Oddný komin í hóp olíumálaráðherra og olíuforstjóra Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júní 2012 11:02 Í fremri röð frá vinstri: Ryan M Lance Conoco Phillips Per Rune Henriksen ráðuneytisstjóri Oddný G. Harðardóttir iðnaðarráðherra Ken Salazar innanríkisráðherra Bandaríkjanna Ola Borten Moe olíu- og orkumálaráðherra Noregs John Duncan ráðherra frumbyggja í Kanada Bente Nyland forstjóri Olíustofnunar Noregs David Hayes bandarískur aðstoðarráðherra Helge Lund forstjóri Statoil. Í aftari röð frá vinstri: Stephen Greenlee Exxon Mobil Mike Daly BP Dmitry Borizov Gazprom Barry White sendiherra Bandaríkjanna í Noregi Ingrid Hjelt af Trolle sendiherra Svíþjóðar í Noregi Maimo Henriksson sendiherra Finnlands í Noregi Ceri Powell Shell Gunnar Pálsson sendiherra Íslands í Noregi Vyacheslav Pavlovskiy sendiherra Rússlands í Noregi. Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra er fulltrúi Íslands á ráðherrafundi um olíuleit á Norðurslóðum, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi í dag. Olíu- og orkumálaráðherrar ríkja við Norðurskautið eru meðal þátttakenda á fundinum ásamt fulltrúum stærstu olíufyrirtækja heims, eins og ExxonMobil, BP, Statoil, Gazprom, ConocoPhilips og Shell. Það er olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, sem býður til fundarins, en hann hófst í gærkvöldi með því að ráðherrann bauð gestum til kvöldverðar á bóndabæ sínum. Fundarefnið eru tækifæri og áskoranir í tengslum við olíustarfsemi á Norðurslóðum, að því er fram kemur í frétt frá olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs. Þar er haft eftir norska ráðherranum að það stefni í að olíuiðnaður byggist upp í öllum strandríkjum á norðurslóðum. Vöxtur í olíu- og gasvinnslu á svæðinu hafi aldrei verið meiri. „Þá þurfum við viðræður milli ríkjanna í norðri en einnig á milli fyrirtækja og stjórnvalda. Við verðum að deila reynslu okkar og þekkingu, ef við eigum að ná árangri," segir Ola Borten Moe.Oddný Harðardóttir í Þrándheimi í gærkvöldi ásamt Ken Salazar innanríkisráðherra Bandaríkjanna Ola Borten Moe olíumálaráðherra Noregs og John Duncan ráðherra Kanada í málefnum frumbyggja og þróunar í norðri.Á fundinum kynnti Borten Moe jafnframt nýjasta olíuleitarútboð Noregs, það 22. í röðinni, sem nær til 72 reita í Barentshafi og 14 reita í Noregshafi. Einnig kynnti ráðherrann áform Norðmanna um að koma á fót rannsóknarmiðstöð vegna olíuleitar á Norðurslóðum og á Norðurskautinu, með höfuðstöðvar í Norður-Noregi. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra er fulltrúi Íslands á ráðherrafundi um olíuleit á Norðurslóðum, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi í dag. Olíu- og orkumálaráðherrar ríkja við Norðurskautið eru meðal þátttakenda á fundinum ásamt fulltrúum stærstu olíufyrirtækja heims, eins og ExxonMobil, BP, Statoil, Gazprom, ConocoPhilips og Shell. Það er olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, sem býður til fundarins, en hann hófst í gærkvöldi með því að ráðherrann bauð gestum til kvöldverðar á bóndabæ sínum. Fundarefnið eru tækifæri og áskoranir í tengslum við olíustarfsemi á Norðurslóðum, að því er fram kemur í frétt frá olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs. Þar er haft eftir norska ráðherranum að það stefni í að olíuiðnaður byggist upp í öllum strandríkjum á norðurslóðum. Vöxtur í olíu- og gasvinnslu á svæðinu hafi aldrei verið meiri. „Þá þurfum við viðræður milli ríkjanna í norðri en einnig á milli fyrirtækja og stjórnvalda. Við verðum að deila reynslu okkar og þekkingu, ef við eigum að ná árangri," segir Ola Borten Moe.Oddný Harðardóttir í Þrándheimi í gærkvöldi ásamt Ken Salazar innanríkisráðherra Bandaríkjanna Ola Borten Moe olíumálaráðherra Noregs og John Duncan ráðherra Kanada í málefnum frumbyggja og þróunar í norðri.Á fundinum kynnti Borten Moe jafnframt nýjasta olíuleitarútboð Noregs, það 22. í röðinni, sem nær til 72 reita í Barentshafi og 14 reita í Noregshafi. Einnig kynnti ráðherrann áform Norðmanna um að koma á fót rannsóknarmiðstöð vegna olíuleitar á Norðurslóðum og á Norðurskautinu, með höfuðstöðvar í Norður-Noregi.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira