Innlent

Mótmæla lokun sjúkrahússins í Neskaupstað

Hollvinasamtök fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað mótmæla harðlega áformum um að loka sjúkrahúsinu í sex til átt vikur í sumar, enda sé það eina bráðasjúkrahúsið á Austurlandi.

Þar sé skurðdeild, fæðingadeild og lyflækningadeild og muni lokunin draga úr öryggi íbúa og ferðamanna, sem eru hvað flestir í fjórðungnum þegar lokunin verður.

Hollvinasamtökin gagnrýna harðlega þátt stjórnar Heilbrigðisstofnunar Austurlands í málinu og telur að hún eigi að segja af sér ef ekki verður fallið frá þessum áformum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×