Innlent

Lifandi tónar við rautt sólarlag

JHH skrifar
Kaffihúsið er við Arnarnesvoginn.
Kaffihúsið er við Arnarnesvoginn.
Garðabær er kannski ekki fyrsti staður sem fólki dettur í hug þegar velja á kaffihús til að sækja. Nú horfir ef til vill til breytinga. Á útikaffihúsinu Himinn og Haf í Garðabæ er reglulega boðið upp á lifandi tónlist þar sem gestir geta sest niður og notið lífsins með veitingum og stórbrotnu útsýni.

Á Arnarnesvoginum sem kaffihúsið stendur við er gjarnan mikið líf, bæði dýra og manna. Þannig má stundum sjá seli stinga upp hausnum hér og þar, mikið fuglalíf er við voginn og heilu makríltorfurnar fylla hann stundum lífi. Kajakræðarar nota voginn töluvert, sumir fara í sjósund og bátar og sjókettir sjást jafnvel á.

„Við reynum líka að hafa tónlist þegar veður er gott eins og í kvöld því þá er yndislegt að sitja hér á pallinum og horfa á jökulinn og útsýnið allt með tónlistina í eyrunum," segir Sigríður Guðlaugsdóttir sem rekur kaffihúsið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×