Innlent

Annþór og Börkur í yfirheyrslum í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Annþór Kristján Karlsson, annar þeirra sem grunaður er um að hafa orðið manninum að bana.
Annþór Kristján Karlsson, annar þeirra sem grunaður er um að hafa orðið manninum að bana.

Þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson sem eru grunaðir um að hafa orðið samfanga sínum að bana á Litla Hrauni í síðustu viku eru til yfirheyrslu hjá lögreglunni á Selfossi núna og verða yfirheyrðir fram eftir degi.

Maðurinn lést á fimmtudag en hann var nýkominn í fangelsið. Þeir Annþór og Börkur eiga báðir langa sögu um ofbeldisbrot að baki og voru nýlega ákærðir fyrir slík brot.

Upphaflega var talið að ekkert saknæmt hefði átt sér stað sem gæti skýrt andlát mannsins. En bráðabirgðaniðurstöður krufningar bentu til innvortis blæðinga. Þegar það varð ljóst í gær voru þeir Annþór og Börkur settir í einangrun í fangelsinu.

Yfirheyrslurnar í dag fara fram á Litla Hrauni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×