Innlent

Kringlan flokkar 38 prósent af sínu sorpi

Kringlan sparar um 2,5 milljónir í sorpgjöld með því að flokka sorpið en þau flokka um 38 prósent af því sem til fellur.Fréttablaðið/Vilhelm
Kringlan sparar um 2,5 milljónir í sorpgjöld með því að flokka sorpið en þau flokka um 38 prósent af því sem til fellur.Fréttablaðið/Vilhelm
Umhverfisátakið Grænn apríl er hafið en þar er lögð áhersla á að kynna og bjóða upp á upplýsingar um þekkingu, vöru og þjónustu sem telst vera græn og umhverfisvæn.

Í upphafi átaksins í gær tók verslunarmiðstöðin Kringlan á móti viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í flokkun á sorpi frá Íslenska Gámafélaginu.

Kringlan er fyrsta stóra verslunarmiðstöð landsins sem býður upp á flokkunartunnur á göngunum.Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, var að vonum ánægður með viðurkenninguna en þrjú ár eru síðan verslunarmiðstöðin hóf að flokka sitt sorp.

Kringlan hefur nú sparað sér milljónir í sorpgjöld og með endurvinnslu bylgjupappa hafa um 5,500 tré sparast frá upphafi flokkunar.

„Nú flokkum við 38 prósent af okkar sorpi og á síðasta ári spöruðum við um 2,5 milljónir í urðunargjöld," segir Sigurjón en Kringlan stefnir á að ná að flokka helming af sorpi sínu á næstu þremur árum.

„Þetta er hægfara þróun en spurning um samfélagslega ábyrgð. Þetta er samvinnuverkefni allra hérna og viðurkenningin mikil hvatning," segir Sigurjón. Hægt er kynna sér átakið á vefsíðunni graennapril.is.- áp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×