Innanríkisráðherra beitir sér gegn áformum Huang Nubos 27. júlí 2012 06:30 Ögmundur Jónasson Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill að ríkisstjórnin afturkalli leyfi sem veitt hafa verið um ívilnanir vegna fyrirhugaðra áforma kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubos um leigu á Grímsstöðum á Fjöllum. Hann mun taka málið upp í ríkisstjórn á þriðjudag. Samkvæmt lögum er aðila utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) óheimilt að festa kaup á landi eða leigja til lengri tíma en þriggja ára. Árið 2010 voru sett lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga og Ögmundur segir að í þeim sé að finna lagaákvæði sem geri mögulegt að smjúga fram hjá þeirri almennu lagareglu. „Það er frá þessu ákvæði sem verið er að veita undanþágu, þannig að kínversk auðsamsteypa verður ígildi íslensks fyrirtækis.“ Ögmundur gerði fyrirvara við málið þegar það var afgreitt úr ríkisstjórn í júní. Hann segir mikilvægt að taka þessi mál til endurskoðunar, ekki síst í ljósi þeirrar þróunar sem virðist stefna í. „Við þurfum að endurskoða þessar ívilnanir og aðkomu Kínverja að kaupum eða leigu á landi og svo er augljóst að við þurfum að taka upp viðræður við sveitarfélögin á Norðausturlandi um framtíðarþróun.“ Ögmundur segir eitt mikilvægasta verkefnið nú um stundir að bregðast skynsamlega við beiðnum erlendra auðmanna og fyrirtækja sem vilja fjárfesta hér á landi. Við inngönguna í EES hafi ekki verið gengið eins langt og hægt var til að halda eignarhaldi á landi innan landsteinanna. Þetta þurfi að taka til endurskoðunar. Hann segir nauðsynlegt að sýna varfærni þegar kemur að fjöreggi Íslands; eignarhaldi á landi og auðlindum. Málið nú minni óþægilega mikið á það sem gerðist í aðdraganda hrunsins þegar nánast allt samfélagið gapti upp í fjármálamenn sem ætluðu að leggja heiminn að fótum sér. „Ég sé að umboðsmaður Nubos hér á landi segir að eðlilegt sé að stórþjóðir á borð við Kínverja hafi, sem stórveldi, áhuga á að hafa hönd í bagga með ákvarðanatöku, til dæmis varðandi stórskipahöfn og olíuhreinsunarstöð á Norðausturlandi. Þá spyr ég á móti, en hvað með íslenska ríkið? Er ekki nauðsynlegt að við sem þjóð og sem ríki gætum hagsmuna okkar inn í framtíðina?“- kóp /sjá síðu 12 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill að ríkisstjórnin afturkalli leyfi sem veitt hafa verið um ívilnanir vegna fyrirhugaðra áforma kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubos um leigu á Grímsstöðum á Fjöllum. Hann mun taka málið upp í ríkisstjórn á þriðjudag. Samkvæmt lögum er aðila utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) óheimilt að festa kaup á landi eða leigja til lengri tíma en þriggja ára. Árið 2010 voru sett lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga og Ögmundur segir að í þeim sé að finna lagaákvæði sem geri mögulegt að smjúga fram hjá þeirri almennu lagareglu. „Það er frá þessu ákvæði sem verið er að veita undanþágu, þannig að kínversk auðsamsteypa verður ígildi íslensks fyrirtækis.“ Ögmundur gerði fyrirvara við málið þegar það var afgreitt úr ríkisstjórn í júní. Hann segir mikilvægt að taka þessi mál til endurskoðunar, ekki síst í ljósi þeirrar þróunar sem virðist stefna í. „Við þurfum að endurskoða þessar ívilnanir og aðkomu Kínverja að kaupum eða leigu á landi og svo er augljóst að við þurfum að taka upp viðræður við sveitarfélögin á Norðausturlandi um framtíðarþróun.“ Ögmundur segir eitt mikilvægasta verkefnið nú um stundir að bregðast skynsamlega við beiðnum erlendra auðmanna og fyrirtækja sem vilja fjárfesta hér á landi. Við inngönguna í EES hafi ekki verið gengið eins langt og hægt var til að halda eignarhaldi á landi innan landsteinanna. Þetta þurfi að taka til endurskoðunar. Hann segir nauðsynlegt að sýna varfærni þegar kemur að fjöreggi Íslands; eignarhaldi á landi og auðlindum. Málið nú minni óþægilega mikið á það sem gerðist í aðdraganda hrunsins þegar nánast allt samfélagið gapti upp í fjármálamenn sem ætluðu að leggja heiminn að fótum sér. „Ég sé að umboðsmaður Nubos hér á landi segir að eðlilegt sé að stórþjóðir á borð við Kínverja hafi, sem stórveldi, áhuga á að hafa hönd í bagga með ákvarðanatöku, til dæmis varðandi stórskipahöfn og olíuhreinsunarstöð á Norðausturlandi. Þá spyr ég á móti, en hvað með íslenska ríkið? Er ekki nauðsynlegt að við sem þjóð og sem ríki gætum hagsmuna okkar inn í framtíðina?“- kóp /sjá síðu 12
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira