Kræklingabændur kafna í eftirlitsgjöldum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. apríl 2012 19:30 Eftirlits- og leyfisveitingakerfi, sem stjórnvöld eru að setja upp í kringum kræklingarækt, stefnir í að kæfa greinina í fæðingu. Uppskeruleyfi eitt og sér gæti kostað allt að 280 þúsund krónur á viku sem hjá flestum er meira en verðmæti uppskerunnar. Bóndinn á Gróustöðum við Gilsfjörð, Bergsveinn Reynisson, er einn þeirra sem fóru af stað og hann er nú orðinn formaður Skelræktar, hagsmunasamtaka kræklingaræktenda. Þetta virtist í fyrstu vera einfalt mál. Bara leggja kaðla í sjó og bíða svo eftir því að kræklingar festi sig á böndin og vaxi. Nei, hann þurfti starfsleyfi frá Umhverfisstofnun, 100.000 krónur þar, og sú stofnun heimtar líka eftirlitsgjald, 127 þúsund krónur, annað hvert ár, og krefst þess að bóndinn færi skýrslur um ellefu rekstrarþætti, færi grænt bókhald, geri áhættumat, vinni viðbragðsáætlun og láti svo rannsaka sjávarbotninn undir köðlunum á 5 ára fresti hið minnsta. Hann þarf líka leyfi frá Matvælastofnun, fyrst tilraunaleyfi að hámarki til 3 ára. Hjá bóndanum hefst nú ennþá meiri skriffinnska því krafist er fylgigagna um eignaraðild, fagþekkingu, stærð og umfang starfsemi, tegundir, starfsleyfi Umhverfisstofnunar, leyfi landeiganda, og loks yfirlýsingar bygginga- eða skipulagsfulltrúa. Matvælastofnun þarf svo umsagnir; frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Landhelgisgæslu, Orkustofnun, Siglingastofnun, Umhverfisstofnun og viðkomandi sveitarstjórn, þannig að í öllum þessum stofnunum hefst nú vinna við að búa til álitsgerðir um kræklingaeldi bóndans. Samkvæmt nýjum lögum um skeldýrarækt á hann að standa straum af kostnaðarþáttum við eftirlitið og leyfin, þar á meðal af launum starfsfólks og kostnaði vegna aðstöðu, áhalda, búnaðar, þjálfunar og ferðalaga og bóndinn þarf líka að kosta rannsóknir og sýnatöku. Gjaldskrárnar eru ekki tilbúnar hjá Matvælastofnun og því ekki vitað hvað allt þetta muni kosta kræklingabóndann. Næst þarf heilnæmiskönnun og áætlar Matvælastofnun að hún kosti bóndann 250 til 500 þúsund krónur, og hann þarf sjálfur að senda í hverjum mánuði sýni af bæði sjó og skel í heilt ár. Ef allt reynist í lagi getur hann næst sótt um ræktunarleyfi og þá byrjar allt pappírsferlið upp á nýtt. Bóndinn þarf aftur að búa til fylgigögn og svo þarf nýjar umsagnir; frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Landhelgisgæslu, Orkustofnun, Siglingastofnun, Umhverfisstofnun og sveitarfélaginu, þannig að fjöldi opinberra starfsmanna fær þarna ennþá meiri vinnu við að skrifa álitsgerðir um kræklingaeldi bóndans, sem á svo að borga kostnaðinn í formi leyfisgjalds. En skyldi hann nú loksins geta farið að huga að uppskerunni? Ó nei, - næst þarf hann uppskeruheimild og stefnir í að hún verði dýr vegna eiturefnaprófana sem Matvælastofnun krefst af ótta við þörungaeitrun. Bergsveinn bóndi áætlar að uppskeruheimildin muni kosta 280 þúsund krónur, fyrir fyrstu vikuna, og síðan 140 þúsund krónur á tveggja vikna fresti meðan á uppskerutíma stendur og hjá Matvælastofnun útiloka menn ekki að svo hár geti reikningurinn orðið. Það segir Bergsveinn meira en flestir geti vænst þess að fá fyrir uppskeruna fyrstu árin. Og þá á hann eftir að fá vinnsluleyfi, sem er svo flókið að Matvælastofnun býður upp á leiðbeiningabækling um umsóknarferlið. Skemmst er frá því að segja að eftir að nýju lögin tóku gildi í fyrrasumar hefur enginn nýr aðili bæst við í kræklingarækt á Íslandi. Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Eftirlits- og leyfisveitingakerfi, sem stjórnvöld eru að setja upp í kringum kræklingarækt, stefnir í að kæfa greinina í fæðingu. Uppskeruleyfi eitt og sér gæti kostað allt að 280 þúsund krónur á viku sem hjá flestum er meira en verðmæti uppskerunnar. Bóndinn á Gróustöðum við Gilsfjörð, Bergsveinn Reynisson, er einn þeirra sem fóru af stað og hann er nú orðinn formaður Skelræktar, hagsmunasamtaka kræklingaræktenda. Þetta virtist í fyrstu vera einfalt mál. Bara leggja kaðla í sjó og bíða svo eftir því að kræklingar festi sig á böndin og vaxi. Nei, hann þurfti starfsleyfi frá Umhverfisstofnun, 100.000 krónur þar, og sú stofnun heimtar líka eftirlitsgjald, 127 þúsund krónur, annað hvert ár, og krefst þess að bóndinn færi skýrslur um ellefu rekstrarþætti, færi grænt bókhald, geri áhættumat, vinni viðbragðsáætlun og láti svo rannsaka sjávarbotninn undir köðlunum á 5 ára fresti hið minnsta. Hann þarf líka leyfi frá Matvælastofnun, fyrst tilraunaleyfi að hámarki til 3 ára. Hjá bóndanum hefst nú ennþá meiri skriffinnska því krafist er fylgigagna um eignaraðild, fagþekkingu, stærð og umfang starfsemi, tegundir, starfsleyfi Umhverfisstofnunar, leyfi landeiganda, og loks yfirlýsingar bygginga- eða skipulagsfulltrúa. Matvælastofnun þarf svo umsagnir; frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Landhelgisgæslu, Orkustofnun, Siglingastofnun, Umhverfisstofnun og viðkomandi sveitarstjórn, þannig að í öllum þessum stofnunum hefst nú vinna við að búa til álitsgerðir um kræklingaeldi bóndans. Samkvæmt nýjum lögum um skeldýrarækt á hann að standa straum af kostnaðarþáttum við eftirlitið og leyfin, þar á meðal af launum starfsfólks og kostnaði vegna aðstöðu, áhalda, búnaðar, þjálfunar og ferðalaga og bóndinn þarf líka að kosta rannsóknir og sýnatöku. Gjaldskrárnar eru ekki tilbúnar hjá Matvælastofnun og því ekki vitað hvað allt þetta muni kosta kræklingabóndann. Næst þarf heilnæmiskönnun og áætlar Matvælastofnun að hún kosti bóndann 250 til 500 þúsund krónur, og hann þarf sjálfur að senda í hverjum mánuði sýni af bæði sjó og skel í heilt ár. Ef allt reynist í lagi getur hann næst sótt um ræktunarleyfi og þá byrjar allt pappírsferlið upp á nýtt. Bóndinn þarf aftur að búa til fylgigögn og svo þarf nýjar umsagnir; frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Landhelgisgæslu, Orkustofnun, Siglingastofnun, Umhverfisstofnun og sveitarfélaginu, þannig að fjöldi opinberra starfsmanna fær þarna ennþá meiri vinnu við að skrifa álitsgerðir um kræklingaeldi bóndans, sem á svo að borga kostnaðinn í formi leyfisgjalds. En skyldi hann nú loksins geta farið að huga að uppskerunni? Ó nei, - næst þarf hann uppskeruheimild og stefnir í að hún verði dýr vegna eiturefnaprófana sem Matvælastofnun krefst af ótta við þörungaeitrun. Bergsveinn bóndi áætlar að uppskeruheimildin muni kosta 280 þúsund krónur, fyrir fyrstu vikuna, og síðan 140 þúsund krónur á tveggja vikna fresti meðan á uppskerutíma stendur og hjá Matvælastofnun útiloka menn ekki að svo hár geti reikningurinn orðið. Það segir Bergsveinn meira en flestir geti vænst þess að fá fyrir uppskeruna fyrstu árin. Og þá á hann eftir að fá vinnsluleyfi, sem er svo flókið að Matvælastofnun býður upp á leiðbeiningabækling um umsóknarferlið. Skemmst er frá því að segja að eftir að nýju lögin tóku gildi í fyrrasumar hefur enginn nýr aðili bæst við í kræklingarækt á Íslandi.
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira