Innlent

Jólatrén sótt í flestum sveitarfélögum

Sveitarfélögin biðja fólk að koma jólatrjánum þannig fyrir að þau fjúki ekki.
Sveitarfélögin biðja fólk að koma jólatrjánum þannig fyrir að þau fjúki ekki.
Reykjavíkurborg mun ekki hirða jólatré í ár, frekar en síðustu ár. Hins vegar bjóða einhver íþróttafélög upp á að hirða jólatré fyrir borgarbúa gegn gjaldi. Þá hafa Skógræktarfélag Reykjavíkur og Gámaþjónustan hafið samstarf um að hirða jólatré auk þess sem Íslenska gámafélagið sækir jólatré.

Jólatré sem sett eru út fyrir lóðamörk verða hirt í flestum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Hjálparsveit skáta og þjónustumiðstöð í Garðabæ munu hirða jólatré þar. Þau tré sem lögð verða út fyrir lóðamörk 7. og 8. janúar verða sótt íbúum að kostnaðarlausu.

Í Hafnarfirði munu starfsmenn taka jólatré sem sett eru út fyrir lóðamörk eftir helgina, þann 9. og 10. janúar. Á Seltjarnarnesi og í Kópavogi verður það sama uppi á teningnum. Alls staðar er brýnt fyrir fólki að koma trjánum vel fyrir til að koma í veg fyrir að þau fjúki burt.

Hægt er að fara með tré án endurgjalds á endurvinnslustöðvar.

- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×