Nýjar stofnanir svar við fjármálakreppu 5. maí 2012 11:00 Eftirlit Nýju evrópsku eftirlitsstofnununum er ætlað að tryggja að sömu reglur gildi um fjármálamarkaði í aðildarríkjum ESB, og þar með þeim sem eiga aðild að EES-samningnum.Nordicphtos/AFP Nýjar evrópskar eftirlitsstofnanir eiga að fylgjast með fjármálamörkuðum ESB-ríkjanna og tryggja að eftirlitsstofnanir í aðildarríkjunum standi sig. Íslandi ber að samþykkja vald stofnananna yfir íslenskum fjármálamarkaði vegna EES-samningsins, en íslenska stjórnarskráin heimilar það ekki samkvæmt álitsgerð sem unnin var fyrir stjórnvöld. Fjármálakreppan sem leikið hefur Evrópu grátt síðustu ár varð til þess að Evrópusambandið (ESB) fór yfir hvernig eftirliti með fjármálamörkuðum álfunnar er háttað og gerði úrbætur þar sem þurfa þótti. Hluti þeirra úrbóta var að koma á fót þremur nýjum eftirlitsstofnunum. Ísland á, sem aðili að innri markaði ESB í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), að gerast aðili að þessum nýju stofnunum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er það annmörkum háð. Samkvæmt áliti lagaprófessoranna Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar myndi það ekki standast ákvæði stjórnarskrárinnar. Ástæðan er sú að nýju stofnanirnar hafa heimildir til að grípa til aðgerða gegn fjármálastofnunum og eftirlitsstofnunum ákveðinna ríkja. Í áliti Bjargar og Stefáns kemur fram að með því að samþykkja það myndu íslensk stjórnvöld framselja of mikinn hluta af valdi sínu til yfirþjóðlegra stofnana. Nýju eftirlitsstofnanirnar hafa það hlutverk að bæta starfsemi innri markaðarins með því að tryggja að reglusetning og eftirlit séu áhrifamikil og samræmd, eins og segir í áliti Bjargar og Stefáns. Þar er rakið hvernig nýju eftirlitsstofnanirnar eru viðbrögð ESB við þeim ágöllum á reglum um eftirlit með fjármálamörkuðum sem í ljós hafi komið í fjármálakreppunni árin 2007 til 2008. Í álitinu segir jafnframt að markmiðið með breytingunum sé að tryggja stöðugleika á fjármálamörkuðum aðildarríkjanna, og stuðla að því að yfirsýn fáist yfir fjármálastarfsemi sem fari fram í fleiri en einu landi. Þá sé verið að samræma regluverk um fjármálafyrirtæki á innri markaði ESB, og tryggja að unnt sé að meta hættur sem steðji að fjármálamörkuðum og grípa til aðgerða vegna þeirra. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er það niðurstaða Bjargar og Stefáns að annmarkar séu á því að innleiða tilskipanir ESB um þessar nýju stofnanir hér á landi þar sem ekkert í stjórnarskránni heimili slíkt valdaframsal stjórnvalda. Í álitsgerðinni kemur jafnframt fram að í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sé að finna ákvæði sem heimili slíkt valdaframsal. Slíka heimild er að finna í stjórnarskrám annarra Norðurlanda og flestra Evrópuríkja. Björg og Stefán telja skýrt að verði það ákvæði sem stjórnlagaráð hefur lagt til tekið inn í stjórnarskrána muni Alþingi hafa heimild til að framselja vald sitt að þessu leyti til nýrra eftirlitsstofnana með fjármálamörkuðunum í Evrópu. Fréttir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Nýjar evrópskar eftirlitsstofnanir eiga að fylgjast með fjármálamörkuðum ESB-ríkjanna og tryggja að eftirlitsstofnanir í aðildarríkjunum standi sig. Íslandi ber að samþykkja vald stofnananna yfir íslenskum fjármálamarkaði vegna EES-samningsins, en íslenska stjórnarskráin heimilar það ekki samkvæmt álitsgerð sem unnin var fyrir stjórnvöld. Fjármálakreppan sem leikið hefur Evrópu grátt síðustu ár varð til þess að Evrópusambandið (ESB) fór yfir hvernig eftirliti með fjármálamörkuðum álfunnar er háttað og gerði úrbætur þar sem þurfa þótti. Hluti þeirra úrbóta var að koma á fót þremur nýjum eftirlitsstofnunum. Ísland á, sem aðili að innri markaði ESB í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), að gerast aðili að þessum nýju stofnunum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er það annmörkum háð. Samkvæmt áliti lagaprófessoranna Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar myndi það ekki standast ákvæði stjórnarskrárinnar. Ástæðan er sú að nýju stofnanirnar hafa heimildir til að grípa til aðgerða gegn fjármálastofnunum og eftirlitsstofnunum ákveðinna ríkja. Í áliti Bjargar og Stefáns kemur fram að með því að samþykkja það myndu íslensk stjórnvöld framselja of mikinn hluta af valdi sínu til yfirþjóðlegra stofnana. Nýju eftirlitsstofnanirnar hafa það hlutverk að bæta starfsemi innri markaðarins með því að tryggja að reglusetning og eftirlit séu áhrifamikil og samræmd, eins og segir í áliti Bjargar og Stefáns. Þar er rakið hvernig nýju eftirlitsstofnanirnar eru viðbrögð ESB við þeim ágöllum á reglum um eftirlit með fjármálamörkuðum sem í ljós hafi komið í fjármálakreppunni árin 2007 til 2008. Í álitinu segir jafnframt að markmiðið með breytingunum sé að tryggja stöðugleika á fjármálamörkuðum aðildarríkjanna, og stuðla að því að yfirsýn fáist yfir fjármálastarfsemi sem fari fram í fleiri en einu landi. Þá sé verið að samræma regluverk um fjármálafyrirtæki á innri markaði ESB, og tryggja að unnt sé að meta hættur sem steðji að fjármálamörkuðum og grípa til aðgerða vegna þeirra. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er það niðurstaða Bjargar og Stefáns að annmarkar séu á því að innleiða tilskipanir ESB um þessar nýju stofnanir hér á landi þar sem ekkert í stjórnarskránni heimili slíkt valdaframsal stjórnvalda. Í álitsgerðinni kemur jafnframt fram að í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sé að finna ákvæði sem heimili slíkt valdaframsal. Slíka heimild er að finna í stjórnarskrám annarra Norðurlanda og flestra Evrópuríkja. Björg og Stefán telja skýrt að verði það ákvæði sem stjórnlagaráð hefur lagt til tekið inn í stjórnarskrána muni Alþingi hafa heimild til að framselja vald sitt að þessu leyti til nýrra eftirlitsstofnana með fjármálamörkuðunum í Evrópu.
Fréttir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira