Innlent

Hrottaleg líkamsárás í Árbæjarhverfi

Þrír karlmenn spörkuðu upp hurð að íbúð í fjölbýlishúsi í Árbæjarhverfi í Reykjavík rétt fyrir miðnætti, ruddust þar inn og gengu í skrokk á húsráðanda.

Þeir börðu og spörkuðu í manninn og hótuðu honum með skrúfjárni, en gestkomanda í íbúðinni tókst að afvopna þá. Síðan hurfu þeir á braut en þolandinn kallaði á lögreglu og óskaði eftir sjúkrabíl, þar sem hann var meiddur á síðu, brjóstkassa og í andliti.

Gert var að sárum hans á slysadeild Landsspítalans, en árásarmennirnir eru ófundnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×