, áður en hann þrýstir hnénu í bakið á henni og handtekur hana. Tveir lögreglumenn til viðbótar aðstoða síðan við að koma konunni í lögreglubílinn sem ekur á brott. Myndbandinu hefur verið deilt mörg hundruð sinnum á samskiptasíðunni í kvöld.UPPFÆRT 00.05 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skrifaði á Facebook-síðu sína nú fyrir stundu að málið yrði tekið til skoðunar:„Okkur hafa borist fjöldamargir hlekkir á myndskeið sem sýnir valdbeitingu lögreglumanna á Laugavegi. Margir lýsa undrun og hneykslan vegna aðfara lögreglumannanna. Við sem höldum utan um þessa síðu getum ekki svarað fyrir þetta mál. Hins vegar mun það verða tekið til skoðunar innan embættisins. Að auki er fólki alltaf frjálst að leita réttar síns ef það telur lögregluna hafa brotið gegn sér. Ríkissaksóknari fer með mál þar sem lögreglumenn eru grunaðir um brot í starfi. Af þessu myndskeiði er ekki hægt að segja til um hvaða samskipti áttu sér stað milli lögreglumannanna og þessa einstaklings sem varð til þess að hún var handtekin.Þetta mál verður skoðað, það getur þessi færsluritari fullyrt. Við getum ekki svarað öllum þeim skilaboðum eða fyrirspurnum sem okkur berast vegna þessa.“Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira