Lífið

Thick as a Brick 2 í Hörpunni

Ian Anderson og félagar í Jethro Tull spila hluta af framhaldi Thick as a Brick í Hörpunni.
Ian Anderson og félagar í Jethro Tull spila hluta af framhaldi Thick as a Brick í Hörpunni.
Í tilefni þess að fjörutíu ár eru liðin frá útkomu plötunnar Thick as a Brick með Jethro Tull verður framhald hennar, Thick as A Brick 2, gefið út 2. aprílnæstkomandi. Hluti þessa nýja verks verður leikinn á tónleikum hljómsveitarinnar í Hörpunni í sumar, auk þess sem meistaraverk hennar, Thick as a Brick, verður leikið í heild sinni. Íslenskir aðdáendur Jethro Tull eiga því von á óvæntum glaðningi á tónleikunum.

Ian Anderson samdi á sínum tíma öll lög og texta á Thick as a Brick en textarnir voru eignaðir tíu ára dreng, Gerald Bostock. Á plötuumslaginu var mynd af honum þar sem hann tók við verðlaunum fyrir ljóðagerð. Sá stutti var hins vegar ekkert annað en hliðarsjálf Andersons.

Söguþráðurinn í Thick as a Brick 2 fjallar um hvað hinn fimmtugi Gerald Bostock væri að fást við í dag ef hann hefði kosið að feta aðrar brautir en raun ber vitni. „Hvaða áhrif hefði fólk, aðstæður, óvæntar uppákomur og annað haft á framtíð þessa bráðþroska drengs? Hefði hann orðið prestur, verslunarmaður eða jafnvel auðjöfur?" spyr Anderson.





Gerald Bostock vakti heimsathygli fyrir textana á Thick As A Brick enda ekki nema tíu ára.
Tónleikar Jethro Tull verða í Hörpu 21. júní. Miðasala hefst á Midi.is og í Hörpu á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.