Hætt við að banna svartadauða í ÁTVR 2. apríl 2012 08:30 Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) vildi ekki slagorðið "drekkið í friði“ í búðir sínar, en hefur nú skipt um skoðun. Bjórinn með áletruninni umdeildu mun væntanlegur í hillur ÁTVR í næsta mánuði. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur fellt úr gildi ákvörðun sína um að selja ekki bjórinn Black Death, eða svartadauða, í verslunum sínum. Ákvörðunin hafði verið kærð til fjármálaráðuneytisins. Bjórinn er væntanlegur í verslanir ÁTVR í byrjun maí að sögn Valgeirs T. Sigurðssonar, eiganda vörumerkisins Black Death. ÁTVR hafnaði því upphaflega að taka bjórinn í sölu vegna slagorðsins Drink in Peace, eða drekkið í friði, sem stendur á flöskunum. Ákvörðunin var byggð á því að á umbúðum áfengis megi einungis vera skilaboð sem tengist vörunni, gerð hennar eða eiginleikum. Þá má hafna vöru sem inniheldur gildishlaðnar eða ómálefnalegar upplýsingar. Valgeir og lögmaður hans töldu hins vegar að í slagorðinu fælust jákvæð skilaboð og ábending um ábyrga neyslu vörunnar. Ekki væri hægt að telja textann gildishlaðinn eða innihalda ómálefnalegar upplýsingar, að því er fram kemur í kærubréfi til fjármálaráðuneytisins vegna málsins. Áður en frestur ÁTVR til að skila greinargerð til ráðuneytisins rann út var ákvörðunin felld niður. Ekki voru talin nægileg rök fyrir höfnuninni, að sögn Valgeirs, sem var tilkynnt um ákvörðunina með bréfi. Valgeir er ánægður með þessa niðurstöðu. „Þessi hindrun er úr veginum. Bjórinn má koma í verslanir frá og með deginum í dag [sunnudag] en það þarf náttúrulega að framleiða og gera hlutina klára. Hann fer því líklega ekki í búðir fyrr en í byrjun maí," segir hann. „Ég var búinn að segja að frekar vildi ég vera utan við þessar búðir en breyta miðanum á flöskunni. Mér finnst svo rosalega mikið út í hött að það skuli einhver maður eða kona út í bæ vera að ala mann upp, þessi rosalega forsjárhyggja." Bjórinn Black Death Beer hefur verið framleiddur frá árinu 1989 og seldur víða erlendis, auk þess sem hann hefur verið seldur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Valgeir hefur átt vörumerkið Black Death frá árinu 1978. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur fellt úr gildi ákvörðun sína um að selja ekki bjórinn Black Death, eða svartadauða, í verslunum sínum. Ákvörðunin hafði verið kærð til fjármálaráðuneytisins. Bjórinn er væntanlegur í verslanir ÁTVR í byrjun maí að sögn Valgeirs T. Sigurðssonar, eiganda vörumerkisins Black Death. ÁTVR hafnaði því upphaflega að taka bjórinn í sölu vegna slagorðsins Drink in Peace, eða drekkið í friði, sem stendur á flöskunum. Ákvörðunin var byggð á því að á umbúðum áfengis megi einungis vera skilaboð sem tengist vörunni, gerð hennar eða eiginleikum. Þá má hafna vöru sem inniheldur gildishlaðnar eða ómálefnalegar upplýsingar. Valgeir og lögmaður hans töldu hins vegar að í slagorðinu fælust jákvæð skilaboð og ábending um ábyrga neyslu vörunnar. Ekki væri hægt að telja textann gildishlaðinn eða innihalda ómálefnalegar upplýsingar, að því er fram kemur í kærubréfi til fjármálaráðuneytisins vegna málsins. Áður en frestur ÁTVR til að skila greinargerð til ráðuneytisins rann út var ákvörðunin felld niður. Ekki voru talin nægileg rök fyrir höfnuninni, að sögn Valgeirs, sem var tilkynnt um ákvörðunina með bréfi. Valgeir er ánægður með þessa niðurstöðu. „Þessi hindrun er úr veginum. Bjórinn má koma í verslanir frá og með deginum í dag [sunnudag] en það þarf náttúrulega að framleiða og gera hlutina klára. Hann fer því líklega ekki í búðir fyrr en í byrjun maí," segir hann. „Ég var búinn að segja að frekar vildi ég vera utan við þessar búðir en breyta miðanum á flöskunni. Mér finnst svo rosalega mikið út í hött að það skuli einhver maður eða kona út í bæ vera að ala mann upp, þessi rosalega forsjárhyggja." Bjórinn Black Death Beer hefur verið framleiddur frá árinu 1989 og seldur víða erlendis, auk þess sem hann hefur verið seldur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Valgeir hefur átt vörumerkið Black Death frá árinu 1978. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent