Innlent

Bændur, myllur og kindur á setningarhátíð

Boði Logason skrifar
Þessa mynd tók Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis, af leikvanginum fyrr  í dag.
Þessa mynd tók Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis, af leikvanginum fyrr í dag. mynd/valli
„Það er alveg stappað af fólki hérna og það eru allir að bíða bara eftir því að þetta byrji," segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson, íþróttafréttamaður Vísis og Fréttablaðsins, sem staddur er á Ólympíuleikvanginum í London. Opnunaratriðið byrjar núna klukkan átta og segir Eiríkur að mikil stemming í fólki.

„Það er búið að grasleggja allt hérna og búa til svona litla sveitastemmingu. Hér eru hús, myllur, bændur, geitur og kindur. Þetta verður örugglega ótrúlega flott. Það er reyndar búið að rigna aðeins, sem er svo sem ekkert óvenjulegt hér í Bretlandi. En menn eru bara hressir og í góðum fíling," segir hann.

Opnunaratriðið hefst á slaginu 20 og er hægt að horfa á það í beinni útsendingu á RÚV.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×