Innlent

Tveir laumufarþegar teknir í annað sinn í Sundahöfn

Lögreglan handtók tvo hælisleitendur á öryggissvæðinu við Sundahöfn í Reykjavík í gærkvöldi þar sem þeir ætluðu að laumast um borð í eitt skip Eimskipa, sem hélt vestur um haf í gærkvöldi.

Mennirnir, sem eru fá Afganistan, voru gripnir á sama stað við samskonar tilraun fyrir viku. Þeir eru um og innan við tvítugt og segjast vera frá Afganistan.

Þeir voru vel undir búnir fyrir siglinguna, með talsvert af matvælum og vatni í fórum sínum, þegar þeir voru handteknir og vistaðir í fangageymslum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×