Samþykkja flestar beiðnir um hleranir 13. janúar 2012 09:30 Sigríður Friðjónsdóttir Dómstólar samþykkja meirihluta beiðna lögreglu um heimild til símhlerana. Túlka verður lög um hleranir þröngt segir fyrrverandi ríkissaksóknari. Segir einstök tilvik líta út eins og sérstakur saksóknari sé að fiska með hlerunum. Meirihluti þeirra beiðna um heimild til hlerana sem lögregla hefur lagt fyrir dómstóla á undanförnum árum hefur verið samþykktur. Fyrrverandi ríkissaksóknari segir að túlka verði þröngt heimildir til hlerana. Ríkissaksóknari hefur eftirlit með símhlerunum lögreglu, sem og öðrum hlerunum, notkun eftirfararbúnaðar og annars eftirlits. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari boðaði nýverið auknar áherslur á eftirlit með þessum rannsóknum, og hefur nú fengið alla úrskurði frá dómstólum frá ársbyrjun 2009. „Menn þekkja hver skilyrðin eru og fara ekki fram með kröfur nema líklegt sé að dómstólar fallist á þær, með hliðsjón af dómaframkvæmd,“ segir Sigríður. „Símhleranir eru gríðarlegt inngrip í persónuleg réttindi manna, og það verður að mínu mati að túlka lögin mjög þröngt,“ segir Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari. Valtýr starfar nú sem lögmaður og gætir meðal annars hagsmuna einstaklinga sem hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Embættið hefur ítrekað beitt símhlerunum við rannsóknir sínar. Valtýr þekkir dæmi um rannsókn sérstaks saksóknara þar sem maður var boðaður til yfirheyrslu sem vitni. Á sama tíma fékkst heimild til að hlera síma viðkomandi. „Lögin taka ekki fyrir að hlerunum sé beitt gegn vitni, en þetta lítur út eins og menn hafi hreinlega verið að fiska. Ef svo er er það ekki í samræmi við lög,“ segir Valtýr. „Það vekur í það minnsta spurningar að maður sé boðaður til yfirheyrslu sem vitni og svo er fylgst með í hvern hann hringir í kjölfarið. Og upptökur úr símtölum hans svo spilaðar fyrir þriðja aðila, meðal annars samtöl hans við eiginkonu og bróður,“ segir Valtýr. Hann segir það einnig umhugsunarefni að dæmi séu um að eitt og hálft ár líði frá því að atvik sem eru til rannsóknar eigi sér stað þar til símar séu hleraðir. Það rími illa við að aðeins megi hlera þegar líklegt sé að upplýsingar sem fáist með hlerununum fáist ekki fram með öðrum rannsóknaraðferðum. „Dómstólar hafa metið það svo að þetta væri þess eðlis að eðlilegt væri að heimila þetta. Svo kemur í ljós við meðferð málanna fyrir dómi hvaða þýðingu öflun þessara sönnunargagna hefur,“ segir Sigríður. „Hagsmunirnir af því að sækjast eftir þeim upplýsingum sem gætu fengist eru til staðar í þessum málum eins og öðrum,“ segir Sigríður. „Þetta er aðeins öðruvísi en í öðrum málum. Til dæmis er í umfangsmiklum fíkniefnamálum yfirleitt eitthvað í gangi sem tengist brotinu, en þarna er ekki um það að ræða. Það er helsti munurinn.“ brjann@frettabladid.is Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Dómstólar samþykkja meirihluta beiðna lögreglu um heimild til símhlerana. Túlka verður lög um hleranir þröngt segir fyrrverandi ríkissaksóknari. Segir einstök tilvik líta út eins og sérstakur saksóknari sé að fiska með hlerunum. Meirihluti þeirra beiðna um heimild til hlerana sem lögregla hefur lagt fyrir dómstóla á undanförnum árum hefur verið samþykktur. Fyrrverandi ríkissaksóknari segir að túlka verði þröngt heimildir til hlerana. Ríkissaksóknari hefur eftirlit með símhlerunum lögreglu, sem og öðrum hlerunum, notkun eftirfararbúnaðar og annars eftirlits. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari boðaði nýverið auknar áherslur á eftirlit með þessum rannsóknum, og hefur nú fengið alla úrskurði frá dómstólum frá ársbyrjun 2009. „Menn þekkja hver skilyrðin eru og fara ekki fram með kröfur nema líklegt sé að dómstólar fallist á þær, með hliðsjón af dómaframkvæmd,“ segir Sigríður. „Símhleranir eru gríðarlegt inngrip í persónuleg réttindi manna, og það verður að mínu mati að túlka lögin mjög þröngt,“ segir Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari. Valtýr starfar nú sem lögmaður og gætir meðal annars hagsmuna einstaklinga sem hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Embættið hefur ítrekað beitt símhlerunum við rannsóknir sínar. Valtýr þekkir dæmi um rannsókn sérstaks saksóknara þar sem maður var boðaður til yfirheyrslu sem vitni. Á sama tíma fékkst heimild til að hlera síma viðkomandi. „Lögin taka ekki fyrir að hlerunum sé beitt gegn vitni, en þetta lítur út eins og menn hafi hreinlega verið að fiska. Ef svo er er það ekki í samræmi við lög,“ segir Valtýr. „Það vekur í það minnsta spurningar að maður sé boðaður til yfirheyrslu sem vitni og svo er fylgst með í hvern hann hringir í kjölfarið. Og upptökur úr símtölum hans svo spilaðar fyrir þriðja aðila, meðal annars samtöl hans við eiginkonu og bróður,“ segir Valtýr. Hann segir það einnig umhugsunarefni að dæmi séu um að eitt og hálft ár líði frá því að atvik sem eru til rannsóknar eigi sér stað þar til símar séu hleraðir. Það rími illa við að aðeins megi hlera þegar líklegt sé að upplýsingar sem fáist með hlerununum fáist ekki fram með öðrum rannsóknaraðferðum. „Dómstólar hafa metið það svo að þetta væri þess eðlis að eðlilegt væri að heimila þetta. Svo kemur í ljós við meðferð málanna fyrir dómi hvaða þýðingu öflun þessara sönnunargagna hefur,“ segir Sigríður. „Hagsmunirnir af því að sækjast eftir þeim upplýsingum sem gætu fengist eru til staðar í þessum málum eins og öðrum,“ segir Sigríður. „Þetta er aðeins öðruvísi en í öðrum málum. Til dæmis er í umfangsmiklum fíkniefnamálum yfirleitt eitthvað í gangi sem tengist brotinu, en þarna er ekki um það að ræða. Það er helsti munurinn.“ brjann@frettabladid.is
Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira