Nýjar stofnanir svar við fjármálakreppu 5. maí 2012 11:00 Eftirlit Nýju evrópsku eftirlitsstofnununum er ætlað að tryggja að sömu reglur gildi um fjármálamarkaði í aðildarríkjum ESB, og þar með þeim sem eiga aðild að EES-samningnum.Nordicphtos/AFP Nýjar evrópskar eftirlitsstofnanir eiga að fylgjast með fjármálamörkuðum ESB-ríkjanna og tryggja að eftirlitsstofnanir í aðildarríkjunum standi sig. Íslandi ber að samþykkja vald stofnananna yfir íslenskum fjármálamarkaði vegna EES-samningsins, en íslenska stjórnarskráin heimilar það ekki samkvæmt álitsgerð sem unnin var fyrir stjórnvöld. Fjármálakreppan sem leikið hefur Evrópu grátt síðustu ár varð til þess að Evrópusambandið (ESB) fór yfir hvernig eftirliti með fjármálamörkuðum álfunnar er háttað og gerði úrbætur þar sem þurfa þótti. Hluti þeirra úrbóta var að koma á fót þremur nýjum eftirlitsstofnunum. Ísland á, sem aðili að innri markaði ESB í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), að gerast aðili að þessum nýju stofnunum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er það annmörkum háð. Samkvæmt áliti lagaprófessoranna Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar myndi það ekki standast ákvæði stjórnarskrárinnar. Ástæðan er sú að nýju stofnanirnar hafa heimildir til að grípa til aðgerða gegn fjármálastofnunum og eftirlitsstofnunum ákveðinna ríkja. Í áliti Bjargar og Stefáns kemur fram að með því að samþykkja það myndu íslensk stjórnvöld framselja of mikinn hluta af valdi sínu til yfirþjóðlegra stofnana. Nýju eftirlitsstofnanirnar hafa það hlutverk að bæta starfsemi innri markaðarins með því að tryggja að reglusetning og eftirlit séu áhrifamikil og samræmd, eins og segir í áliti Bjargar og Stefáns. Þar er rakið hvernig nýju eftirlitsstofnanirnar eru viðbrögð ESB við þeim ágöllum á reglum um eftirlit með fjármálamörkuðum sem í ljós hafi komið í fjármálakreppunni árin 2007 til 2008. Í álitinu segir jafnframt að markmiðið með breytingunum sé að tryggja stöðugleika á fjármálamörkuðum aðildarríkjanna, og stuðla að því að yfirsýn fáist yfir fjármálastarfsemi sem fari fram í fleiri en einu landi. Þá sé verið að samræma regluverk um fjármálafyrirtæki á innri markaði ESB, og tryggja að unnt sé að meta hættur sem steðji að fjármálamörkuðum og grípa til aðgerða vegna þeirra. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er það niðurstaða Bjargar og Stefáns að annmarkar séu á því að innleiða tilskipanir ESB um þessar nýju stofnanir hér á landi þar sem ekkert í stjórnarskránni heimili slíkt valdaframsal stjórnvalda. Í álitsgerðinni kemur jafnframt fram að í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sé að finna ákvæði sem heimili slíkt valdaframsal. Slíka heimild er að finna í stjórnarskrám annarra Norðurlanda og flestra Evrópuríkja. Björg og Stefán telja skýrt að verði það ákvæði sem stjórnlagaráð hefur lagt til tekið inn í stjórnarskrána muni Alþingi hafa heimild til að framselja vald sitt að þessu leyti til nýrra eftirlitsstofnana með fjármálamörkuðunum í Evrópu. Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Nýjar evrópskar eftirlitsstofnanir eiga að fylgjast með fjármálamörkuðum ESB-ríkjanna og tryggja að eftirlitsstofnanir í aðildarríkjunum standi sig. Íslandi ber að samþykkja vald stofnananna yfir íslenskum fjármálamarkaði vegna EES-samningsins, en íslenska stjórnarskráin heimilar það ekki samkvæmt álitsgerð sem unnin var fyrir stjórnvöld. Fjármálakreppan sem leikið hefur Evrópu grátt síðustu ár varð til þess að Evrópusambandið (ESB) fór yfir hvernig eftirliti með fjármálamörkuðum álfunnar er háttað og gerði úrbætur þar sem þurfa þótti. Hluti þeirra úrbóta var að koma á fót þremur nýjum eftirlitsstofnunum. Ísland á, sem aðili að innri markaði ESB í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), að gerast aðili að þessum nýju stofnunum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er það annmörkum háð. Samkvæmt áliti lagaprófessoranna Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar myndi það ekki standast ákvæði stjórnarskrárinnar. Ástæðan er sú að nýju stofnanirnar hafa heimildir til að grípa til aðgerða gegn fjármálastofnunum og eftirlitsstofnunum ákveðinna ríkja. Í áliti Bjargar og Stefáns kemur fram að með því að samþykkja það myndu íslensk stjórnvöld framselja of mikinn hluta af valdi sínu til yfirþjóðlegra stofnana. Nýju eftirlitsstofnanirnar hafa það hlutverk að bæta starfsemi innri markaðarins með því að tryggja að reglusetning og eftirlit séu áhrifamikil og samræmd, eins og segir í áliti Bjargar og Stefáns. Þar er rakið hvernig nýju eftirlitsstofnanirnar eru viðbrögð ESB við þeim ágöllum á reglum um eftirlit með fjármálamörkuðum sem í ljós hafi komið í fjármálakreppunni árin 2007 til 2008. Í álitinu segir jafnframt að markmiðið með breytingunum sé að tryggja stöðugleika á fjármálamörkuðum aðildarríkjanna, og stuðla að því að yfirsýn fáist yfir fjármálastarfsemi sem fari fram í fleiri en einu landi. Þá sé verið að samræma regluverk um fjármálafyrirtæki á innri markaði ESB, og tryggja að unnt sé að meta hættur sem steðji að fjármálamörkuðum og grípa til aðgerða vegna þeirra. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er það niðurstaða Bjargar og Stefáns að annmarkar séu á því að innleiða tilskipanir ESB um þessar nýju stofnanir hér á landi þar sem ekkert í stjórnarskránni heimili slíkt valdaframsal stjórnvalda. Í álitsgerðinni kemur jafnframt fram að í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sé að finna ákvæði sem heimili slíkt valdaframsal. Slíka heimild er að finna í stjórnarskrám annarra Norðurlanda og flestra Evrópuríkja. Björg og Stefán telja skýrt að verði það ákvæði sem stjórnlagaráð hefur lagt til tekið inn í stjórnarskrána muni Alþingi hafa heimild til að framselja vald sitt að þessu leyti til nýrra eftirlitsstofnana með fjármálamörkuðunum í Evrópu.
Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira