Ekki útilokað að Guðrún Páls verði áfram bæjarstjóri Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. febrúar 2012 18:54 Guðrún Pálsdóttir. Hún er enn bæjarstjóri, þar sem aldrei var formlega gengið frá uppsögn hennar í tíð eldri meirihluta. Ekki er útilokað að hún verði áfram bæjarstjóri í skjóli nýs meirihluta. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Listi Kópavogsbúa hafa hafið viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs. Ekki er útilokað að Guðrún Pálsdóttir verði áfram bæjarstjóri í skjóli nýs meirihluta. Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri, gæti komist í lykilstöðu í eins manns meirihluta í bænum. Viðræður milli Sjálfstæðisflokks, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um myndun meirihluta í bæjarstjórn slitnuðu í gær. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn og formaður bæjarráðs, og Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, hafa ekki viljað fara í viðræður um myndun meirihluta án hvors annars. Ármann Kr. Ólafsson fundaði með Guðríði fyrir nokkrum dögum þar sem rætt var um myndun meirihluta með Samfylkingunni og Vinstri grænum.Gunnar var á móti og fékk Aðalstein með sér Upp úr þessum viðræðum slitnaði í gær en hefðu flokkarnir þrír farið í samstarf hefðu þeir haft meirihluta með átta bæjarfulltrúum. Sjálfstæðismenn gengu ekki samhentir til þessara viðræðna því Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri, mun samkvæmt heimildum fréttastofu hafa lagst gegn þessum áformum. Mun hann hafa fengið Aðalstein Jónsson, annan bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins með sér, og þannig hafi Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðismanna, ekki haft neinn annan kost en að slíta viðræðunum. Ármann mun í raun hafa staðið frammi fyrir því að mynda meirihluta og sundra eigin flokki í Kópavogsbæ eða slíta viðræðunum. Eftir þetta hófu sjálfstæðismenn óformlegar viðræður við Rannveigu Ásgeirsdóttur, fulltrúa Lista Kópavogsbúa, og Ómar Stefánsson, frá Framsóknarflokki. Tæknilega geta þessir þrir flokkar myndað meirihluta og unnið var að því síðdegis að leggja grunn að samkomulagi. Í slíku samstarfi styrkist staða Gunnars I. Birgissonar þar sem um eins manns meirihluta verður að ræða. Einn óvissuþáttur í slíku samstarfi er óeining meðal sjálfstæðismanna, en Gunnar hefur ekki verið samstíga öðrum bæjarfulltrúum flokksins í ákveðnum málum og einnig er talið að ekki séu fullgróin sár meðal sjálfstæðismanna frá síðasta prófkjöri þegar Ármann skákaði Gunnari um oddvitasæti flokksins. Heimildarmenn fréttastofu fullyrða þó að sjálfstæðismenn gangi samhentir til meirihlutaviðræðna og góð sátt ríki meðal kjörinna fulltrúa flokksins í Kópavogsbæ. Framtíð Guðrúnar Pálsdóttur bæjarstjóra er í lausu lofti en ekki hefur formlega verið gengið frá starfslokum hennar þó meirihluti bæjarstjórnar hafi viljað segja henni upp í tíð eldri meirihlutasamstarfs. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki útilokað að hún verði áfram bæjarstjóri í skjóli nýs meirihluta. Það sem styður áframhaldandi veru hennar er m.a stuðningur Gunnars I. Birgissonar, en hann mun hafa lýst megnri óánægju með hvernig staðið var að uppsögn hennar. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Listi Kópavogsbúa hafa hafið viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs. Ekki er útilokað að Guðrún Pálsdóttir verði áfram bæjarstjóri í skjóli nýs meirihluta. Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri, gæti komist í lykilstöðu í eins manns meirihluta í bænum. Viðræður milli Sjálfstæðisflokks, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um myndun meirihluta í bæjarstjórn slitnuðu í gær. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn og formaður bæjarráðs, og Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, hafa ekki viljað fara í viðræður um myndun meirihluta án hvors annars. Ármann Kr. Ólafsson fundaði með Guðríði fyrir nokkrum dögum þar sem rætt var um myndun meirihluta með Samfylkingunni og Vinstri grænum.Gunnar var á móti og fékk Aðalstein með sér Upp úr þessum viðræðum slitnaði í gær en hefðu flokkarnir þrír farið í samstarf hefðu þeir haft meirihluta með átta bæjarfulltrúum. Sjálfstæðismenn gengu ekki samhentir til þessara viðræðna því Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri, mun samkvæmt heimildum fréttastofu hafa lagst gegn þessum áformum. Mun hann hafa fengið Aðalstein Jónsson, annan bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins með sér, og þannig hafi Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðismanna, ekki haft neinn annan kost en að slíta viðræðunum. Ármann mun í raun hafa staðið frammi fyrir því að mynda meirihluta og sundra eigin flokki í Kópavogsbæ eða slíta viðræðunum. Eftir þetta hófu sjálfstæðismenn óformlegar viðræður við Rannveigu Ásgeirsdóttur, fulltrúa Lista Kópavogsbúa, og Ómar Stefánsson, frá Framsóknarflokki. Tæknilega geta þessir þrir flokkar myndað meirihluta og unnið var að því síðdegis að leggja grunn að samkomulagi. Í slíku samstarfi styrkist staða Gunnars I. Birgissonar þar sem um eins manns meirihluta verður að ræða. Einn óvissuþáttur í slíku samstarfi er óeining meðal sjálfstæðismanna, en Gunnar hefur ekki verið samstíga öðrum bæjarfulltrúum flokksins í ákveðnum málum og einnig er talið að ekki séu fullgróin sár meðal sjálfstæðismanna frá síðasta prófkjöri þegar Ármann skákaði Gunnari um oddvitasæti flokksins. Heimildarmenn fréttastofu fullyrða þó að sjálfstæðismenn gangi samhentir til meirihlutaviðræðna og góð sátt ríki meðal kjörinna fulltrúa flokksins í Kópavogsbæ. Framtíð Guðrúnar Pálsdóttur bæjarstjóra er í lausu lofti en ekki hefur formlega verið gengið frá starfslokum hennar þó meirihluti bæjarstjórnar hafi viljað segja henni upp í tíð eldri meirihlutasamstarfs. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki útilokað að hún verði áfram bæjarstjóri í skjóli nýs meirihluta. Það sem styður áframhaldandi veru hennar er m.a stuðningur Gunnars I. Birgissonar, en hann mun hafa lýst megnri óánægju með hvernig staðið var að uppsögn hennar. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira