Kræklingabændur kafna í eftirlitsgjöldum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. apríl 2012 19:30 Eftirlits- og leyfisveitingakerfi, sem stjórnvöld eru að setja upp í kringum kræklingarækt, stefnir í að kæfa greinina í fæðingu. Uppskeruleyfi eitt og sér gæti kostað allt að 280 þúsund krónur á viku sem hjá flestum er meira en verðmæti uppskerunnar. Bóndinn á Gróustöðum við Gilsfjörð, Bergsveinn Reynisson, er einn þeirra sem fóru af stað og hann er nú orðinn formaður Skelræktar, hagsmunasamtaka kræklingaræktenda. Þetta virtist í fyrstu vera einfalt mál. Bara leggja kaðla í sjó og bíða svo eftir því að kræklingar festi sig á böndin og vaxi. Nei, hann þurfti starfsleyfi frá Umhverfisstofnun, 100.000 krónur þar, og sú stofnun heimtar líka eftirlitsgjald, 127 þúsund krónur, annað hvert ár, og krefst þess að bóndinn færi skýrslur um ellefu rekstrarþætti, færi grænt bókhald, geri áhættumat, vinni viðbragðsáætlun og láti svo rannsaka sjávarbotninn undir köðlunum á 5 ára fresti hið minnsta. Hann þarf líka leyfi frá Matvælastofnun, fyrst tilraunaleyfi að hámarki til 3 ára. Hjá bóndanum hefst nú ennþá meiri skriffinnska því krafist er fylgigagna um eignaraðild, fagþekkingu, stærð og umfang starfsemi, tegundir, starfsleyfi Umhverfisstofnunar, leyfi landeiganda, og loks yfirlýsingar bygginga- eða skipulagsfulltrúa. Matvælastofnun þarf svo umsagnir; frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Landhelgisgæslu, Orkustofnun, Siglingastofnun, Umhverfisstofnun og viðkomandi sveitarstjórn, þannig að í öllum þessum stofnunum hefst nú vinna við að búa til álitsgerðir um kræklingaeldi bóndans. Samkvæmt nýjum lögum um skeldýrarækt á hann að standa straum af kostnaðarþáttum við eftirlitið og leyfin, þar á meðal af launum starfsfólks og kostnaði vegna aðstöðu, áhalda, búnaðar, þjálfunar og ferðalaga og bóndinn þarf líka að kosta rannsóknir og sýnatöku. Gjaldskrárnar eru ekki tilbúnar hjá Matvælastofnun og því ekki vitað hvað allt þetta muni kosta kræklingabóndann. Næst þarf heilnæmiskönnun og áætlar Matvælastofnun að hún kosti bóndann 250 til 500 þúsund krónur, og hann þarf sjálfur að senda í hverjum mánuði sýni af bæði sjó og skel í heilt ár. Ef allt reynist í lagi getur hann næst sótt um ræktunarleyfi og þá byrjar allt pappírsferlið upp á nýtt. Bóndinn þarf aftur að búa til fylgigögn og svo þarf nýjar umsagnir; frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Landhelgisgæslu, Orkustofnun, Siglingastofnun, Umhverfisstofnun og sveitarfélaginu, þannig að fjöldi opinberra starfsmanna fær þarna ennþá meiri vinnu við að skrifa álitsgerðir um kræklingaeldi bóndans, sem á svo að borga kostnaðinn í formi leyfisgjalds. En skyldi hann nú loksins geta farið að huga að uppskerunni? Ó nei, - næst þarf hann uppskeruheimild og stefnir í að hún verði dýr vegna eiturefnaprófana sem Matvælastofnun krefst af ótta við þörungaeitrun. Bergsveinn bóndi áætlar að uppskeruheimildin muni kosta 280 þúsund krónur, fyrir fyrstu vikuna, og síðan 140 þúsund krónur á tveggja vikna fresti meðan á uppskerutíma stendur og hjá Matvælastofnun útiloka menn ekki að svo hár geti reikningurinn orðið. Það segir Bergsveinn meira en flestir geti vænst þess að fá fyrir uppskeruna fyrstu árin. Og þá á hann eftir að fá vinnsluleyfi, sem er svo flókið að Matvælastofnun býður upp á leiðbeiningabækling um umsóknarferlið. Skemmst er frá því að segja að eftir að nýju lögin tóku gildi í fyrrasumar hefur enginn nýr aðili bæst við í kræklingarækt á Íslandi. Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Eftirlits- og leyfisveitingakerfi, sem stjórnvöld eru að setja upp í kringum kræklingarækt, stefnir í að kæfa greinina í fæðingu. Uppskeruleyfi eitt og sér gæti kostað allt að 280 þúsund krónur á viku sem hjá flestum er meira en verðmæti uppskerunnar. Bóndinn á Gróustöðum við Gilsfjörð, Bergsveinn Reynisson, er einn þeirra sem fóru af stað og hann er nú orðinn formaður Skelræktar, hagsmunasamtaka kræklingaræktenda. Þetta virtist í fyrstu vera einfalt mál. Bara leggja kaðla í sjó og bíða svo eftir því að kræklingar festi sig á böndin og vaxi. Nei, hann þurfti starfsleyfi frá Umhverfisstofnun, 100.000 krónur þar, og sú stofnun heimtar líka eftirlitsgjald, 127 þúsund krónur, annað hvert ár, og krefst þess að bóndinn færi skýrslur um ellefu rekstrarþætti, færi grænt bókhald, geri áhættumat, vinni viðbragðsáætlun og láti svo rannsaka sjávarbotninn undir köðlunum á 5 ára fresti hið minnsta. Hann þarf líka leyfi frá Matvælastofnun, fyrst tilraunaleyfi að hámarki til 3 ára. Hjá bóndanum hefst nú ennþá meiri skriffinnska því krafist er fylgigagna um eignaraðild, fagþekkingu, stærð og umfang starfsemi, tegundir, starfsleyfi Umhverfisstofnunar, leyfi landeiganda, og loks yfirlýsingar bygginga- eða skipulagsfulltrúa. Matvælastofnun þarf svo umsagnir; frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Landhelgisgæslu, Orkustofnun, Siglingastofnun, Umhverfisstofnun og viðkomandi sveitarstjórn, þannig að í öllum þessum stofnunum hefst nú vinna við að búa til álitsgerðir um kræklingaeldi bóndans. Samkvæmt nýjum lögum um skeldýrarækt á hann að standa straum af kostnaðarþáttum við eftirlitið og leyfin, þar á meðal af launum starfsfólks og kostnaði vegna aðstöðu, áhalda, búnaðar, þjálfunar og ferðalaga og bóndinn þarf líka að kosta rannsóknir og sýnatöku. Gjaldskrárnar eru ekki tilbúnar hjá Matvælastofnun og því ekki vitað hvað allt þetta muni kosta kræklingabóndann. Næst þarf heilnæmiskönnun og áætlar Matvælastofnun að hún kosti bóndann 250 til 500 þúsund krónur, og hann þarf sjálfur að senda í hverjum mánuði sýni af bæði sjó og skel í heilt ár. Ef allt reynist í lagi getur hann næst sótt um ræktunarleyfi og þá byrjar allt pappírsferlið upp á nýtt. Bóndinn þarf aftur að búa til fylgigögn og svo þarf nýjar umsagnir; frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Landhelgisgæslu, Orkustofnun, Siglingastofnun, Umhverfisstofnun og sveitarfélaginu, þannig að fjöldi opinberra starfsmanna fær þarna ennþá meiri vinnu við að skrifa álitsgerðir um kræklingaeldi bóndans, sem á svo að borga kostnaðinn í formi leyfisgjalds. En skyldi hann nú loksins geta farið að huga að uppskerunni? Ó nei, - næst þarf hann uppskeruheimild og stefnir í að hún verði dýr vegna eiturefnaprófana sem Matvælastofnun krefst af ótta við þörungaeitrun. Bergsveinn bóndi áætlar að uppskeruheimildin muni kosta 280 þúsund krónur, fyrir fyrstu vikuna, og síðan 140 þúsund krónur á tveggja vikna fresti meðan á uppskerutíma stendur og hjá Matvælastofnun útiloka menn ekki að svo hár geti reikningurinn orðið. Það segir Bergsveinn meira en flestir geti vænst þess að fá fyrir uppskeruna fyrstu árin. Og þá á hann eftir að fá vinnsluleyfi, sem er svo flókið að Matvælastofnun býður upp á leiðbeiningabækling um umsóknarferlið. Skemmst er frá því að segja að eftir að nýju lögin tóku gildi í fyrrasumar hefur enginn nýr aðili bæst við í kræklingarækt á Íslandi.
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira