Oddný komin í hóp olíumálaráðherra og olíuforstjóra Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júní 2012 11:02 Í fremri röð frá vinstri: Ryan M Lance Conoco Phillips Per Rune Henriksen ráðuneytisstjóri Oddný G. Harðardóttir iðnaðarráðherra Ken Salazar innanríkisráðherra Bandaríkjanna Ola Borten Moe olíu- og orkumálaráðherra Noregs John Duncan ráðherra frumbyggja í Kanada Bente Nyland forstjóri Olíustofnunar Noregs David Hayes bandarískur aðstoðarráðherra Helge Lund forstjóri Statoil. Í aftari röð frá vinstri: Stephen Greenlee Exxon Mobil Mike Daly BP Dmitry Borizov Gazprom Barry White sendiherra Bandaríkjanna í Noregi Ingrid Hjelt af Trolle sendiherra Svíþjóðar í Noregi Maimo Henriksson sendiherra Finnlands í Noregi Ceri Powell Shell Gunnar Pálsson sendiherra Íslands í Noregi Vyacheslav Pavlovskiy sendiherra Rússlands í Noregi. Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra er fulltrúi Íslands á ráðherrafundi um olíuleit á Norðurslóðum, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi í dag. Olíu- og orkumálaráðherrar ríkja við Norðurskautið eru meðal þátttakenda á fundinum ásamt fulltrúum stærstu olíufyrirtækja heims, eins og ExxonMobil, BP, Statoil, Gazprom, ConocoPhilips og Shell. Það er olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, sem býður til fundarins, en hann hófst í gærkvöldi með því að ráðherrann bauð gestum til kvöldverðar á bóndabæ sínum. Fundarefnið eru tækifæri og áskoranir í tengslum við olíustarfsemi á Norðurslóðum, að því er fram kemur í frétt frá olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs. Þar er haft eftir norska ráðherranum að það stefni í að olíuiðnaður byggist upp í öllum strandríkjum á norðurslóðum. Vöxtur í olíu- og gasvinnslu á svæðinu hafi aldrei verið meiri. „Þá þurfum við viðræður milli ríkjanna í norðri en einnig á milli fyrirtækja og stjórnvalda. Við verðum að deila reynslu okkar og þekkingu, ef við eigum að ná árangri," segir Ola Borten Moe.Oddný Harðardóttir í Þrándheimi í gærkvöldi ásamt Ken Salazar innanríkisráðherra Bandaríkjanna Ola Borten Moe olíumálaráðherra Noregs og John Duncan ráðherra Kanada í málefnum frumbyggja og þróunar í norðri.Á fundinum kynnti Borten Moe jafnframt nýjasta olíuleitarútboð Noregs, það 22. í röðinni, sem nær til 72 reita í Barentshafi og 14 reita í Noregshafi. Einnig kynnti ráðherrann áform Norðmanna um að koma á fót rannsóknarmiðstöð vegna olíuleitar á Norðurslóðum og á Norðurskautinu, með höfuðstöðvar í Norður-Noregi. Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra er fulltrúi Íslands á ráðherrafundi um olíuleit á Norðurslóðum, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi í dag. Olíu- og orkumálaráðherrar ríkja við Norðurskautið eru meðal þátttakenda á fundinum ásamt fulltrúum stærstu olíufyrirtækja heims, eins og ExxonMobil, BP, Statoil, Gazprom, ConocoPhilips og Shell. Það er olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, sem býður til fundarins, en hann hófst í gærkvöldi með því að ráðherrann bauð gestum til kvöldverðar á bóndabæ sínum. Fundarefnið eru tækifæri og áskoranir í tengslum við olíustarfsemi á Norðurslóðum, að því er fram kemur í frétt frá olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs. Þar er haft eftir norska ráðherranum að það stefni í að olíuiðnaður byggist upp í öllum strandríkjum á norðurslóðum. Vöxtur í olíu- og gasvinnslu á svæðinu hafi aldrei verið meiri. „Þá þurfum við viðræður milli ríkjanna í norðri en einnig á milli fyrirtækja og stjórnvalda. Við verðum að deila reynslu okkar og þekkingu, ef við eigum að ná árangri," segir Ola Borten Moe.Oddný Harðardóttir í Þrándheimi í gærkvöldi ásamt Ken Salazar innanríkisráðherra Bandaríkjanna Ola Borten Moe olíumálaráðherra Noregs og John Duncan ráðherra Kanada í málefnum frumbyggja og þróunar í norðri.Á fundinum kynnti Borten Moe jafnframt nýjasta olíuleitarútboð Noregs, það 22. í röðinni, sem nær til 72 reita í Barentshafi og 14 reita í Noregshafi. Einnig kynnti ráðherrann áform Norðmanna um að koma á fót rannsóknarmiðstöð vegna olíuleitar á Norðurslóðum og á Norðurskautinu, með höfuðstöðvar í Norður-Noregi.
Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira