Innlent

Seldist upp á Jethro Tull á sjö mínútum

Ian Anderson og félagar í Jethro Tull spila hluta af framhaldi Thick as a Brick í Hörpunni.
Ian Anderson og félagar í Jethro Tull spila hluta af framhaldi Thick as a Brick í Hörpunni.
Miðar á tónleika Jethro Tull í Hörpu þann 21. júní næstkomandi seldust upp á aðeins sjö mínútum en miðasala hófst á hádegi í dag. Í kjölfar þessara kröftugu viðbragða hefur verið ákveðið að halda aukatónleika daginn eftir, 22. júní, og hefst sala á þá nú klukkan 14 í dag í Hörpu og á midi.is.

Á meðal efnis á tónleikunum í Hörpu í sumar er meistaraverkið Thick As A Brick en það hefur ekki verið flutt í heild sinni á sviði í fjóra áratugi eða frá því Jethro Tull gaf það út á plötu árið 1972.

Fyrir nokkrum dögum var svo tilkynnt að þann 6. apríl væri von á framhaldi þess, Thick As A Brick 2, og verður hluti þess fluttur á tónleikum sveitarinnar. Íslenskir aðdáendur Jethro Tull, sem virðast ætla að fjölmenna á tónleikana, eiga því von á óvæntum glaðningi.


Tengdar fréttir

Thick as a Brick 2 í Hörpunni

Í tilefni þess að fjörutíu ár eru liðin frá útkomu plötunnar Thick as a Brick með Jethro Tull verður framhald hennar, Thick as A Brick 2, gefið út 2. aprílnæstkomandi. Hluti þessa nýja verks verður leikinn á tónleikum hljómsveitarinnar í Hörpunni í sumar, auk þess sem meistaraverk hennar, Thick as a Brick, verður leikið í heild sinni. Íslenskir aðdáendur Jethro Tull eiga því von á óvæntum glaðningi á tónleikunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×