Samkeppnishæfni Íslands minnkar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. september 2013 13:46 Rannsóknin er byggð á svörum frá íslenska atvinnulífinu. Mynd/HAG Ísland vermir nú 31. sæti á listanum yfir samkeppnishæfni landa. Í september 2008 vermdi Ísland tuttugasta sætið en féll um sex sæti í framhaldinu. Síðustu þrjú ár hafa verið litlar breytingar á milli ára og hefur Ísland verið í hópi landa eins og Puerto Rico, Kína og Eistlands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem aflar gagna fyrir Alþjóðaefnahagsráðið ár hvert. Rannsóknin er byggð á svörum frá íslenskum fyrirtækjum í atvinnulífinu. Um stöðu Íslands segir Alþjóðaefnahagsráðið að þrálátur veikleiki efnahagsumhverfisins og veikur fjármálamarkaður dragi úr samkeppnishæfni landsins. Framúrskarandi nýsköpun og öflugt stofnanaumhverfi eru þó þættir sem verða æ mikilvægari í mælingum fyrir samkeppnishæfni landa.Klaus Schwab, framkvæmdastjóri Alþjóðaefnahagsráðsins, og Árdís Ármannsdóttir, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.Árdís Ármannsdóttir, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, segir þá þróun gefa Íslendingum tilefni til bjartsýni. „Samkvæmt framkvæmdastjóra og stofnanda Alþjóðaefnahagsráðsins, Klaus Schwab, þá er nýsköpun að verða enn mikilvægari fyrir getu þjóða til að tryggja hagsæld til framtíðar. Hann vill meina að skipting á milli þjóða, þróuð og minna þróuð lönd, sé að færast yfir í skiptinguna nýsköpunarrík lönd og lönd þar sem nýsköpun skortir. Þar stendur Ísland vel að vígi þar sem við erum skilgreind sem nýsköpunardrifið samfélag,“ segir Árdís. Vísitala Alþjóðaefnahagsráðsins um samkeppnishæfni er einn virtasti mælikvarði á efnahagslíf þjóða víða um heim. Vísitalan er víðtæk og endurspeglar þá þætti sem segja til um framleiðni þjóða og vaxtarmöguleika. Sviss vermir efsta sætið á listanum fimmta árið í röð, Singapore heldur öðru sæti og Finnland því þriðja. Þýskaland þokar sér upp listann í fjórða sætið og Bandaríkin, sem fallið hafa um sæti fjögur ár í röð, snúa þeirri þróun við og verma nú fimmta sætið. Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Ísland vermir nú 31. sæti á listanum yfir samkeppnishæfni landa. Í september 2008 vermdi Ísland tuttugasta sætið en féll um sex sæti í framhaldinu. Síðustu þrjú ár hafa verið litlar breytingar á milli ára og hefur Ísland verið í hópi landa eins og Puerto Rico, Kína og Eistlands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem aflar gagna fyrir Alþjóðaefnahagsráðið ár hvert. Rannsóknin er byggð á svörum frá íslenskum fyrirtækjum í atvinnulífinu. Um stöðu Íslands segir Alþjóðaefnahagsráðið að þrálátur veikleiki efnahagsumhverfisins og veikur fjármálamarkaður dragi úr samkeppnishæfni landsins. Framúrskarandi nýsköpun og öflugt stofnanaumhverfi eru þó þættir sem verða æ mikilvægari í mælingum fyrir samkeppnishæfni landa.Klaus Schwab, framkvæmdastjóri Alþjóðaefnahagsráðsins, og Árdís Ármannsdóttir, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.Árdís Ármannsdóttir, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, segir þá þróun gefa Íslendingum tilefni til bjartsýni. „Samkvæmt framkvæmdastjóra og stofnanda Alþjóðaefnahagsráðsins, Klaus Schwab, þá er nýsköpun að verða enn mikilvægari fyrir getu þjóða til að tryggja hagsæld til framtíðar. Hann vill meina að skipting á milli þjóða, þróuð og minna þróuð lönd, sé að færast yfir í skiptinguna nýsköpunarrík lönd og lönd þar sem nýsköpun skortir. Þar stendur Ísland vel að vígi þar sem við erum skilgreind sem nýsköpunardrifið samfélag,“ segir Árdís. Vísitala Alþjóðaefnahagsráðsins um samkeppnishæfni er einn virtasti mælikvarði á efnahagslíf þjóða víða um heim. Vísitalan er víðtæk og endurspeglar þá þætti sem segja til um framleiðni þjóða og vaxtarmöguleika. Sviss vermir efsta sætið á listanum fimmta árið í röð, Singapore heldur öðru sæti og Finnland því þriðja. Þýskaland þokar sér upp listann í fjórða sætið og Bandaríkin, sem fallið hafa um sæti fjögur ár í röð, snúa þeirri þróun við og verma nú fimmta sætið.
Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira